Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Síða 11
og þekki fólk um alla veröld.
Ég get fljótt komið mér fyrir
hvar sem er og liðið eins og
heima hjá mér.“
Hún segir að það gæti verið
skemmtilegt að skrifa um
hennar ævintýralegu æsku-
minningar: „Ég þyrfti bara að
finna hvernig ég gæti breytt
þeim í glæpasögu,“ segir hún
glettin. Það er nefnilega þar
sem ástríðan liggur – í skrif-
um glæpasagna.
Lilja sendi nýverið frá sér
sína áttundu skáldsögu sem
ber heitið Blóðrauður sjór. Við
skrifin sótti hún innblástur í
eitt umtalaðasta mannshvarf
í sögu Noregs – hvarf Anne
Elisabeth Hagen. Maðurinn
hennar, Tom, hefur legið
undir grun vegna hvarfsins
en enginn veit enn hvað varð
um Anne. „Blóðrauður sjór
byrjar á því að vel stöndugur
bisnessmaður kemur heim þar
sem allt er á rúi og stúi, eigin-
konan horfin og hans bíður
lausnargjaldskrafa á eldhús-
borðinu. Ég velti síðan upp
ýmsum möguleikum, meðal
annars hugmyndum sem hafa
komið fram í Hagen-málinu.
Það er eins og gullnáma fyrir
glæpasagnahöfund þegar
svona dularfull mál koma upp
og maður fer að hugsa: Hvað
ef?“
Í bókinni eru sömu aðalper-
sónur og þeirri síðustu frá
Lilju, Helkaldri sól, þar sem
lesendur kynntust hörkutólinu
Áróru og rannsóknarlögreglu-
manninum Daníel. Hugmynd-
in er að lesendur geti fylgt
þessum persónum í tveimur,
jafnvel þremur bókum til við-
bótar en í hverri þeirra sé nýtt
mál sem þarf að leysa og því
hægt að lesa bækurnar óháð
hinum. Báðar þessar bækur
hafa fengið mikið lof gagn-
rýnenda og verður spennandi
að fylgjast með framhaldinu.
Þríleikur Lilju – bækurnar
Gildran, Netið og Búrið – sem
naut fádæma vinsælda var
í raun „ein stór bók“ eins og
hún kemst að orði og því nálg-
ast hún nýju bækurnar á ann-
an hátt. Áður en hún skrifaði
þríleikinn samdi hún við For-
lagið sem hefur gagnast henni
vel á alþjóðlegum vettvangi.
Mamma glæpasagnafíkill
Lilja segir að henni hafi alltaf
þótt gaman að skrifa en hún
ákvað að skrifa sína fyrstu
glæpasögu þegar Bjartur/Ver-
öld stóð fyrir samkeppni þar
sem leitað var að „hinum nýja
Dan Brown“ en hann skrifaði
Da Vinci lykilinn og fleiri
metsölubækur.
„Ég hugsaði með mér að ég
gæti bara vel verið hinn nýi
Dan Brown, skrifaði bók og
sendi inn. Í millitíðinni kom
bankahrunið og keppninni
var í raun aflýst. Þrátt fyrir
það ákváðu þau að gefa út tvö
handrit sem höfðu verið send
inn, fyrstu bókina mína og
fyrstu bókina hans Ragnars
Jónassonar. Við vitum þó ekk-
ert hvort okkar hefði verið
hinn nýi Dan Brown,“ segir
hún glettin.
Það var mikið lesið á heim-
ilinu þegar Lilja var að alast
upp. „Ég var kannski smá
skrýtin og einrænt barn. Frá
því ég var lítil gerði pabbi
leslista fyrir mig og þegar
ég var tólf ára var ég búin að
lesa allar heimsbókmennt-
irnar. Mamma var hins vegar
glæpasagnafíkill og bækurnar
sem hún stakk upp á fyrir mig
voru allt öðruvísi. Ég hugsa
að þaðan komi áhugi minn á
glæpasögum. Það er alveg sér-
stök tegund af lestraránægju
sem maður fær af því að lesa
glæpasögur. Þar er hugarleik-
fimin á fullu og oft einhvers
konar tilfinning fyrir réttlæti
í lokin sem ég held að gefi
fólki ákveðna ánægju, því í
raunveruleikanum eru mála-
Ef það er enginn
hani þá verður
bara ein hænan
yfirhæna.
FRÉTTIR 11DV 11. DESEMBER 2020