Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Blaðsíða 21
FÓKUS 21 Beta felldi mörg tár við gerð bókarinnar og gerir enn þegar rætt er um ákveðna kafla. MYNDIR/OLGA HELGADÓTTIR rækta sambandið og heila okkur en þá dynja á okkur lífsins óviðbúnu áföll og við náum ekki að vinna úr neinu þeirra áður en það næsta hrynur yfir,“ segir Beta í bók- inni um hjónaband sitt. Ætlaði að klára þetta Á einum tímapunkti var Beta komin nær því að gefast upp en nokkurn tíma áður. Hún var í ástarsorg og verkjaði svo í hjartað að hana langaði ekki að lifa lengur. Hún rifjar það augnablik upp í bókinni. „Ég tek í stýrið og stefni beint framan á flutningabílinn. Best að klára þetta. Hávær og lang- dreginn lúðraþytur berst frá flutningabílnum. Ég bíð eftir skellinum [...] Það er eins og einhver rífi í stýrið hjá mér rétt áður en bílarnir rekast á og bíllinn stefnir út í kant.“ Við ræðum aftur um teng- inguna við Guð og æðri mátt og segist Beta vera viss um að þarna hafi einhver gripið inn í og bjargað henni. Að- spurð hvernig það hafi verið að opna sig um svona ótrúlega persónulega og viðkvæma reynslu í bókinni viðurkennir hún að það hafi verið erfitt. „Ég hafði aðeins sagt frá þessu atviki á Al-Anon fund- um og það vissi eiginlega enginn af mínum nánustu af þessu. Ég hef horfst í augu við þetta og hef þurft að lýsa þessu augnabliki og tilfinn- ingunni þegar þér finnst ekki þess virði að lifa, ég hélt að mér myndi aldrei líða þann- ig. En ég veit núna að það eru margir sem hafa átt svona augnablik og ég bið fólk um að leita sér hjálpar, því þetta líður hjá,“ segir hún. Tilfinningaþrungin stund á Esjunni Frá því að Beta var lömuð og var að glíma við eftirköst veik- indanna átti hún sér draum um að ganga Esjuna. Það liðu sextán ár þar til hún lét þann draum rætast. Hún lýsir stund- inni þegar hún kom loksins á toppinn. „Þetta voru blendnar tilfinn- ingar. Ég hefði getað farið fyrr upp Esjuna en ég geymdi það, ég veit ekki af hverju. Þetta er eins og þú myndir alltaf geyma besta súkkulaðið því þú myndir ekki tíma að borða það. Ég horfði oft á Esjuna og hafði margoft rætt við vini mína um að fara með mér, því ég vissi að þetta yrði tilfinn- ingaþrungin stund,“ segir hún. Beta fór að lokum upp Esj- una með nágrannakonu sinni, sem hún segir að hafi verið hárréttur félagsskapur í þetta verkefni sem hafi verið frekar andlegt heldur en líkamlegt. „Þetta var töfrum líkast. Ég held þetta hafi verið stund fyr- ir mig að klára þetta, sleppa takinu á þessum veikindum og draumum að ég væri kom- in þarna og nú gæti ég haldið áfram. Þetta var dásamleg til- finning að standa þarna uppi á Steini og horfa yfir Reykja- vík.“ Kom út sem heil manneskja Þetta er fyrsta bók Valgeirs og var Beta á báðum áttum hvort hún væri tilbúin að opna sig á þennan hátt fyrir framan alþjóð. Í dag er hún fegin því bókin spilaði stórt hlutverk í að hjálpa henni að finna innri frið. „Valgeir tók mig í ótrú- lega þerapíu. Ég sagði við hann í lokin: Þó ég borgi allan þennan kostnað og það komi aldrei út nein bók þá kom heil manneskja úr þessu sam- starfi,“ segir Beta. „Með því að vera sönn, ef ég get hjálpað einhverjum, þá verð ég sátt. En ég veit það stundum ekki hvað varð til þess að ég opinberaði mig svona. Ég segi það bara í hreinskilni, þá held ég að það hafi verið einhver sem ýtti okkur áfram,“ segir Beta og bætir við að stundum velti hún fyrir sér hvort það sé heimska eða æðri máttur sem ráði för. Bað til æðri máttar Í gegnum árin hefur lífið fært Betu krefjandi verkefni, sem sum hafa verið henni um megn, og á þeim tímum hefur hún leitað til æðri máttar. Hún rifjar upp 2017, sem reyndist henni erfitt ár. „Eitt við mig, ég gefst ekki upp en ég var alveg að bugast. Ég bað til Guðs og æðri mátt- ar um hjálp og mér fannst ég alltaf vera leidd áfram,“ segir hún og nefnir að í gegnum ótrúlegar tilviljanir hafi vegir hennar og annarra legið sam- an og í gegnum það hafi hún fengin einstök tækifæri. Hún nefnir vinskap sinn og lista- kokksins Alberts Eiríkssonar. „Það er eins og ég hafi staðið á leiksviði og lífið hafi sent mér réttar manneskjur á réttu augnablikunum til að hjálpa mér,“ segir hún. Hefði vilja horfast í augu við óttann Þegar Beta horfir til for- tíðarinnar hugsar hún að hún hafi gert margt rétt í veikind- unum. Hún dvaldi oftast ekki í að hún væri svona veik. Á meðan hún brosti lömuð í sjúkrahúsrúminu grétu vinir hennar frammi á gangi. „Ég vildi að ég hefði fengið þá hjálp við að horfast í augu við óttann minn, því ég var auðvitað óttaslegin. Í staðinn bældi ég hann niður og hark- aði af mér. En ég er líka þakk- lát fyrir að ég hafi ekki alveg áttað mig á alvarleikanum,“ segir hún. Beta segir að hún hafi velt því fyrir sér hvort hún hefði náð sér fyrr ef hún hefði fengið að tala um tilfinn- ingar sínar, ótta og vanmátt sinn gagnvart því að hugsa um börnin sín eftir veikindin. „Ég var ekki hæf til að vera eiginkona eða móðir, ég var ekki hæf til að fara aftur út í lífið. En einhvern veginn var kerfið okkar þannig að það var litið svo á að ég hefði náð mér af sjúkdómnum og var send heim, fékk einhvern hjólastól og svo bara bless. Þetta var svo erfitt því ég sagði aldr- ei neitt, ég sagði ekki að ég væri að bugast. Árin liðu og ég komst í gegnum þetta. Sem betur fer.“ n Það er eins og einhver rífi í stýrið hjá mér rétt áður en bíl- arnir rekast á og bíllinn stefnir út í kant. DV 11. DESEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.