Harmonikublaðið - 01.09.2016, Síða 22
Gamla greinin er úr Harmonikunni frá árinul991. Þar
má lesa staðgóðar leiðbeiningar varðandi framkomu. Það
má finna í gömlum blöðum mikið af þess háttar. Birt með
góðfúslegu leyfi ritstjóra Harmonikunnar.
HVERNIG H/BJT ER AB UHMRBÚA SIG
ta að yfinrinna snðshReðslu
Langflestir hljóðfæraleikarar
þjást af sviðshræðslu (sviðssk-
rekk) á einn eða annan hátt, sem er
eðlilegt, en hægt er að koma í veg
fyrir. Munið, að spila oft fyrir
áheyrendur er góð aðferð til æfa
sig og um leið að efla sjálfstraust-
ið. Nemendur í tónlist eiga að fá
fjölskylduna í lið með sér á eftifar-
andi hátt:
Gagnrýni heima.
Margir nemendur og jafnvel
langt komnir hljóðfæraleikarar
falla oft í þá gryfju að æfa sig án
gagnrýni. Þetta þarf ekki að þýða
að maður sleppi einhverju eða spili
rangar nótur. Það vantar einfald-
Iega að hlusta með gagnrýni. Ef
við fáum eitthvað af þeirri gagn-
rýni heima sem við getum átt von
á annarsstaðar, erum við á góðri
leið.
Spiiar þú jafnt eða skrykkjótt?
Notarðu belginn rétt? Leikurðu
hægar á erfiðum stöðum í laginu
og flýtir svo þegar það er auðveld-
ara? Passarðu að halda réttum
takti á meðan þú spilar? Reyndu
að varast þá galla sem þú kannt að
hafa heima og hafa hugann við þá,
þá er síður að þér verði á mistök
þegar þú leikur opinberlega.
Hvernig maður undirbýr sig fyrir
tónleika.
Flestir æfa sig á sama stað við
sömu kringumstæður. Á tónleik-
um eru aðstæður allt aðrar og því
er gott að geta æft sig í mismun-
andi herbergjum með mismun-
andi hjómburð.
í tónleikasölum eru aðstæður
mismunandi og því er gott að geta
æft sig við mismunandi hljóm-
burð. Æfðu þig standandi og sitj-
andi og fáðu einhvern til að beina
að þér sterku Ijósi eins og oft tíðk-
ast á tónleikum, og eins er gott að
fara í þann klæðnað sem á að nota
þegar leikið er á tónleikum. Ef þú
ert vanur/vön að leika í kyrrð þá
getur hávaði frá áheyrendum
18
truflað þig. Fáið fjölskylduna til
að tala saman á æfingu og einnig
er gott að kynna lögin í hljóðnema
sem ekki er of nærri, til að þú getir
æft þig í að einbeita þér fyrir það
sem koma skal, án þess að láta ut-
anaðkomandi hávaða trufla.
Sviðsframkoma
Sviðsframkoma er listin að ná
athygli áhorfenda, sýna yfirvegun
og vera sáttur við það sem þú hef-
ur fram að færa. Það er mikilvægt
til þess að áheyrendur geti notið
tónlistarinnar. Ef þú ert feiminn
og með taugarnar í ólagi, flýtir þér
út af sviði strax og þú hefur lokið
leik þínum, þá ert þú að gera hið
gagnstæða við góða sviðs-
framkomu.
Hér koma nokkur atriði um það
sem þú þarft að gera og það sem
þú átt ekki gera.
Þú átt ekki að
A: storma inn á svið og byrja
strax að spila
B: ganga inn á svið með hendur
tilbúnar á hljómborði
C: horfa á fingurnar á þér allan
timann sem þú leikur
D: stappa taktinn með fótunum
E: vera með grettur eða aðra
kæki meðan þú spilar
F: rjúka út af sviði án þess að
hneigja þig
Þú ættir að:
A: ganga rólega inn á svið,
horfa á áheyrendur og bíða eftir
að kyrrð komist á
B: gefa þér tíma og vertu ró-
leg/ur með festu og öryggi
C: horfðu af og til út í salinn og
brostu
D: reyna láta fólk finna að þú
njótir þess að leika fyrir það
E: doka við augnablik er þú hef-
ur lokið leik þínum, hneigja þig og
ganga síðan rólega af sviði.
Styrkur
Þú getur ekki notið tónleika hjá
söngvara sem syngur allan timan
eins hátt og hann getur eða syngur
allan tíman svo Iágt að varla heyr-
ist í honum. Það sama á við harm-
oníkuna þegar tekið er mið af
þeim styrk sem hljóðfærið getur
gefið frá sér. Öll hljóðfæri gefa
mismunandi tónstyrk og verður að
hafa það í huga þegar leikið er á
það. Reyndu sjálf/ur þegar þú æf-
ir þig heima, að spila eins sterkt og
þú getur og þá muntu finna hvílík-
ur kraftur er í hljóðfærinu. Not-
aðu allar stillingar með mismun-
andi styrk og vittu hvort það gefur
þér ekki möguleika.
Einbeitingin er mikiivæg. Það
er sagt að nemendur byggi upp
sviðskrekk alveg ómeðvitað. Það
hefst venjulega með því að þeir
hugsa stíft um það sem þeir ætla
að leika. Athuga hvort fingrasetn-
ingin er rétt og grúfa sig yfir borð-
ið til að loka sig frá umhverfinu.
En málið er að æfa sig vel heima
og spila eftir minni. Spila fyrir vini
og vandamenn eins oft og kostur
gefst þannig að þegar þú kemur
framm ætti sjálfstraustið að vera
töluvert betra. Reyndu ekki að fara
yfir lagið í huganum heldur láttu
það líða jafnóðum fram í hugan-
um, það eykur á öryggið.
Nokkur heiiræði
Forðist að bera harmoníkuna
langar leiðir áður en þið byrjið að
spila, þyngdin getur haft áhrif á
vöðvana sem getur haft áhrif á
hljóðfæraleikinn.
Á vetrum getur kuldinn haft
áhrif á tónana. Takið harmoník-
una úr töskunni og hitið hana upp
með því að hreyfa belginn út inn í
nokkur skifti. Setjið harmonik-
una aldrei nálægt ofni eða loft-
ræstikerfi.
Reyndu að fá góðan nætursvefn
og vera í jafnvægi áður en þú ferð
að spila. Þú verður að vera rólegur
og úthvíld/ur.
Spilaðu eins oft og þú getur.
Þýtt og endursagt úr „Rytme"
nr. 2, 1951
Þ.Þ.
22