Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Qupperneq 36
Tíu atriði sem þú vissir ekki um skærustu stjörnu heims Anya Taylor-Joy er ein eftirsótt- asta leikkona heims um þessar mundir eftir að hafa leikið í Netflix-þáttunum The Queen’s Gambit. Þættirnir slógu áhorfs- met og virðast allir vera æstir í að vita meira um þessa frábæru leikkonu. 1. TALAÐI SPÆNSKU SEM BARN Anya talar spænsku reiprennandi og lærði ekki ensku fyrr en hún var átta ára gömul. Anya fæddist í Flórída en flutti til Búenos Aíres þegar hún var smábarn með for- eldrum sínum, móðir hennar er af spænskum ættum. Anya talaði spænsku þar til hún var átta ára og fjölskyldan flutti til London, þessi breyting reyndist henni erfið. 2. NEITAÐI AÐ TALA ENSKU Anya neitaði að tala ensku eftir að hún flutti til London. Að læra nýtt tungumál getur verið erfitt, en ástæðan fyrir því að hún harð- neitaði að tala tungumálið var ekki vegna erfiðleika, heldur því hana langaði að flytja aftur til Argentínu. Hún trúði því að ef hún myndi ekki læra að tala ensku, þá myndi fjöl- skyldan enda með að flytja aftur heim. Brögð hennar virkuðu ekki og endaði hún með að fara í skóla í Bretlandi. 3. HARRY POTTER HJÁLPAÐI Þegar Anya sætti sig loksins við að hún þyrfti að læra ensku fékk hún aðstoð frá galdradrengnum Harry Potter og bókunum um hann. Harry Melling, sem lék Dudley í Harry Potter-myndunum, var mótleikari Anyu í The Queen‘s Gambit og viðurkennir hún að hafa verið með stjörnur í augunum þegar hún hitti hann fyrst. 4. FAÐIR HENNAR VAR VÉLBÁTA- KAPPSIGLINGAMAÐUR Þetta hljómar eins og eitthvað úr hasarmynd, vélbátakappsiglinga- maður. En faðir hennar var ekki alltaf í svona spennandi starfi, hann var bankamaður fyrir það. Örugglega ekki leiðinlegt að svara spurningunni: „Hvað gerir pabbi þinn?“ 5. BLANDAÐUR HREIMUR Í The Queen‘s Gambit er Anya með bandarískan hreim, en leikkonan sjálf er með hreim sem er ansi erf- itt að staðsetja. Eins og kemur fram hér að ofan bjó Anya í Argentínu til átta ára aldurs, hún flutti síðan til London og dvaldi þar til fjórtán ára aldurs. Þá flutti hún til New York og þar með er hreimur hennar einhvers konar blanda af hreimum frá ólíkum heimshornum. 6. UPPGÖTVUÐ SEM FYRIRSÆTA Þegar Anya var unglingur var hún uppgötvuð sem fyrirsæta. Hún var á gangi fyrir utan verslun þegar hún var sextán ára gömul. Útsendari í leit að fyrirsætum bauð henni á fund, sami útsendari og uppgötvaði ofurfyrirsætuna Kate Moss. 7. FORÐAÐIST SPEGLA Anya þykir áberandi í útliti og er talin einstaklega falleg. En hún er ekki sammála. Um tíma forðaðist hún spegla og segir að hún hafi aldrei og heldur að hún muni aldrei, sjá sig sjálfa sem fallega. MYND/INSTAGRA M 8. HÚN ER LJÓSHÆRÐ Það kemur kannski mörgum á óvart, en Anya er náttúrulega ljóshærð. Rauðu lokkarnir fara henni svo vel í The Queen‘s Gam- bit og hún sportar svörtu síðu hári í kvikmyndunum Split, Glass og Radioactive. 9. ÁSTRÍÐA FYRIR LEIKLIST Anya vissi alltaf að hana langaði til að verða leikkona. Hún hætti í skóla þegar hún var sextán ára til að elta drauma sína en það tók tíma fyrir hana að fá hlutverk. Á þeim tíma starfaði hún sem fyrirsæta og í einni myndatökunni hitti hún Alan Leech úr Downton Abbey. Þau náðu vel saman og hann reddaði henni fyrstu stóru áheyrnarprufunni. 10. HÚN HATAÐI SKÓLA Þó að ástríða hennar fyrir leik- list hafi verið aðalástæðan fyrir því að hún hafi hætt í skóla, þá spilaði það vissulega inn í hversu mikið hún hataði skólann. Hún átti ekki marga vini, var lögð í einelti og leið almennt mjög illa í skóla. M Y N D /G E T T Y MYNDIR/NETFLIX MYND/IMDB 36 FÓKUS 11. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.