Harmonikublaðið - 01.09.2016, Side 10
Færeyjaferð Þingeyinga sumarið 2016
Fœreyjafaramir. Mikið úrvalslið afþingeyskum gleíi mönnum og konum
í vor fór Harmonikufélag Þingeyinga til Fær-
eyja. Lagt var upp með Tanna Travel 16.6. kl
05 að morgni. Bílstjóri og leiðsögumaður var
Svenni, Sveinn Sigurbjarnarson og til aðstoðar
kona hans Margrét Oskarsdóttir. Norræna
sigldi í rauðabítið.
Allnr var hópurinn, austur á jjöllum
óvenju þögull og dálítið sljór
syndandi fullir, af sjóveikistöflum
seelir hrutu menn allir í kór.
Sveinn tók okkur vara fyrir, að við yrðum
„ruglaðar" af sjóveikistöflum.
Þá orti Sigríður Ivarsdóttir:
Fyrir endann á túrnum fier ekki séð
árans lendir í hrellingum.
Hann má til Fœreyja, halda með
hrúgu afrugluðum kellingum.
I Seyðisfirði var þoka en bjart til hafsins. Um
kvöldið var spilað, sungið og dansað að Þing-
eyingasið. Þjóðhátíðardaginn 17. vöknuðum
við á óttu til að sjá Færeyjar rísa úr hafi,
lögðum okkur svo á hóteli í Þórshöfn fram að
dagmálum og héldum síðan áfram til Suður-
eyjar með Smyrli.Veður var gott og sást vel til
eyja. A Þvereyri tók Sævar Halldórsson frá
Keflavík á móti okkur og bauð í lífsins vatn
og veitingar í íþróttahúsinu og sýndi okkur
bæinn, kirkjuna, gömlu bryggjuna og Segl-
loftið þar sem djamma átti um kvöldið.
Enduðum við daginn í dásamlegri 17. júní
veislu þar sem skipst var á gjöfum. Síðan leið
kvöldið með söng, dansi og harmonikuleik og
mátuðu Suðureyingar okkur alveg í húmor,
söng og danshraða.
Vel er glaðst á vinafundum
við höfum notiðþessa dags.
Með svima afdansi, okkur undum
alvegfram til sólarlags.
10
Á Suðurey svaf Grímur á Rauðá einn í her-
bergi. Á færeysku, merkir orðið skattur ást.
Um nóttina villtust þrjár konur til Gríms,
hver í sínu lagi.en voru gerðar afturreka jafn-
harðan og höfðu orð á.
Skenkja Grimi skömm í hattinn
skörulegar kellingar.
Að hann þáði ekki skattinn
er þeim mjög til hrellingar.
Hildur Petra og Vigdís Jónsdóttir deildu her-
bergi og hafði Hildur Petra Friðriksdóttir þetta
að segja um herbergisfélagann.
Fœreyjaferðina lofandi.
Frœkin um klettana klofandi.
Þó aldrei sá neitt,
var alltafsvo þreytt,
að hún fór alla ferðina sofandi.
Daginn eftir fórum við með Sævari í Pork-
eyrarkirkju, þar sem meðhjálparinn söng fyrir
okkur, síðan í Voga með skáldi staðarins, Sæv-
ari og myndlistarmanni sem á skemmtileg
verk þar í fjörunni. Þá var ferðinni heitið til
Sumba, síðan upp að vita á Akrabergi og að
lokum enduðum við í Lionshúsinu og voru
höfðinglegar veitingar á báðum stöðum. A
Suðurey eru vegir brattir og mjóir og þurfti
víða að bakka til að ná beygjunum.
Býsna er leiðin brött og mjó
og bílstjórinn okkar fullkominn.
Fáeinar rollur fóru þó
flam úr okkur, íþriðja sinn.
Margt er kinda í Færeyjum, hrútar ófáir og
þykja góðir í skerpukjöt. Fóru Svenni í gamni
að líkja yngstu konunum Hildi og Vigdísi við
gimbrar. Þá orti Hildur.
Aflygum miklum mœddust,
mér erþó eiður sœr,
aðfélaginu fieddust,
í ferðinni gimbrar tvœr.
Að kvöldi þess átjánda júní kvöddum við gest-
gjafana, sigldum til Þórshafnar og ókum til
Klakksvíkur þar sem gist var fjórar nætur. En
tímamismunurinn ruglaði Hildi og fór hún á
fætur um miðja nótt og orti:
Er svefnhöfgi við hana skildi,
þá strax hún á fartina vildi.
Nú Vigdísi brá,
hún eftirþví sá
að hafa deilt rúmi með Hildi.
Eins og gengur vildu konur í búðir en þær
opnuðu seint og lokuðu snemma og gekk
Guðný Gestsdóttir sig upp að hnjám í versl-
analeit.
/ erfiðum tröppum hún útafdatt
og eftir það varð ekki þokað.
Við Sigrún í búðina hlupum svo hratt
að henni var samstundis lokað.
Þann nítjánda var hlýtt á messu í Klakksvíkur-
kirkju og svo í skoðunarferð til Kunoy, sem
er sætt gamaldags þorp. Um kvöldið vorum
við boðin í veislu og tónleika í Fuglafirði hjá
Harmonikufélagi Færeyja og spiluðu þeir
yndislega og voru skemmtilegir. Þeir sögðust
hyggja á Islandsferð næsta sumar, sem vonandi
verður.
Þessi veisla einstök er
afallra besta tagi.
Fareyingar finnast mér
flinkir í meira lagi.
Nú var runninn upp tuttugasti júní og förinni
heitið tilTofta og Runavik, þar sem við hittum