Harmonikublaðið - 01.09.2016, Page 9
sínum ljúfu danstónum. Heldur var færra en kvöldið áður
en vel messufært engu að síður. Svíarnir tóku við af Erlingi
og höfðu nú skipt um stíl. Var því vel tekið að vonum og
dansgólfið þéttskipað. Vindbelgirnir tóku við af þeim og
sama stuðið hélst. Lokatónana áttu þeir Þorleifur Finnsson
og Guðbjartur Björgvinsson Nikkólínumaður. Þeim til full-
tingis var Lára Björg Jónsdóttir söngkona. Þarna var komið
stuðbandið sjálft. Dansararnir voru nú teknir til kostanna
sem aldrei fyrr og í lokin var ánægður hópur, sem yfirgaf
Þinghamar í þriðja sinn á einni helgi. Var ekki laust við
einhverjir færu sér hægt heim enda flestir af léttasta skeiði.
Mánudagurinn varð eins og best verður á kosið. Sól skein i
heiði og ekkert fararsnið á harmonikuunnendum. Kveðju-
stund var þó runnin upp, en óskir um góða heilsu til næsta
vors ekki skornar við nögl. Margir fengu sér eina aukanótt
í blíðunni.
Friðjón Flallgrímsson / Ljósmyndir Siggi Harðar
Trío Ingrid Hlíðberg í léttri œfingu
Hljómsveit Þorleijs Finnssonar ásamt söngkonunni Láru Björg lauk VarmahlíSarhátíðinni Fyrstu gestirnir stilla saman strengi í borgfirskri blíSu
2016
Skemmtanir Félags harmonikuunnenda
í Reykjavík veturinn 2016-2017:
22. október
26. nóvember
7. janúar
4. febrúar
11. mars
22. apríl
6.
Laugardagur
Laugardagur
Laugardagur
Laugardagur
Laugardagur
Laugardagur
Laugardagur
Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Árshátíð og Þorrablót í Breiðfirðingabúð
Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Harmonikudagurinn
9