Harmonikublaðið - 01.09.2016, Síða 18

Harmonikublaðið - 01.09.2016, Síða 18
Harmonikuhátíðin í Ásbyrgi 2016 Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum og Nikkólína úr Dölum héldu sína árlegu harm- onikuhátíð í Asbyrgi í Miðfirði helgina 17.-19. júní sl. Hátíðin hófst að þessu sinni á sjálfan þjóðhátíðardaginn föstudaginn 17. júní, sem er auðvitað almennur frídagur og því var þetta löng helgi. Utisvæðið var enda orðið þétt- skipað fljótlega upp úr hádegi, harmoniku- unnendur komnir víða að, sól skein í heiði og skemmtilegir dagar framundan í góðum félags- skap. Fjörið byrjaði svo með dansleik frá klukkan níu til eitt. Það var stórsveit Nikkólínu sem spilaði fyrir dansi að kvöldi þjóðhátíðardagins 17. júní. Sveitina skipuðu að þessu sinni á harmoniku Halldór Þ. Þórðarson, stjórnandi sveitarinnar, Steinþór Logi Arnarson, Kristján Ingi Arnarson, Ásgerður Jónsdóttir, Sigvaldi Fjeldsted, Melkorka Benediktsdóttir, Guð- bjartur A. Björgvinsson, Jóhann Elísson, Ingi- mar Einarsson og Sigrún Halldórsdóttir, á gítar Hafliði Olafsson, á bassa Haraldur Reyn- isson og við trommurnar sat í þetta sinn Jóhann Ríkarðsson. Okkar ágæti trommari með meiru, Ríkarður Jóhannsson hafði nefni- lega þurft að láta krukka í hendina á sér og var því alveg handlama svo við fengum Jóa son hans til að bjarga okkur og það var ekki slæmt, hann er frábær trommari og góður félagi. Þetta var meiri háttar dansleikur, mikil stemming og mikið dansað og sungið. ... Og þá var hoppað, hlegið og dansað, heldur betur aldrei varstansað, meðan entist máttur ífótum, mikið vargaman aðþví... allt fram til kl. 1, þá var sungið saman lokalag og svo svifu menn heitir og sælir út í bjarta sumarnóttina. Laugardagurinn heilsaði svo bjartur og fagur, menn tóku það rólega framan af, spjallað og spilað á útisvæðinu og enn fjölgaði í hópnum. Skemmtidagskráin hófst kl. 14, fyrst komu fram nemendur frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra undir dyggri stjórn Elínborgar Sigur- geirsdóttur skólastjóra. Þar lék á klassískan gítar Bjarni Ole Apel Ingason, Ingi Hjörtur Bjarnason faðir hans og bóndi á Neðri Svertingsstöðum söng við undirleik Elínborgar og einnig Skúli Einarsson bóndi áTannstaða- bakka. Þeir eru nemendur Olafs Einars Rúnarssonar. Guðmundur Jóhannesson tók svo nokkur lög á hnappanikkuna. Sandlóurnar áttu ekki heimangengt í þetta sinn en Þor- valdur kom með harmonikukvartett í staðinn. Hann skipuðu á harmoniku Þorvaldur Páls- son, Þórður Skúlason, Björn Pétursson og Sveinn Kjartansson og með þeim lék Sigurður I. Björnsson á gítar. Kvartettinn lék nokkur lög við afbragðs undirtektir áheyrenda, enda var hann vel kynntur af Sveini. Þá var kominn tími á kaffihlaðborðið árlega, Nikkólína á fullri ferð Harmonikukvartettinn, fv Sigurður I. Björnsson, Þórður Skúlason, Sveinn Kjartansson, Þorvaldur Pálsson og Björn Pétursson Kvennasveit FHUR, meðþeim spila á trommur Sigríður Indriðadóttir og á gítar Hafliði Ólafison 18

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.