Harmonikublaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 14
Fannahlíðarhátíð 1
Hátíðin var haldin eins og stefnt var að samkvæmt áætlun. Hollvinir
Fannahlíðar þeir Sigurður Harðarson og Sveinn Sigurjónsson stóðu að
mestu að verklegum undirbúningi, en höfðu haft mikið samráð við Geir
Guðlaugsson formann HUV í aðdraganda mótsins. Þegar mótið hófst
á föstudagskvöldið voru tuttugu og fjórir húsbílar mættir á svæðið. í
dansinum um kvöldið voru nokkru færri í húsinu en á síðasta ári, en
dansað af „list“ eigi að síður frá hálf níu. Lékum við HUV menn, undir-
ritaður, Geir og Jón Heiðar, fyrstu 45 mínúturnar, en síðan tók Svenni
Sigurjóns við. Þorleifur Finnsson var næstur á dagskrá áður en Vind-
belgirnir luku ballinu. Þegar Mývetningurinn Friðrík Steingrímsson
mætti á svæðið rifjuðust upp hrakfarir ársins áður þegar draga varð
húsbílinn til áfangastaði í Fannahlíð.
Lífireynslunni lœrður afi
legg ég út meðfirúna.
Ifyrra hér hún fór á kaf,
en flýtur betur núna.
Þegar meistarinn vaknað á laugardagsmorguninn varð honum hins vegar
að orði
Yfir grúfa skúraský,
skuggum dreifa lausum.
Það er líka þoka í,
þunnra gesta hausum.
Sirrý fór listahöndum um flautuna
Laugardagurinn heilsaði með sól og blíðu og tónleikarnir hófust klukkan
hálf þrjú á leik okkar félaganna í HUV. Lékum við þrjú lög, en þá tók
Friðjón við og flutti fræðsluerindi um litlar tvöfaldar harmonikur og
tókst vel upp eins og hans er vandi. Að erindi hans loknu vatt Friðrik
Steingrímsson hagyrðingur úr Mývatnssveit sér að fyrirlesaranum og
stakk að honum vísukorni, svo hljóðandi:
.-3. júlí 2016
Það var pröngt setinn Svarfaöardalurinn á fóstudagskvöldiS
Ekki stór en orkurík,
upp hún rekur mikla skrœki.
Mérfinnstþau verafurðu lík,
Friðjón og þetta litla tœki.
Nú var komið að snillingnum Sigríði Indriðadóttur (Sirrý) sem lét okkur
fyrst heyra m.a. hvernig á að spila WHISKY polka og SÁKKIJÁRVEN
polka á flautu, en lék síðan allmargar klassískar tónsmíðar af mikilli
snilld.
Eftir kvöldverð, sem margir snæddu undir berum himni hófst dansleikur
kl. hálf níu og Selfyssingarnir Birgir Hartmannsson og Þórður Þorsteins-
son hófu leik og fljótlega var gólfið þéttskipað. Þá var komið að hálf-
gerðum leynigesti, en Aðalsteinn Isfjörð var mættur á svæðið og nú
fengu gestir kunnuglega tóna. Nú fylltist það litla pláss sem eftir var á
gólfinu. Næstir á svið voru Vindbelgirnir og síðan tókum við félagar í
HUV eina törnina. Svenni Sigurjóns lauk síðan ballinu með stæl. Ágætis
mæting var á hátíðina og virtust allir skemmta sér hið besta. Undirleik-
arar í Fannahlíð voru þau Sigríður Indriðadóttir, sem fékk að blása úr
nös þegar Aðalsteinn Isfjörð leysti hana af. Hreinn Vilhjálmsson sá um
bassaleikinn. Gítarleikarar voru þeir Jón Bjarnason og Lárus Skúlason.
Geir lét þess getið að Hollvinirnir væru búnir að tryggja sér húsið næsta
sumar, en vegna Landsmótsins á fsafirði væri dagsetning að þessu sinni
14. til 16. júlí. Frágangur að hátíð lokinni mun hafa verið í höndum
Hollvinanna, en ég var lítið á staðnum milli spilatíma vegna lasleika
heima fyrir. Ekki er enn vitað um fjárhagslega útkomu hátíðarinnar, en
Valdimar gjaldkeri sagði þegar nokkuð var á liðið, að við værum komin
fyrir vind, sem bendir til þess að ekki hafi orðið halli á framkvæmdinni.
Gestur Friðjónsson með örlitilli viðbótfrá ritstjóra /Ljósmyndir Siggi Harðar