Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Side 33
Þreföld marengsterta með ís á milli Þessi kaka er tilvalin til þess að hafa í eftirrétt yfir hátíðirnar. Það sem er þægilegt við hana er það að hægt er að útbúa hana með fyrir- vara og geyma í frysti. Ég mæli hins vegar með því að þeyta rjómann og setja ávextina ofan á kökuna sam- dægurs. 6 eggjahvítur 320 g sykur 2 tsk. vanilludropar 200 ml rjómi 2 lítrar ís (ég notaði ís ársins með Sambó-lakkrís) Fersk ber og ávextir að eigin vali (ég notaði mandarínur, brómber, hindber og jarðarber) Smá suðusúkkulaði og flórsykur til að skreyta með. Byrjið á því að stilla ofninn á 160 gráður, undir- og yfirhita. Þeytið saman eggjahvíturnar og sykurinn þar til að hægt er að hvolfa skálinni án þess að blandan leki til, bætið þá vanilludropunum saman við og hrærið saman. Myndið þrjá hringi á þrjár bökunar- pappírsarkir og setjið inn í ofn og bakið í 35 mínútur. Takið botnana úr ofninum og leyfið þeim að kólna vel áður en ís og rjómi er settur á botnana. Þegar botnarnir hafa fengið að kólna er rjóminn þeyttur og settur til hliðar. Byrjið að leggja ískúlur á neðsta botninn, setjið ávexti að vild og leggið svo annan botninn ofan á, endurtakið og leggið ís og ávexti á þennan botn líka, ef að þið ætlið að nota mandarínur, mæli ég með að setja þær eingöngu á toppinn á kökunni. Leggið rjómablönduna svo ofan á toppinn á kökunni, setjið fleiri ávexti og saxið suðusúkkulaði og flórsykur aðeins yfir til að skreyta. Una í eldhúsinu Skúffukaka með kaffikremi 4 dl hveiti 2 dl sykur 2 ½ tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 5 msk. kakó 4 egg 1 dl brætt smjör 1 dl ab-mjólk ( eða súrmjólk) 1 dl mjólk 2 tsk. vanilludropar Byrjið á því að stilla ofninn á 180 gráður. Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið saman. Bræðið smjörið og leyfið því aðeins að kólna. Bætið næst smjörinu, mjólkinni, ab-mjólkinni, vanilludropunum og eggjunum saman við og hrærið vel þar til allt hefur blandast vel saman. Smyrjið bökunarform og setjið deigið í, ég nota gjarnan ofnskúffu. Bakist við 180 gráður í um 30-40 mínútur. Leyfið kökunni að kólna vel áður en kremið er sett ofan á hana. Kaffikrem 250 g mjúkt smjör eða smjörlíki 250 g flórsykur ½ dl kalt kaffi 1 msk. vanilludropar Blandið saman 250 g smjörlíki (mjúkt) og flórsykri og hrærið vel saman. Bætið næst 1 msk. af vanilludrop- um saman við ásamt ½ dl af köldu kaffi hrærið öllu vel saman. Mér finnst skemmtilegt að skera kökuna í bita og setja kremið á með kremsprautu. Una Guðmundsdóttir, mat- gæðingur DV, er ekki hætt að baka og segir heimabaksturinn fína sárabót fyrir jólaboð. Allra nánustu geti vel gætt sér á heimabakstri með jólalegu ívafi og horft saman á huggulega jólamynd. MYNDIR/AÐSENDAR MATUR 33DV 4. DESEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.