Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Qupperneq 38
38 SPORT 433
BÆKUR FYRIR
BOLTAFÓLK
Hátíð ljóss og friðar kallar oftar en ekki á
góða bók, en knattspyrnuáhugafólk getur
svo sannarlega lesið sér til gagns og
gamans yfir jólin. Ár hvert kemur út bókin
Íslensk knattspyrna sem Víðir Sigurðsson,
blaðamaður á Morgunblaðinu, heldur utan
um. Fleiri bækur tengdar þessari stærstu
íþróttagrein í heimi komu út fyrir jól og
henta þær bæði ungum sem öldnum.
11. DESEMBER 2020 DV
ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2020
Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu þykja einstakar. Þessi vinsæli bókaflokkur
hefur nú komið út í fjörutíu ár og hefur aldrei verið betri. Um er að ræða mikilvæga heimild um
íslenska knattspyrnu. Íslensk knattspyrna kom út í fyrsta skipti árið 1981 en höfundur hennar
þá var Sigurður Sverrisson, Víðir tók við ári síðar og hefur séð um skrifin síðan þá. Það sem
meira er að núna geta lesendur keypt nýjustu bókina í forsölu og fengið aðgang að öllum hinum
í rafrænu formi, eitthvað sem margir hafa lengi beðið eftir. Auk þess að fara yfir knattspyrnu-
árið eru í bókinni í ár viðtöl við Rasmus Christiansen og Sonný Láru Þráinsdóttur sem fögnuðu
Íslandsmeistaratitlinum með sínum liðum og þá eru pistlar frá Gumma Ben, Guðna Bergssyni
og Mist Rúnarsdóttur.
LIVERPOOL – FLOTTASTI KLÚBBUR Í HEIMI
Illugi Jökulsson fer í þessari bók ítarlega yfir eitt
sögufrægasta knattspyrnufélag í heimi sem varð í
sumar enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár. „Liverpool
á glæstari sögu en nokkurt annað fótboltalið á Eng-
landi. Ekkert enskt lið hefur oftar unnið æðstu met-
orð í Evrópuboltanum. Hér segir frá Robbie Fowler,
Kenny Dalglish, Virgil Van Dijk, Jordan Henderson
og ótal fleiri snillingum,” er haft eftir útgefanda um
bókina. Bókin er fyrir alla aldurshópa og sérstaklega
þá sem minni eru enda eru stórar myndir og textinn
er skemmtilegur. Bók sem eldheitur stuðningsmaður
Liverpool mun elska um ókomna tíð.
Í FAÐMI LJÓNSINS – ÁSTARSAGA
Orri Páll Ómarsson ritar þessa skemmtilegu bók um ást Íslendinga á enska
fótboltanum. Það er oftar en ekki talað um enska fótboltann sem þjóð-
aríþrótt Íslendinga, fyrir mörgum er enski boltinn hreinlega trúarbrögð.
Stuðningsmaður Manchester United fagnar þegar vel gengur en situr í
sárum í marga daga þegar lið hans tapar, þannig má segja um öll lið og
þeirra stuðningsmenn. Í bókinni ræðir Orri við einstaklinga um ástina á
enska boltanum og þeirra liði. En hvernig hófst þessi ástarsaga? Hvenær
og hvers vegna lentum við í faðmi enska ljónsins? Tilkoma getrauna 1952
og sjónvarpsins 1966 eru sannarlega vörður á þessari vegferð. Frásagnir
og ritstíll Orra gera bókina fræðandi en afar skemmtilega á sama tíma.
MEISTARATAKTAR
Bók sem yngri kynslóðin mun kunna vel að meta en í
bókinni eru æfingar í bland við fróðleik. Ungt knatt-
spyrnufólk getur lesið bókina og farið svo út á völl
og reynt að herma eftir stjörnum fótboltans, æfing-
arnar sem eru sýndar eru vel útskýrðar með myndum
og texta. „Viltu ná stjórn á boltanum eins og Kylian
Mbappé, fara fram hjá andstæðingunum eins og Lionel
Messi, tækla eins og Lucy Bronze eða verja óverjandi
skot eins og Alisson Becker? Þessi bók getur hjálpað
þér að ná tökum á meistaratöktum bestu leikmanna
heims,” segir á kápu bókarinnar.