Harmonikublaðið - 01.09.2016, Page 13

Harmonikublaðið - 01.09.2016, Page 13
en einbeitingin skein úr hyerju andliti. Við sýningu á þessari upptöku, sem varpað var upp á vegg í salnum sköpuðust frjóar umræður og rifjuðust upp ýmsar sögur. A meðan gestir snæddu kvöldverðinn hélt Einar Friðgeir spurningakeppni um sögu HR með hjálp tölvutækninnar. Spurningum var varpað upp á vegginn úr tölvu, svo svöruðu þátttakendur úr snjallsímum og mátti fylgjast með æsispennandi viðureign efstu manna á veggnum jafnharðan og svartíma hverrar spurningar lauk. Eftir taugatrekkjandi augna- blik í lokin stóð Björn Ólafur uppi sem sig- urvegari. Þessu næst var gengið frá aðföngum og hús- gögnum í salnum og dansleikur undirbúinn og fljótlega fóru dansgestir að tínast inn í salinn og fyrsta hljómsveit kvöldsins að stilla upp. Dasbandið reið á vaðið og Garðar Olgeirsson tók síðan við. Lóan og lundarnir (Guðrún og Hjálmar) leystu Garðar af, en Combó Smárinn tók svo við keflinu. Léttsveit HR var næst á svið áður en Hildarleikur (Hildur og Vigdís) lauk ballinu, sem tókst ágætlega, enda vanir dansspilarar á ferð og dansfúsir gestir. Aðsóknin var með ágætum og aðdáunarvert að fylgjast með dansfólkinu 1 1 ímTm J i i M' Dansararnir þurfiu ekki mikla bvatningu sem virtist svífa um gólfið áreynslulaust frá kvöldi og fram yfir miðnætti. Líktist þetta meira íþróttaviðburði frekar en skemmtikvöldi ef tekið er tillit til neyslunnar á drykkjar- föngum en mikil spurn var eftir kranavatni og gosdrykkjum en lítið var snert á áfengi og kaffi. Drekkhlöðnum bíl af áfengi var ekið aftur til ÁTVR á mánudagsmorguninn til að skila því sem keypt var fyrir helgi, en bílstjór- inn bölvaði sáran yfir bakverk eftir tilgangs- lausan burð á farminum upp á 2. hæð í Fóst- bræðraheimilinu og niður aftur. Óbifiur Briem meS örlitlum viðaukafrá ritstjóra / Ljómyndir Siggi Harðar Tónleikar Pierre Eriksson Sérstakir heiðursgestir harmonikumótsins á Varmalandi í ár voru þeir Pierre Eriksson harmonikuleikari og félagi hans Rolf Jarde- mark gítarleikari. Pierre, semerfæddur 1974 í Gautaborg, fór að reyna að spila á harmon- iku þegar hann var þriggja ára. Hann var ótrúlega fljótur að ná lagi, með því að standa við stól þar sem píanóharmoniku föður hans var stillt upp. Fimm ára gamall sá hann sjón- varpsþátt með Lindquist bræðrunum, sem á þeim tíma var meðal vinsælustu hljómsveita í Svíþjóð. Þá benti hann á Folke Lindquist og sagði vilja svona harmoniku. Þar með breytti hann yfir í hnappanikku, sem hann hefur haldið sig við síðan. Pierre hefur unnið til fjölda viðurkenninga og gaf út sinn fýrsta disk þegar hann var ellefu ára. Hann varð sænskur meistari 10, 11 og 12 ára. Hann þykir ótrúlega jafngóður hvort heldur er um er að ræða sígilda, jass, nútíma eða gömludansa tónlist. Þeir Rolf héldu tónleika laugardaginn 30. júlí. Þegar um 140 gestir höfðu komið sér fýrir í sætum sínum hófu þeir félagar leik og byrjuðu á Pietros Return eftir Pietro Deiro og stukku síðan beint í Wiggen polkann. Þar með var rétti andinn kominn í salinn. I framhaldinu fengu gestir síðan When you're smiling, þar sem Rolf gítarleikari fékk að sýna getu sína í jassaðri útgáfu. Það fór ekki milli mála að þar fór fagmaður af bestu gerð. Sambasyrpa fýlgdi í kjölfarið þar sem blandað var saman Tico tico, Brazil og Quando quando. Næst á dagskrá var Hasttrav eftir Ragnar Sundquist og því fýlgdi síðan smá jass í I can‘t give you anything but love. Því var síðan fýlgt eftir með Brúðarmars og Skurð- gröfunni frá Noregi. Novelty accordion eftir Erik Frank hljómaði kunn- uglega hjá mörgum og flutningurinn frábær, en Polsku frá Hárjedalen þekktu færri. Það hýrnaði yfir mannskapnum þegar Sákkijárven polkinn hljóm- aði, enda einn kunnasti polki á Norðurlöndum. Nú tókvið sveiflukafli, en þeir félagar eru framúrskarandi á því sviði. Þar mátti heyra Honeysuckle rose og Lady be good, auk tveggja franskra góðkunningja. Þá var komið að lokalagi þeirra félaga, Zardas eftir Monti, nokkuð sem allir harmonikuunn- endur þekkja. Þá urðu áheyrendur vitni að ótrúlegri snilld og vildu meira og kröfðu félag- ana um aukalag. Þá spurði Pierre hvort gestir vildu rólegt eða hratt. Eftir atkvæðagreiðslu salarins fengu gesti sérlega fallega stemmingu Rolfog Pierre í sveiflu (Hymn) eftir Pierre. Það fór ekki milli mála að miklir snillingar voru hér á ferð og skipti þá ekki máli hvort leikin var klassík, swing eða hefðbundin norræn tónlist. Allt þetta leystu þeir félagar af óvenjulegri snilld og höfðu margir tónleikagesta á orði, að þeir hefðu aldrei orðið vitni að annarri eins tækni og túlkun eins og hjá Pierre Eriksson. Friðjón Hallgrímsson / Mynd Siggi Harðar 13

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.