Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Síða 20
ÉG VAR VIÐ DAUÐANS DYR EN FÉKK UPPRISU Næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir, betur þekkt sem Beta Reynis, segir sögu sína á einlægan og fallegan hátt í nýju bókinni Svo týnist hjartaslóð. Beta segir höfund bókarinnar, Valgeir Skagfjörð, ekki aðeins hafa skrifað sögu hennar heldur hafi hann einnig heilað hana og hjálpað henni að horfast í augu við fortíð sína. S vo týnist hjartaslóð segir frá baráttu Betu við að komast í gegnum veikindi og fóta sig aftur í líf- inu. Hún segir frá átakanlegri ástarþráhyggju og meðvirkni sem hún hefur glímt við. Í samtali okkar rifjar Beta upp kafla úr bókinni sem er henni einstaklega áhrifamikill. „Þetta lýsir þegar ég stend á þessum tímamótum, að fatta að ég er komin í algjört rugl,“ segir hún. KAFLI ÚR BÓKINNI „Þessar vangaveltur gera ekkert gagn. Þær gera ekkert annað en að sökkva mér lengra ofan í sálar- djúpið, blinda skynjun mína og bregða svefnhöfgi yfir innsæið. Þegar einar dyr lokast opnast aðr- ar. En ég kem ekki auga á neinar aðrar dyr. Ég mæni á þessar sem hafa lokast á mig og bíð eftir því að þær opnist aftur. Þá kemur sjálfs- bjargarviðleitnin til skjalanna. Hún er eins og sjálfvalin stýring sem ýtir mér í einhverja átt án íhlutunar míns eigin vilja eða ásetnings. Ég gríp í það haldreipi eins og svo margir gera. Ég leita á náðir lyfja til að deyfa sársaukann svo ég komist í gegnum daginn og annarra lyfja til að hjálpa mér yfir Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Kippt út úr tilverunni Þegar Beta var 33 ára og í blóma lífsins, með tvö ung börn, þar af annað aðeins þriggja mánaða, var henni kippt út úr tilverunni þegar hún skyndilega veiktist og greindist með sjaldgæfa tauga- sjúkdóminn Guillian-Barré. Í nokkra mánuði lá Beta lömuð inni á spítala og í endurhæf- ingu á Grensás. Um tíma var hún viss um að þetta væru endalokin, hún væri að deyja. Í bókinni fer Beta yfir þennan tíma, allt frá grein- ingu sjúkdómsins, í gegnum stærstu niðursveiflurnar og endurhæfinguna sem tók allan hennar lífsins vilja og kraft. „Líf mitt breyttist þegar ég veiktist. Ég þurfti að búa mér til líf í öðru umhverfi. Allt í einu var ég heilsulaus. Ég var við dauðans dyr en fékk upp- risu. En ég fékk aldrei tæki- færi til að syrgja það að hafa misst heilsuna,“ segir hún og bætir við að það hafi tekið gríðarlega á að fara frá því að vera fullfrísk kona með marga bolta á lofti í að vera ári seinna með rétt svo næga orku til að koma börnunum út í leikskóla og skóla og kannski út í búð. Það liðu nokkur ár þar sem Beta var föst í þessu undar- lega lífi sem henni fannst ekki vera sitt eigið. Hún þekkti ekki sjálfa sig, glímdi við heilsubrest og var orkulaus. Hún ákvað að taka málin í eigin hendur og lærði nær- ingarfræði. „Ég gefst ekki upp. Ég leita einhverra leiða til að finna líf mitt og heilsuna mína aftur. En það var ekki fyrr en í desember í fyrra sem ég fór í athöfn sem vakti mig til lífsins. Það hófst annar kafli eftir það,“ segir hún og vísar til skynörvandi lyfsins Ayah- uasca, sem er gjarnan notað í athöfnum til að vinna úr áföllum og tilfinningalegum sársauka. Þar byrjaði úrvinnslan Beta taldi sig vera á góðum stað í desember í fyrra en sú skoðun átti eftir að breytast. Það var röð tilviljana sem leiddu til þess að hún fór í Ayah uasca-athöfn og fann loksins sinn innri frið. „Ég ákvað að fara í athöfn- ina en hafði ekki hugmynd um hvað ég átti í vændum. Þar upplifði ég lömunina, veikindin, óttann við dauð- ann, höfnun. Það var eins og einhver hefði opnað vídd í hausnum mínum, þar sem ég var búin að troða poka niður í svarthol og loka. Þar byrjaði úrvinnslan sem varð til þess að ég fer í röð viðtala og úr því kom hugmyndin að ég ætti að skrifa bók,“ segir Beta. Síðan þá hefur hún farið í nokkrar athafnir með sjam- önum sem hún treystir full- komlega. Veikindin og hjónabandið Í bókinni opnar Beta sig um ástina, sambönd og höfnun. Í dag segist hún sjá að hún hafi verið haldin rómantískri ástar-þráhyggju og verið van- máttug af meðvirkni. Beta hefur sótt Al-Anon fundi um árabil og einnig fundi fyrir ástarfíkla. Veikindin höfðu mikil áhrif á hjónaband hennar og segir Beta frá því að hún hafi upp- lifað tvenns konar ótta, ótta um að missa eigið líf annars vegar og ótta um að missa eiginmann sinn hins vegar. „Finnst að við eigum að landamæri vökunnar og svefns- ins. Allt svo þekktar aðferðir. Ég kynntist þeim í veikindum mínum og þótt það hafi fennt í sporin kann ég enga betri aðferð til að bæta líðanina. Svo nú er ég ekki bara fráskilin kona á fimmtugsaldri. Ég er frá- skilin fjörutíu og átta ára gömul tveggja barna móðir á þung- lyndis- og svefnlyfjum í þráhyggju yfir manni sem hefur hafnað mér og sorg yfir manninum sem ég hef skilið við; og þar að auki í bullandi skömm gagnvart öllu og öllum fyrir að vera á þessum stað í lífinu.“ Heimaeyjargosið Beta var aðeins fjögurra ára gömul þegar hún var vakin um miðja nótt og þurfti að flýja heimili sitt vegna Heima eyjargossins, þann 23. janúar 1973. Þessi upplifun hafði mikil áhrif á Betu og verður hún smá klökk þegar við ræðum um hana. „Sumar tilfinningar hef ég lokað inni. Þegar við Valli fórum að ræða þetta og ég fór að upplifa þessa gosnótt, þá áttaði ég mig á að ég hef alltaf átt erfitt með að tala um hana,“ segir hún. Í bókinni fléttast inn minn- ingar Betu úr æsku, frá nótt- inni örlagaríku, hvað hafi tek- ið við, lífi hennar sem stúlku og seinna meir ungrar konu, ásamt sögum af forfeðrum hennar. 20 FÓKUS 11. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.