Harmonikublaðið - 01.09.2016, Page 19

Harmonikublaðið - 01.09.2016, Page 19
þar svignuðu borð undan kræsingum og sá hvergi högg á vatni þótt gestir gerðu veitingunum góð skil. A meðan á borðhaldi stóð var líka veisla fyrir andann því að Kvenna- sveit FHUR spilaði þar eins og í fyrra. Þessa skemmtilegu sveit skipuðu að þessu sinni Elsa Kristjánsdóttir, Elísabet H. Einarsdóttir, Asgerður Jónsdóttir og Gyða Guðmunds- dóttir. Kaffið rann ljúflega niður við þýða harmonikutónana og menn gáfu sér góðan tíma til að njóta meðlætisins, svona á þetta að vera. A laugardagskvöldið var svo dansleikur frá kl. 21-01, það var Sveinn Sigurjónsson og hljóm- sveit sem sáu um fjörið eins og undanfarin ár. Dansinn var stiginn af miklum móð og allir skemmtu sér vel. Gólfið alltaf fullt af dansunnendum í miklu stuði. Þegar ballið var hálfnað var tekið hefðbundið hlé til að draga í happdrættinu, en þar var fjöldi góðra vinninga eins og ævinlega. Hilmar Hjartarson var fenginn til að sjá um lukkudráttinn í fjar- veru Friðjóns Hallgrímssonar. Þegar lukku- legir vinningshafar voru búnir að sækja happafenginn til Melkorku og Sólveigar var dansinum haldið áfram af krafti þar til að Svenni endaði skemmtunina og frábært ball með fjöldasöng, gestir mynduðu hring á dans- gólfinu og sungu saman af hjartans lyst. Héldu síðan sælir og ánægðir út í milda og fallega nóttina og þar hélt gleðin örugglega áfram hjá einhverjum en allt fór þetta vel fram.Veðrið lék svo sannarlega við okkur þessa helgi, bjart og fallegt veður, sól í heiði og hjarta alla helgina. Þetta samstarf Húnvetninga og Nikkólínu hefur gengið afskaplega vel og Sólveig for- maður HUH tilkynnti svo í lok hátíðar að búið væri að ákveða harmonikuhátíðina á sama tíma að ári. Og þá er bara að taka frá helgina og skemmta sér með okkur í Ásbyrgi 16.-18. júní að ári, allir velkomnir og hittumst hress! SBH / Ljósmyndarar Siggi Harðar og Vilhjálmur Bragason Sveinn Síourjónsson og hljómsveit Og dansinn dunar enn, þarna glittir í brjóstbirtu í rassvasanum Og svo var sungið afhjartans lyst Stemming á svœðinu ..ogflétturnar skiptust og síðpilsin sviptust og danslagið dunaði og svall Skoðið timarit.is og flettið harmonikublöðum frá 1986 19

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.