Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Qupperneq 32
Matseðill Karítasar Hörpu Morgunmatur Uppáhaldið mitt er „spari“ grautur okkar eldri sonar míns. Hafra- grautur með stöppuðum banana út í, matskeið af hnetusmjöri, kanil og mjólk. Öllu hrært vel saman. Hrika- lega góð leið til að byrja daginn. Hádegismatur Oft eru það afgangar síðan kvöldið áður, eitthvað aðkeypt eða ef ég vippa einhverju upp er það yfir- leitt einfalt. Eitthvað eins og egg/ ommeletta, grænmeti og kannski ristað brauð. Kvöldmatur Fiskur er vinsæll heima, við reyn- um að hafa hann að minnsta kosti tvisvar í viku, við erum líka rosa dugleg að gera hakk og spaghetti sem virðist alltaf ganga vel ofan í alla heimilismeðlimi. Hvít terta (Vínarterta) Svona þar sem við erum dottin í jóla- undirbúninginn og baksturinn langar mig svo að deila með ykkur lagköku- uppskrift sem við Aron hentum í ein- mitt um daginn, saman, þegar strák- arnir voru sofnaðir, ekki heppnaðist hún bara svona ljómandi vel (betur en við þorðum að vona) heldur varð úr þessu heilmikil bakstursgæða- stund hjá okkur parinu. 1 kg hveiti 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. hjartarsalt 500 g smjör 500 g sykur 5-6 egg Smá vanilla ef vill Sulta Hitið ofninn í 200°C. Hnoðið deig og skiptið í fjóra jafna bita, best að vigta og kæla. Breiðið síðan deigið út á plötur með bökunarpappír á. Bakið við 200°C í ca. 15 mín. Passið að botnarnir verði ekki of dökkir. Gott er að leyfa þessu aðeins að kólna eftir ofninn og leggja síðan botnana saman með sultu á milli laga (klassík að hafa rabbarbarasultuna). Pakkið tertunni í plast og bíðið í sólarhring til að hún mýkist áður en hún er skorin í bita, pakkað og fryst. Verði ykkur að góðu. 32 MATUR 30. DESEMBER 2020 DV Hvít terta sem kallar á bakstursgæðastund Söngkonan Karítas Harpa Davíðsdóttir á von á sínu þriðja barni, er að gefa út nýja plötu í janúar og telur niður til jóla með jóla­ lagadagatali á Face book. Hvað ætli hún borði á venjulegum degi? Karítas Harpa hefur verið myndarleg í eldhúsinu í desember. MYNDIR/ ANTON BRINKS öngkonan Karítas Harpa Davíðsdóttir er tveggja barna móðir og á von á sínu þriðja barni. Ekki nóg með það þá er hún að vinna í nýrri tónlist og telur niður til jólanna með svokölluðu jóla­ lagadagatali á Facebook. Frá 1. desember hefur hún sungið eitt lag sem hún deilir með aðdáendum sínum á Face­ book og mun gera það til 24. desember. Venjulegur dagur Karítas Harpa lýsir venju­ legum degi í lífi sínu. Hún byrjar á því að koma drengj­ unum sínum í skóla og leik­ skóla. Hún er komin 34 vikur á leið með þriðja barn sitt og ef nætursvefninn hefur verið lítill, þá reynir hún að leggja sig örlítið fyrir hádegi. „Uppáhaldsdagarnir mínir eru stúdíó­dagar, ég er að vinna að því að leggja loka­ hönd á plötu sem kemur út í janúar svo ég reyni að nýta daginn í skipulag á því eða vinnu í tölvu,“ segir Karítas. „Strákarnir litlu koma heim milli 15.00 og 16.00, þá er ýmist körfuboltaæfing með þeim eldri eða við höf­ um ofan af fyrir okkur með perli, bakstri, málningu og svo framvegis þar til kemur að undirbúningi fyrir kvöld­ matinn. Við Aron höfum bæði mjög gaman af því að elda og skiptumst gjarnan á að elda á kvöldin.“ Fjölbreytt og ferskt Karítas fylgir engu ákveðnu mataræði. „Það hefur komið mér í koll áður, þegar ég var yngri. Verandi svolítið svona allt eða ekkert týpa þá hent­ aði það mér illa að ætla að taka mataræði sérstaklega fyrir og fór hreinlega út í öfgar þar sem ég missti tökin á því. Í dag reyni ég að hafa mataræðið fjölbreytt, ferskt og neita mér ekki um neitt en reyni að halda skammta­ stærðum þá innan eðlilegra marka,“ segir hún. Aðspurð hvort hún verji miklum tíma í eldhúsinu segir Karítas hann hafa aukist með árunum. „Ég er alltaf meira og meira í eldhúsinu, mér finnst rosa­ lega gaman að elda og baka. Það vita það alls ekki allir um mig en ég var nemandi við Hússtjórnarskóla Reykja­ víkur vorið 2013, sem ég hreinlega elskaði. Mér finnst held ég skemmtilegra að elda og baka í dag þar sem ég er að gera það loks fyrir fleiri en bara sjálfa mig eða álíka, það er alveg fátt eins leiðin­ legt og að eyða löngum tíma í að nostra við mat eða bakstur og enginn vill einu sinni smakka,“ segir hún. „Svo hef ég verið alveg sér­ staklega myndarleg núna í desember og prófað nýjar uppskriftir eins og að baka lagköku og mömmukökur með vinkonu minni sem dæmi.“ Uppáhaldsmáltíð? „Einhver ferskur og góður fiskur í ofni með nóg af ofn­ bökuðu grænmeti, vel krydd­ að með léttri jógúrtsósu. Ég er alveg sérstaklega hrifin af fiski og fiskréttum.“ n Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is MYND/ANTON BRINK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.