Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Qupperneq 30
S ælar. Ég er nýbúin að eignast kærasta. Það lítur allt vel út en ég er
brennd eftir fyrri sambönd
og langar til þess að vita
hvernig ég get verið viss um
að þetta sé „sá rétti“? Áttu
einhvern tékklista til þess að
styðjast við?
Mikilvægu stoðirnar
Sæl. Takk fyrir mikilvæga
spurningu sem miklu fleiri
mættu spyrja sig. Ég segi
stundum í gríni að helsti
vandi í parsamböndum fólks
sé að hafa yfirhöfuð byrjað
saman. Með því á ég við að
fólk leggur rosalega mikla
vinnu í að velja sér til dæmis
hund. Þá velur fólk tegundina
gaumgæfilega, skoðar got,
stærð, karakter og fær sér-
fræðiálit. Í kjölfarið leitar
fólk á hvolpanámskeið og allt
er þetta hið besta mál. Aftur
á móti gætum við stundum
tekið hundaleitina til fyrir-
myndar því þegar fólk velur
sér maka þá fær ástríðan oft
að ráða för og rannsóknar-
vinnan lýtur í lægra haldi.
Þú biður um tékklista en
það besta sem ég get gefið
þér eru upplýsingar um að
það eru fjórar mikilvægar
stoðir í góðu parsambandi.
Þessar stoðir eru vinátta, lífs-
skoðanir, ástríða og þekking.
Í vináttu felst svo margt
til dæmis virðing, traust, að
njóta félagsskapar hvort ann-
ars og stuðningur. Ef þú spyrð
hamingjusöm pör hvers vegna
þau eru svona hamingjusöm
þá er tíðasta svarið „við erum
svo góðir vinir“. Í minni vinnu
með pörum hef ég rekið mig á
að stundum vantar upp á vin-
áttuna, en þá þarf að greina
betur hvað í vináttunni mætti
vera betra og styrkja það eins
og kostur er.
Sameiginleg gildi
Lífsskoðanir endurspegla
gildi okkur í lífinu og þeim
er gríðarlega erfitt að breyta
hjá fólki. Þessar skoðanir
mótast á löngum tíma, þær
eru djúpstæðar og litaðar af
mörgum þáttum. Dæmi um
lífsskoðanir eru trúarbrögð,
pólitísk viðhorf og hugsjónir.
Þegar par hefur mjög ólíkar
lífsskoðanir, það er annað er
hægrisinnað og hitt vinstri-
sinnað, annað er vegan og
hitt kjöt æta og eitt er trú-
leysingi og hitt kaþólikki, þá
getur slíkt framkallað óró-
leika í parsambandinu um
hin minnstu smáatriði. Ég er
þó ekki að að fullyrða að slík
sambönd séu ekki lífvænleg,
síður en svo, þar þarf þó að
vera til staðar mikil virðing
fyrir ólíkum sjónarmiðum.
Þekking er nokkuð sem
pör sem hafa verið saman
lengi telja sig yfirleitt búa
yfir. Við erum þó aldrei búin
að viða að okkur þekkingu
um makann og það má alltaf
gera betur. Fólk tekur stöð-
ugum breytingum og því er
það mikilvægt að vera sífellt
að viða að sér nýrri þekkingu
um maka sinn, vera forvitin,
fylgjast með og spyrja. Uppá-
haldsmaturinn hennar fyrir
þrjátíu árum er ólíklega sá
sami í dag og stefnan sem
hann tók í fyrra í tengslum
við atvinnumál gæti hafa
breyst á undanförnum mán-
uðum.
Fiðrildi í maganum
Ég tala stundum um kemistrí
þegar ég fiska eftir því hvort
pör finni fyrir ástríðu sín á
milli. Mér finnst fólk tengja
vel við þá breytu án þess að
ætla að ég sé að spyrja beint
út í kynhegðun. Það er svo
margt sem felst í ástríðunni
til dæmis að vera skotin í
hvort öðru, fá fiðrildi í mag-
ann, nánd, faðmlög eða koss-
ar. Sum pör finna fyrir mik-
illi ástríðu án þess að snerta
hvort annað mikið, önnur pör
uppfylla allar hinar breyt-
urnar það er lífsskoðanir,
þekkingu og vináttu en á milli
þeirra ríkir ekkert kemistrí.
Ef vilji er fyrir hendi frá
báðum aðilum eru forsendur
til þess að vinna með bresti
í tengslum við allar þessar
mikilvægu stoðir í parsam-
bandi. Það sem ég tel þó að
fólk flaski oftar á en öðru
í upphafi parsambanda er
að það leyfir ástríðunni að
blekkja. Ef fólk hefur fundið
fyrir fiðrildum í maganum
og getur ekki sleppt sjónum
hvort af öðru þá telur það sig
vera ástfangið. Ástfangið af
manneskju sem það þekkir
ekki sérlega vel, hefur ekki
fengið tíma til þess að byggja
upp vináttu við og hefur ekki
gefist tækifæri á að kynna
sér lífsskoðanir hvort annars.
Tveggja ára reynslutími
Að þessu sögðu, er það mín
von að þú og aðrir sem eru að
stíga sín fyrstu skref í par-
samböndum njóti ástríðunnar
að vild en séuð meðvituð um
að það er mikilvægt að halda
öllu opnu, rannsaka aðrar
mikilvægar hliðar, horfast í
augu við rauð flögg og eiga
opinskátt samtal um þessa
þætti sem hér hafa verið
ræddir. Ég heyrði eitt sinn
að það tæki um það bil tvö ár
að verða ástfangin af mann-
eskju, ég sel það ekki dýrara
en ég keypti það, en það gæti
verið ágætis bjargráð að taka
slíkan tíma til reynslu.
Umfram allt, fylgstu vel
með sjálfri þér, öryggi þínu
og sjálfsmynd. Það er innsæi
sem getur gefið þér góðan
leiðarvísi um hvort þú sért
á réttri leið. Svo bara njóta
þess að vera skotin og sjá
hvert það leiðir ykkur. Góða
skemmtun. n
Við hvetjum lesendur til að senda
spurningar og vangaveltur sínar til
Kristínar í tölvupósti á:
hjonabandssaela@gmail.com.
Spurningunum verður svo svarað
hér í Fjölskylduhorninu, að sjálf-
sögðu nafnlaust og í fullum trúnaði.
Fjölskylduhornið
Kristín Tómasdóttir hjónabandsráðgjafi
svarar spurningum lesenda um málefni
er varða fjölskylduna, börnin og ástina
í Fjölskylduhorni DV. Að þessu sinni
svarar Kristín spurningu lesanda sem
var að byrja í nýju sambandi.
ER HANN SÁ RÉTTI?
Sérfræðingur svarar
MYND/GETTY
30 FÓKUS 11. DESEMBER 2020 DV