Harmonikublaðið - 01.09.2016, Síða 11

Harmonikublaðið - 01.09.2016, Síða 11
Þránd í Götu. Um kvöldið borðuðum við heima á Klakksvíks Sjömannshem, en þar er ekki leyft að hafa vín um hönd. Guðný tjáði sig mjög um þetta harðræði. Þeir bönnuðu Guðnýju bjórinn sinn brattur er dyggðanna vegur. Nú er grdtur nývakinn nú er hlátur tregur. Þrátt fyrir þetta var spilað og sungið fram á nótt og lét Smári Kárason bannið sem vind um eyru þjóta. Um það orti Sigríður: I Rúsabúðina runnið var reyndu að setja upp á hóteli bar greyin í mörgu mœðast. Er Smári hœttur að smakka það, eða smeygir sér út á leynistað, og Guðný með glasið að Imðast. Eitt sem þeir vissu ekki þar að ráku hótelið templarar Jón því virðist í vanda. Varla má nota veigarnar voru ífelum hér ogþar sem vœru með íslenskan landa. Þann 21. ókum við til Saksun ogTjörnuvik og sáum Risann og Kellinguna sem eitt sinn ætluðu að draga Færeyjar til Islands. Síðan ókum við niður í Gjögv að sjá Gjána sem er einstök náttúruleg höfn. Seinasta stoppið var Funning að skoða Rinkusteinana. Um kvöldið ætluðum við að panta kvöldverð aftur á Hótel Klakksvík, en þá hafði hótelstjórinn gefið kokknum frí. En við sultum ekki lengi. Svenn- inn fann KeiluhöII í Leirvik með ágætis mat- seðil en meðan á biðinni stóð varð þessi til. Þó viðfáum fátt að borða finnst mér vera lítið mál. Gamalœr með góðan forða geta étið skarfakál. Um kvöldið í Klakksvík var sungið og spilað en Smári hljóp út og inn, því hann þurfti að klára birgðirnar úr rúsabúðinni og fékk með sér nokkra hrausta menn. Til augnanna Smári er ekki sljór og á honum mikið stuð. Hann réði hóp til að bjarga bjór það er bölvað puð. Þann 22. ókum við aftur til Þórshafnar. I allri ferðinni var Svenni óspar á sögur, fróðleik og gamanmál og fór m.a.með vísu eftir Hákon Aðalsteinsson, hvar kom fyrir nýyrði, innan- píkubleikur. Þá mundi ég eftir að hafa séð í búð, bleika peysu, í of litlu númeri. Utsalan reyndist fráleitt tilfjár aðfitna, er enginn leikur. En tískuliturinn okkar í ár er utan-kónga- bleikur. Og þá orti Sigríður: Hljóp hann Smári heldur sprœkur við Hafdísi nú semja má. Kom með efni í bleikar brœkur býsna verðurflotturþá. Þennan síðasta dag skoðuðum við Kirkjubæ og Norræna húsið, en á eftir var bæjarrölt. Byrðar mínar ber ég sveitt. Búðaráp er erfitt gaman. Brattar götur þramma þreytt og þurrka mér í framan. Heimferðin: Þegar komið var í Norrænu var seinkun, vegna bilunar í reykháf en til glaðnings voru boðnir tveir fyrir einn á barnum. Kaldur er Smári og kotroskinn með kollurnar ekki seinn. Tvœrfyrir eina í áttunda sinn og enn stendur kallinn beinn. Loks var látið úr höfn og siglt móti sólarlaginu. Ekki höfðum við nikkur uppi, svo fátt var að gera, nema versla í fríhöfninni. Þar keypti Guðný glæsilegar nærbuxur. Um þær var fjallað á heimleiðinni. I innkaupum vorum áýmsu gekk engar brœkur égfann en Guðný í Múla G-strengfékk aðgleðja sinn eiginmann. Um hádegið, þann 23. sigldum við inn Seyðis- fjörð í góðri fjallasýn og stigum á land í sól- skini. Með ástarþökk fyrir góða ferð, Hólmfríður Bjartmarsdóttir Gunnlaugur Þröstur Höskuldsson f. 17. október 1943 - d. 16. ágúst 2016 Gunnlaugur Þröstur var fæddur í Reykja- vík en fluttist ungur að árum austur á Höfn í Hornafirði og bjó þar og starfaði til dauðadags. Lífshlaup Gunnlaugs Þrastar helgaðist að mestu tónlist. Þröstur eins og hann var oftast nefndur byrjaði 16 ára gamall að spila í danshljómsveitum á Höfn, hann söng í Karlakórnum Jökli í fjölmörg ár, stofnaði Lúðrasveit Horna- fjarðar og stjórnaði henni í 20 ár, stjórnaði skólalúðrasveit Hornafjarðar í 19 ár, stjórnaði og spilaði í Harmonikufélagi Hornafjarðar í 16 ár og tók félagið þátt í harmonikulandsmótum. Þröstur var einn af stjórnendum Jassklúbbs Hornafjarðar, stofnandi og stjórnandi Jassbands Horna- fjarðar, Dixielandshljómsveitar og Big- bands Hornafjarðar. Afþessu má sjá hversu víða Þröstur kom við í tónlistinni og lagði lið þar sem hann gat því við komið. Hann lék líka á mörg hljóðfæri. Þröstur starfaði við tónlistarkennslu við Tónlistarskóla Hafnarkauptúns og síðar Tónlistarskóla Austur Skaftafellssýslu frá árinu 1972 til 2015. Þröstur hlaut Menningarverðlaun Hornafjarðar árið 2011. Tónlistin var líf og yndi Þrastar og vann hann mikið og óeigingjarnt sjálfboðastarf á þeim vett- vangi. Eftirlifandi kona Gunnlaugs Þrastar er Linda Helena Tryggvadóttir og eignuð- ust þau þrjú börn. Harmonikuvinir á Hornafirði og Samband íslenskra harm- onikuunnenda sendir fjölskyldu Gunn- laugs Þrastar innilegar samúðarkveðjur. Haukur Helgi Þorvaldsson, Höfn F.h. Sambands íslenskra harmonikuunnenda Gunnar Kvaran, formaður 11

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.