Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Page 12
12 FRÉTTIR 11. DESEMBER 2020 DV lyktir ekkert alltaf réttlátar. Það sem glæpasagan hefur fram yfir fagurbókmenntir er sterk atburðarás sem heldur manni hugföngnum.“ Mýtur um sambönd gay fólks Þrátt fyrir að vera norrænn glæpasagnahöfundur segir Lilja að hún hafi í erlendum bókardómi lesið að hún væri hreinlega ekki nógu norræn. „Nýju sögurnar mínar eru al- þjóðlegar og gagnrýnandinn kallaði þær eins konar blöndu af nordic noir og suðuramer- ískri telenóvellu. Atburðarásin er hröð og ótrúlegir hlutir geta gerst. Fyrir höfunda á mínum aldri held ég að sjónvarpið sé líka sterkur áhrifavaldur. Þegar við fluttum til Bandaríkjanna og svo til Mexíkó upplifði ég í fyrsta skipti sjónvarpsdag- skrá allan sólarhringinn. Hér á Íslandi beið maður spenntur eftir eina barnatímanum sem var sýndur í vikunni en í Mexíkó voru suðuramerískar telenóvellur gríðarlega vin- sælar og ég gat gleymt mér í þeim. Ég held að mín frásagn- araðferð beri þess merki og fyrir vikið er ég vonandi að bera eitthvað nýtt og öðruvísi á borð fyrir lesendur.“ Í hefðbundnu árferði væri Lilja búin að vera á þönum um heiminn að kynna bækurnar sínar. Þær koma alltaf út í sí- fellt fleiri löndum og segist hún þakklát fyrir þessar al- þjóðlegu vinsældir. „Á síð- asta ári fór ég í fjórtán kynn- ingarferðir til útlanda sem er þó hvorki umhverfisvænt né höfundarvænt. Ég fann þegar kórónuveiran skall á að mér fannst gott að geta kjarnað mig, verið heima og andað. Auðvitað á maður ekki að kvarta yfir fylgifiskum þeirra forréttinda að vera rit- höfundur í fullu starfi. Þetta snýst nefnilega ekki bara um að skrifa góða bók heldur þarf góð saga að koma út á réttum tíma. Ég hef samt lært af ástandinu og sé fyrir mér að ég komi til með að velja og hafna meira í framtíðinni þegar kemur að kynningar- ferðum.“ Á árinu hefur hún því styrkt fjölskyldutengslin og notið þess að fylgja Möggu Pálu eftir í langömmuhlutverkinu. „Það eru bráðum þrjátíu ár síðan við fórum að vera sam- an. Hún átti þá unglingsdóttur sem núna á alls fimm börn sem eru algjörir gullmolar. Það hefur verið mikil gæfa að hafa börn í lífi okkar og fá að fylgjast með þeim. Elsta dótturdóttir Möggu Pálu er síðan búin að eign- ast mann og saman eiga þau þriggja mánaða krútt. Þessi börn öll hafa gefið okkur mik- ið, ég eignaðist aldrei börn og það var eiginlega ekki í boði á þeim tíma sem við vorum ungar og hefðum treyst okkur í barneignir.“ Lilja segir nánast ótrúlegt að þær Magga Pála séu búnar að vera saman svona lengi. „Þegar ég var ung var það alþekkt staðreynd að gay fólk myndi ekki endast neitt í sam- böndum og við bjuggumst því ekki við þessu.“ Fimmtán ára aldursmunur Hún var nítján ára þegar þær byrjuðu saman en Magga Pála 34 ára. Lilja hafði þó haft augastað á henni mun lengur. „Það er eiginlega smá vandræðalegt að segja frá því hvernig við kynntumst. Ég sá hana nefnilega fyrst í vinnunni hjá mömmu. Þær unnu í sömu byggingu og voru saman í kaffitímum. Ég var að heimsækja mömmu þegar ég sá Möggu Pálu fyrst. Ég var kornung en hún fullorðin kona enda fimmtán árum eldri en ég. Mér fannst hún strax rosa- lega spennandi, sérstaklega eftir að mamma sagði mér að hún væri lesbía. Ég fylgd- ist með henni úr fjarlægð og það var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem við hittumst á skemmtistað og fórum í framhaldinu að vera saman.“ Vissirðu þegar þú sást hana fyrst að þú værir lesbía? „Ég vissi að ég var eitthvað öðruvísi. Það tók mig smá tíma að átta mig á þessu. Ég kom samt frekar ung úr felum, ef svo má að orði komast. Þegar við kynntumst fannst henni ég allt of ung fyrir sig og það gekk svolítið erfiðlega fyrir mig að sannfæra hana um að ég væri sú eina rétta. En það hafðist á endanum,“ segir Lilja brosandi. Hún segir foreldra sína hafa tekið því merkilega vel að hún væri lesbía og byrjuð með sér eldri konu. „Ég held að þau hafi fyrst og fremst haft áhyggjur, og ég skil það eftir á að hyggja. Samfélagsum- ræðan vann á móti okkur, sem og þetta algjöra réttindaleysi. Ég held að flestir foreldrar á þessum tíma hafi bara haft áhyggjur af því að barnið þeirra gæti ekki orðið ham- ingjusamt og að lífið yrði of- boðslega erfitt. Auðvitað var það kannski erfiðara en hjá mörgum en líf allra er erfitt á einhvern hátt. Síðan kynntust þau Möggu Pálu, sáu hvað hún er frábær og urðu glöð fyrir mína hönd að eiga hamingju- ríkt einkalíf.“ Óvænt þakklæti Í þríleiknum Gildran, Netið og Búrið eru aðalpersónurnar lesbíur en Lilja segir það ekki hafa verið sérstaklega planað. „Ég vildi bara skrifa skemmti- lega bók sem mér myndi finn- ast gaman að lesa. Fyrsta bókin varð svakalega vinsæl, ekki bara hjá gay fólki heldur öllum hópum fólks. Þegar bókmenntafræðingar úr háskólanum fóru að hafa samband við mig áttaði ég mig á því hversu fáar sögur fjalla um veruleika hinsegin fólks. Það kom mér í raun á óvart þegar fólk fór að færa mér þakkir, gay fólk sem var þakklátt fyrir að fá þarna sögupersónur sem það tengdi við og líka gagnkynhneigt fólk sem var þakklátt fyrir þessa innsýn í heim hinsegin fólks. Kynhneigð er hins vegar ekki aðalatriðið í bókunum. Þetta eru glæpasögur sem fjalla um kókaínsmygl og efnahagsbrot. Jónína Leósdóttir hefur líka skrifað á þennan hátt í ungl- ingabókunum sínum, þar sem einhverjar persónur eru hin- segin en það er ekki viðfangs- efni sögunnar. Heimurinn er alls konar og þar er alls konar fólk.“ Þá bendir Lilja á að hún hafi ekki áttað sig fyllilega á því fyrr en hún var búin að skrifa Helkalda sól að þar var engin lykilpersóna hinsegin. „Enda var það ekkert markmið í sjálfu sér. Í nýju bókinni leik- ur hún þó stærra hlutverk,“ segir hún. Eins og að borða fíl Nýju bækurnar eru svokallað- ir þrillerar líkt og þríleikurinn enda fann Lilja að þar var hún komin á sína réttu hillu. „Eftir að Gildran kom út hefur bara verið brjálað að gera hjá mér sem rithöfundi. Það er ekki sjálfgefið að geta verið rithöf- undur í fullu starfi á Íslandi en það kemur að stórum hluta til út af erlendum samningum.“ Þá hefur Lilja einnig fengið fjölda verðlauna og viður- kenninga. Árið 2018 hlaut Gildran til dæmis tilnefningu til Gullna rýtingsins, virtra verðlauna samtaka breskra glæpasagnahöfunda, og fyrir sögurnar Búrið og Svik hlaut Lilja íslensku glæpasagna- verðlaunin Blóðdropann og tilnefningu til norræna Gler- lykilsins tvö ár í röð. Og hún hvetur áhugasama skúffuhöfunda einfaldlega til að láta vaða. „Að skrifa fyrstu bókina er eins og að borða fíl. Þú tekur bara einn bita í einu. Fyrstu bókina mína skrifaði ég í hádegishléinu í vinnunni og það tók mig átta mánuði. Ég fékk mér samloku og skrifaði, en eftir þessa átta mánuði var komin bók. Þá varð ekki aftur snúið.“ n Lilja flutti oft milli heimshorna sem barn. MYND/ERNIR Kynhneigð er hins vegar ekki aðalatriðið í bókunum. Þetta eru glæpasögur sem fjalla um kókaínsmygl og efnahagsbrot.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.