Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Blaðsíða 26
Gríðarlega grísasjúk
og heklar eftir því
Ragnheiður M. Kristjónsdóttir er með eindæmum handlagin. Hvort
sem bora þarf fyrir hillu eða hekla smágrís fer Ragga létt með það.
É g var og er grísasjúk en ástæðan er ekki alveg kristaltær. Eflaust er
það blanda nokkurra atriða.
Ég fíla bleikan lit, grísir eru
með hrikalega sæta, litla inn-
stungunebba og flest allt sem
tekur á sig grísalíki verður
svo endalaust krúttlegt,“ segir
Ragga, eins og hún er kölluð.
Sýkin byrjaði svo sem nógu
sakleysislega. „Ég sótti í allt
góss sem minnti á grísi og
fjárfesti í einum og einum
tusku grís, eftir að hafa nælt
mér í aura með því að stúta
sparigrísnum. Sá stærsti
var gríðarlega stór og mig
dreymdi fyrir nafninu: Daníel
Markó, sem var virðingar-
vottur við heimsbókmennt-
irnar, þær sem fjölluðu um
Ísfólkið. Næst fór ég að leira
örlitla grísi úr Fimo-leir og
láta mig dreyma um að eign-
ast alvöru angórudverggrísi.
Jú, þeir eru víst til,“ segir
Ragga, sem losnaði ekki
undan blætinu þó að aldurinn
færðist yfir. Dálætið óx.
Instagram-grísir
„Eftir að hafa fylgt fjölda
sprenghlægilegra grísa á
Insta gram og laðað að mér
alls kyns gjafir í grísalíki fór
ég að prófa mig áfram með að
hekla þá. Síðustu jól fengu vel
valdir vinir og vandamenn að
njóta ávaxta þeirrar tilrauna-
starfsemi þegar þeim bárust
lukkugrísir í kassa með skila-
boðum ætluðum hverjum og
einum. Þær sendingar vöktu
lukku og því varð úr að halda
aðeins áfram á sömu braut.
Ég var ánægð með gömlu
grísina en ekki nógu ánægð,
svo ég ákvað að mölva aðeins
upp hugmyndina. Nýtt garn,
nýir litir og aukalykkjur hér
og þar leiddu af sér nýja og
litskrúðuga kynslóð hrein-
ræktaðra lukkugrísa, sem
eru sætari og lukkulegri en
rækjur í majónesi.
Gústi félagi minn hefur óbil-
andi trú á því sem ég geri og
verandi grafískur hönnuður
og þúsundþjalasmiður hnoðaði
hann í eitt stykki sölusíðu fyrir
mig þar sem stefnan er að selja
grísina bæði hér heima og er-
lendis,“ segir Ragga en sala
grísanna fer vel af stað. „Eðli
málsins samkvæmt eru engir
tveir grísir eins, enda hand-
gerðir af alúð, og litir og garn
fara eftir innblæstri dagsins.
Grísirnir eru því allt frá því að
vera á stærð við fimm krónu
pening og upp í sæmilega
bústna golfkúlu, en allir eiga
þeir það sameiginlegt að færa
eiganda sínum lukku.“
Heklköst
Aðspurð hvort það sé ekki
snúið að hekla svo litla grísi
segir Ragga það vera kúnst
sem komi í köstum. „Það
er talsverð kúnst að hekla
mjög litla grísi, þessir allra
minnstu eru ekki mikið stærri
en króna og það þarf þolin-
mæði, vandvirkni og góð gler-
augu í það verkefni. Sjálf hef
Þorbjörg
Marinósdóttir
tobba@dv.is
Ragnheiður
á bleika
deginum með
grísinn Flosa
John um
hálsinn.
MYNDIR/AÐSEND
Einstaklega krúttlegt. Grísirnir fást á piggyinabox.is. MYNDIR/AÐSENDAR
ég alltaf verið sjúk í allt smátt
og í gamla daga var leikfanga-
verslunin Tokyo í algjöru
uppáhaldi en þar voru alls
kyns smáhlutir frá japanska
leikfangaframleiðandanum
Sanrio á borð við Hello Kitty,
My melody og Little Twin
Stars. Þeir grísir sem eru
til sölu eru ekki alveg svona
smáir því það hafa ekki allir
sama smekk fyrir ör grísum
og ég sjálf.“
Ragga heklar í skorpum og
þemun eru misjöfn. „Mamma
kenndi mér að hekla og ég hef
tekið nokkur stór heklköst:
húfur handa öllum og ömmu
þeirra, sjöl, barnateppi og í ár
eru það grísir og risastórt CO-
VID-teppi handa sjálfri mér.
Svo hef ég verið að viða að
mér nýjum aðferðum á You-
tube og það er algjör veisla
því möguleikarnir eru enda-
lausir.“
Fyrir jólin smellti heklar-
inn knái í grísi á jólatréð.
„Jólagrísir eru bullandi jóla-
legir. Lukkugrísirnir mínir á
piggyinabox.is eru með hanka
og miða með fallegum skila-
boðum. Hankann má klippa
af ef maður vill setja grísinn
í smáhlutahillu, koma honum
fyrir á altari í stássstofunni,
eða hvað annað sem fólki dett-
ur til hugar, eða hengja hann
á hankanum á jólatréð. Hvað
er jólalegra en krúttlegur fjöl-
notagrís?“ n
26 FÓKUS 11. DESEMBER 2020 DV