Harmonikublaðið - 01.09.2016, Side 15

Harmonikublaðið - 01.09.2016, Side 15
Harmonikutónleikar Itríos í Hörpunni Sunnudagurinn 10. júlí 2016 mun í framtíðinni verða minnst sem eins stærsta dagsins í harmonikusögu Islendinga. Það er dagurinn sem þrír nemendur í harmonikuleik héldu sjálfstæða tónleika x tónlistarhúsi Islendinga, Hörpunni. Hér er að sjálfsögðu átt við þau Helgu Kristbjörgu Guðmunds- dóttur, Jón Þorstein Reynisson og Jónas Asgeir Ásgeirsson. Þau kalla sig Itrío. Það verður að fara aftur til þess tíma, þegar Hrólfur Vagnsson kom frá námi á níunda áratugnum til að finna sam- jöfnuð. Gamall draumur margra rættist með þessum tónleikum og er enn ein staðfesting á þeim árangri sem harmonikufélögin hafa náð með starfi sínu. Sagt er að miklu valdi sá er upphafinu veldur. Þess vegna eiga þau skilið sérstakt hrós tónlistarkennararnir, Messíana Marselíusdóttir, Stefán R. Gíslason og Guðmundur Samúelsson. En hvað var gefið á garðann í Norðurljósasalnum? Það var sko ekkert moð. Fyrsta verkið var Stjörnur eftir Pawel Baranek. Ákaf- lega fallegt verk, draumkennt og hrífandi. Þá var komið að Johanni Sebastian Bach. Allegro-kaflinn úr sónötu í g-moll sem samin var upphaflega fyrir fiðlu, BWV 1020. Stórkostlega fallegt og krefjandi verk. Magnað verk Himnalestin eftir Pólverjann Janusz Wojtarowics var næst á dagskránni. Þarna þurfa spilararnir svo sannarlega að vera á tánum, eins og þeir voru. Pólverjinn Janusz Wojtarowicz er stofnandi þess fræga Motion-Tríós, sem hélt ógleymanlega tónleika í Nasa við Austurvöll sumarið 2006. Dagskráin í Hörpu var reyndar mjög í anda Motion-tríós og verkefnalistinn mjög svipaður. Þá var komið að meistara Astor Piazzolla. Vorið úr árstíðunum fjórum í Buenos Aires hljómaði stórkostlega, gullfal- legt verk um lífið að vakna eftir vetrardvalann. Þá var komið að Air, adagio kaflanum úr svítu nr. 3 eftir J.S. Bach. Þetta náði sannarlega til áheyrenda, enda öllum kunnugt. Finninn Jukka Tiensuu átti næsta stykki. Ekki hljómaði það eins kunnuglega. Magnað stykki með gjeggjaða kafla. Þá var komið að Parísarkaffi- húsinu eftir Janusz Wojtarowics. Einstaklega heillandi ljóðrænt verk sem áheyrendur kunnu að meta. Sigling eftir Junchi Deng, sem er kínverskur samnemandi þremenninganna í Kaupmanna- höfn, fylgdi í kjölfarið. Næst fengu tónleikagestir sumarið úr árstíðunum effir Astor Piazzolla. Ekta Piazzolla, heillandi tónsmíð meistarans, sem hélt gestum föngnum. Þá var komið að þriðja kafla fiðlusónötunnar eftir Bach, sem engan svíkur. Lokalagið var Balkandans í útsetningu Janusz Wojtarowicz. Sérlega lifandi og fallegt verk sem fékk áheyrendur til gleyma sér gjörsamlega. Ekki fengust gestirnir út eftir þetta og fengu sem aukaverk íslenska þjóðlagasyrpu í útsetningu þremenninganna. Ekki dugði þetta svo tónleikunum lauk með You dans eftir Wojtarowicz, verk í mjög svipuðum anda og Balkandans og ekki síður verulega krefj- andi. Tónleikarnir voru stórkostleg upplifun fyrir á þriðja hundruð tónleikagesta, sem mættu í Norðurljósasal Hörpunnar. Jafnvel hörðustu gömlu dansa unnendur sátu agndofa og réðu sér ekki Dagskrá tónleikanna Pawel Baranek Johann Sebastian Bach Janus Wojtarowicz Astor Piazzolla J.S. Bach Jukka Tiensuu J. Wojtarowicz Junchi Deng A. Piazzolla J.S. Bach Þjóðlag (J. Wojtarowicz) Stjörnur Allegro (BWV 1020, kafli I) Himnalestin Vorið Aría (úr BWV 1068) mutta Parísarkaffihúsið Sigling Sumarið Allegro (BWV 1020, kafli III) Balkneskur dans Þéttskipaður Norðurljósasalurinn í Hörpu Helga Kristbjörg, Jónas Ásgeir og Þorsteinn Reynir á sviðinu í Hörpunni fyrir hrifningu. Flutningur þremenninganna var frábær og ekki vafi að þar fóru tónlistarmenn í hæsta gæðaflokki. Tæknin og túlkunin frábær. Við sem höfum fylgst með þeim þroskast í gegnum árin þekkjum þau, en framkoma þeirra hefúr ætíð borið keim af hógværð snillingsins. Spilagleðin geislaði af þeim og skipti þá ekki máli upp á hvað var boðið. Það er langt síðan jafn margir harmonikuunnendur hafa farið jafn ánægðir af harmo- nikutónleikum. Vonandi verður ekki löng bið fram til næstu tónleika. Texti FriSjón Hallgrímsson / Ljósmyndir: Siggi Harðar _________ Skoðið timarit.is og flettið harmonikublöðum frá 1986 r : a Helðursfélagar SÍHU Aðalsteinn Isfjörð, Baldur Geir- mundsson, Bragi Hlíðberg og Reynir Jónasson. V _________________________________J

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.