Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Page 24
24 FÓKUS
Börn fæðast ekki
með fordóma
Hjónin María Rut og Ingileif eru höfundarnir á bak við bókina Vertu
þú! Þær eru þakklátar fyrir góðar viðtökur og vona að bókin geti
hjálpað foreldrum að ræða við börnin sín um fjölbreytileikann.
Guðrún Ósk
Guðjónsdóttir
gudrunosk@dv.is
M aría Rut Kristins-dóttir og Ingileif Friðriksdóttir eru
mörgum Íslendingum kunnar.
Fjölmiðlakonan Ingileif hefur
verið á sjónvarpsskjáum
landsmanna um árabil og er
nýgengin til liðs við skapandi
stofuna Ketchup Creative.
María Rut er aðstoðarmaður
Þorgerðar Katrínar Gunn-
arsdóttir, þingmanns Við-
reisnar. Þær hafa verið ötulir
talsmenn fyrir baráttu hin-
segin fólks og halda einnig
úti hlaðvarpsþættinum Raun-
veruleikinn. Nýlega gáfu þær
út bókina Vertu þú! þar sem
þær segja litríkar sögur af
fjölbreytileikanum og hvetur
til fordómaleysis og víðsýni.
Þekkja það af reynslunni
Í bókinni er fjallað um hin-
segin fólk, trans börn, börn af
erlendum uppruna, fatlað fólk,
fjölbreytt fjölskylduform og
fleira. Bókin var skrifuð með
þessi börn í huga, sem bregða
út af norminu á einhvern hátt,
en hún var líka skrifuð fyrir
foreldra sem vilja ræða við
börnin sín um fjölbreytileik-
ann en vita ekki hvernig best
er að bera sig að. Þær þekkja
það af eigin reynslu sem mæð-
ur tveggja drengja.
„Þegar sá eldri var að byrja
í grunnskóla voru svo margir
foreldrar barna í kringum
hann, sem langaði að tala
við börnin sín en vissu ekki
hvernig þeir ættu að fara að.
Við ákváðum að þessi bók
gæti þá verið ágætis byrjun á
samtali og ákváðum að vera
bara með bók sem segir hlut-
ina nákvæmlega eins og þeir
eru. Því yfirleitt þarf bara að
segja börnunum hlutina og
þau skilja þá, þau fæðast ekki
með neina fordóma,“ segir
Ingileif og María Rut bætir
við:
„Ef við höldum áfram að
tipla á tánum í kringum raun-
veruleikann og í kringum
samfélagið eins og það er
saman sett, því við erum
fjölbreytt, við erum ólík, við
erum alls konar. Ef við erum
alltaf hikandi gagnvart því
að það sé staðreynd, þá búum
við til þessar jaðarsettu hug-
myndir um að fólk sé öðru-
vísi en eitthvert norm. Okkur
langaði að skrifa bókina frek-
ar hispurslaust til að fá líka
fullorðna fólkið til að skoða
eigin fordóma og kannski eig-
in ótta við að taka þessi sam-
töl. Því þau eru kannski alin
upp við meiri jaðarsetningu
en kynslóðin sem á eftir þeim
kemur.“
Sagan um Ronju
Í bókinni er saga um trans
stelpuna Ronju. María Rut
og Ingileif segja að þær hafa
velt því lengi fyrir sér hvern-
ig væri best að segja söguna
hennar Ronju, þar til þær
áttuðu sig á því að þær ættu
bara að segja hana alveg eins
og hún er.
„Við vorum búnar að skynja
María Rut og Ingileif segja hispurslaust frá fjölbreytileikanum. MYND/HANNA
11. DESEMBER 2020 DV
að foreldrum þætti þetta erf-
itt viðfangsefni til að tala um
við börnin sín. Annaðhvort
taldi fólk þetta vera of flókið
eða börn væru of ung til að
vita um trans fólk. En börn
eru ekkert of ung til að vita
af fjölbreytileikanum og því
fyrr sem þau vita að við erum
öll ólík því betra,“ segir Ingi-
leif og bætir við að það sé best
að segja hlutina alveg eins og
þeir eru svo börn skilji.
María Rut segir að það sé
þó alveg mannlegt að þykja
þessi umræðuefni erfið að
einhverju leyti. „Við erum alin
upp með að þetta sé kannski
frekar óþægilegt umræðuefni,
því það á það til að vera svo
mikill feluleikur og skömm í
kringum þetta,“ segir hún og
bætir við að þeirra draumur
sé að með aukinni og opinni
umræðu þá þurfi það ekki að
vera svona mikill hjalli fyrir
fólk að fá að vera það sjálft.
Aðspurðar hvenær þær telja
vera rétta tímann til að byrja
að ræða fjölbreytileikann við
börn segja þær að það fari eft-
ir þroska barnsins. „Foreldrar
skynja þroska barna sinna. Ég
held að þau skilji þetta mikið
fyrr en við gerum okkur grein
fyrir. En auðvitað setur maður
hlutina í ólíkan búning eftir
þroska,“ segir María Rut.
Ekki of mikið
María Rut og Ingileif kippa
sér lítið upp við gagnrýnis-
raddir sem telja bókina og
skilaboð hennar vera „of
mikið“.
„Ef einhverjum finnst það
að tala um raunveruleikann
vera „of mikið“ þá veit ég ekki
alveg hvar við erum stödd.
Það að neita að tala um ein-
hverja hluti við börn, að ætla
bara að sneiða fram hjá því að
fjölskylduform séu mismun-
andi til dæmis, það er eins
og ætla að sneiða fram hjá
því að sumir eru rauðhærðir
eða eitthvað álíka. Hinsegin
fjölskyldur eru hluti af mann-
flórunni, alveg eins og trans
fólk. Það að tala ekki um það
er svo mikil fáfræði. Með því
að tala um þetta getum við
eytt tabúinu og fordómum,“
segir Ingileif.
„Þetta snýst um lífsham-
ingju. Þetta snýst um að fá
að vera maður sjálfur í eigin
skinni og hafa áhuga á því sem
maður hefur áhuga á, og það
meiðir ekki annað fólk. Það
tekur ekkert pláss af öðrum.
Þessi bók er vonandi efniviður
fyrir foreldra sem hafa áhuga
á að tala um fjölbreytileika
við börnin sín en vita ekki
hvar þeir eiga að byrja,“ segir
María Rut.
Viðtökurnar frábærar
Það er greinilegt að það
hefur verið mikil eftirspurn
á íslenskum markaði fyrir
svona bók. Vertu þú! komst á
metsölulista Eymundsson og
var uppseld um tíma, en sem
betur fer er ný sending komin
til landsins.
Þrátt fyrir þessar ótrú-
legu viðtökur munaði litlu að
bókin hefði aldrei komið út.
Fyrst þegar Ingileif og Mar-
ía Rut fengu hugmyndina og
vildu framkvæma hana, þá
fengu þær þau svör að það
væri þegar ein „svona“ bók á
markaðinum og markaðurinn
væri því „mettaður“.
Þær viðurkenna að þeim
hafi þótt þessi viðbrögð und-
arleg, þar sem það eru mörg
þúsund barnabækur um hið
hefðbundna fjölskylduform,
en aðeins ein um hinsegin fjöl-
skyldur.
„Um leið og við áttum fund
með Sölku bókaforlagi þá
small þetta allt og hefur geng-
ið ótrúlega vel,“ segir María
Rut.
María Rut og Ingileif segja
að það hafi kveikt á neista að
skrifa bókina og að viðtökurn-
ar hafa gefið þeim hvatningu
til að halda áfram. Þær segja
það því ansi góðan möguleika
á að landsmenn megi eiga von
á meira efni frá þeim í fram-
tíðinni, það er allavega ekki
útilokað. n
Við erum
alin upp
með að þetta
sé kannski
frekar
óþægilegt
umræðuefni.