Harmonikublaðið - 01.09.2016, Page 16
Fréttir frá Harmonikufélagi Selfoss
Síðastliðið haust var haldinn árlegur haustfundur SÍHU á Hótel
Stracta á Hellu. Við morgunverðarborðið hittust formenn HFS og
HFR og barst þá í tal framtíð félaganna og voru menn sammála um
að hún væri ekki björt. Félagsmönnum fækkar, aldurinn færist yfir
og lítil sem engin endurnýjun. Upp kom sú hugmynd hvort ekki væri
flötur á því, að félögin tækju upp samstarf við æfingar og samspil.
Þetta var síðan rætt í báðum félögunum og ákveðið að prófa hvort
þetta gengi upp. Sameiginlegar æfingar hófust upp úr áramótum og
var áhugi mikill að láta þetta ganga. Æft var til skiptis á Hellu og
Selfossi og þegar á leið vetur vorum við orðin níu, sem spiluðum á
harmonikur auk bassa- og gítarleikara. Grétar Geirsson sá um að stilla
okkur saman og allir höfðu gaman af þessu enda Grétar frábær stjórn-
andi og félagi.
A degi harmonikunnar var haldin harmonikuveisla á Hellu, þar sem
hópurinn spilaði sitt prógram við góðar undirtektir. Síðan tóku félagar
HFR nokkur lög og einnig félagar frá HFS og að lokum spiluðu
félagarnir Grétar Geirs og Guðmundur Samúelsson og var öllum
spilurum vel fagnað af fjölmörgum áheyrendum.
Undanfarin ár hefur HFS staðið fyrir útileguhátíð í Básnum Ölfusi
í byrjun júnímánaðar og hefur það verið ágætlega sótt undanfarin ár
og verið hjá mörgum fyrsta útilega sumarsins. Nú varð breyting á og
við fluttum okkur að Minni Borg í Grímsnesi. Þar er mjög góð aðstaða
og var vel mætt enda veður gott. Fyrstu gestir helgarinnar renndu í
hlað á miðvikudeginum og um kvöldmatartímann á föstudegi var
kominn dágóður hópur harmonikuunnenda, sem naut veðurblíðunnar.
Klukkan níu um kvöldið hófst dansinn og voru það heimamenn sem
störtuðu. Sveinn Sigurjónsson, sem leit við á leið heim úr sumarbú-
staðnum var drifinn á svið um tíu leytið og klukkutíma síðar stigu
Vindbelgirnir á svið. Birgir og Doddi luku síðan ballinu um hálf eitt
leytið. Þá var komin svarta þoka á svæðinu, en staðsetningartæki sáu
til þess að allir komust heim. Mæting var nokkuð góð og ástæða til
bjartsýni fyrir laugardaginn. Tónleikar fóru fram á laugardeginum og
þar kynnti Haraldur formaður HFR dagskrána og var ekki í vand-
ræðum að koma orðum að hlutunum. Sameiginlegur hópur HFS og
HFR steig fyrst á sviðið og síðan Birgir og Þórður, Sigurður Alfonsson
og Garðar Olgeirsson. Þetta tókst allt saman
vel. Mæting á tónleikana hefðu mátt vera betri,
en við skrifum það á veðurblíðuna sem tók sér
bólfestu að Borg. Garðar Olgeirsson hóf leik á
laugardagsballinu, Sveinn Sigurjóns leysti hann
af, þar til heimamennirnir Doddi, Biggi og
Sigurður Guðjóns spiluðu þar til yfir lauk. Á
bassa spiluðu Birgir Haraldsson og Hreinn Vil-
hjálmsson. Gítarleikarinn Hróbjartur Vigfússon
hljóp undir bagga þegar mikið lá við. Þá má
ekki gleyma aðaltrommaranum til áratuga Guð-
mundi Steingrímssyni.
Norður til Skagafjarðar var haldið í boði Skag-
firðinga og tekið þátt í skemmtun að Steins-
stöðum. Vel var tekið á móti mannskapnum og
ýmislegt til gamans gert, haldin voru böll og
farið í skoðunarferð, sem mikil ánægja var með
og eiga Skagfirðingar þakkir skildar fyrir.
Einnig léku nokkrir félagar HFS og HFR á Kaffi
Langbrók í Fljótshlíðinni í sumar og var spilað
í tjaldi um miðjan dag. Einnig tekið þátt og
spilað áTöðugjöldum 13. ágúst á Hellu.
Að lokum sendi ég öllum harmonikuunnendum
bestu kveðjur með ósk um bjarta framtíð.
Þórður Þorsteinsson, formaður HFS.
Ljósmyndari: Siggi Harðar
Jœvið má ekki vanta
Eru ekki allir í stuði ?
Hljómsveit heimamanna Biggi, Doddi og Sigurður Guðjóns. Fyrir aftan Hróbjartur Vigfússon gítarleikari, „Papa
jass“ trommari og Birgir Haraldsson á bassa
16