Harmonikublaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 3
Harmonikublaðið
ISSN 1670-200X
Abyrgðarmaður:
Friðjón Hallgrímsson
Espigerði 2
108 Reykjavík
Sími 696 6422, fridjonoggudny@internet.is
Prentvinnsla:
Héraðsprent, Egilsstöðum, ivmv. heradsprent. is
W
Prentgripur
Forsíða: Forsíðumyndina af Isafirði tók Baldur Páll
Hólmgeirsson.
Meðal efnis:
- Af Vestfirðingum
- Vetrarstarfið hjá FHUR
- Landsmótið á ísafirði 2017
- Þekkirðu þessa?
- Borgarstjórinn á Vitatorgi
- Fréttir frá Harmonikufélagi Þingeyinga
- Frostpinnar að vestan
- Minning, Páll Hjörtur Sigfósson
- Fréttir úr Dölunum
- Lag blaðsins, Baldur Geirmundsson
- Hilmar Hjartarson í viðtali
- Eyfirðingar á dansskónum
- Asta Soffía í heimsókn
- Héraðsbúar á faraldsfætd
-1 þá gömlu góðu...
Auglýsingaverð:
Baks/ða 1/1 síða kr. 25.500
1/2 síða kr. 16.500
Innsíður 1/1 síða kr. 20.500
1/2 síða kr. 12.500
1 /4 síða kr. 7.500
1/8 síða kr. 5.000
Smáauglýsingar kr. 3.000
Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er
1. september 2017.
v______________________:________________________J
Stjórn S.Í.H.U. nöfn, netföng,
heimilisföng og símanúmer:
Formaður: Gunnar Kvaran
alf7@mi.is
Álfalandi 7, 108 Reykjavík.
S: 568-3670 / 824-7610
Varaformaður:
Jónas Þór Jóhannsson
Brávöllum 9, 700 Egilsstaðir
S: 471 1465 / 893 1001
Netfang: jonas.thor@simnet.is
Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir
sigrunogvilli@gmail.com
Breiðabólstað, 371 Búðardalur.
S: 434-1207 / 861-5998
Gjaldkeri: Melkorka Benediktsdóttir
melb.ss@simnet.is
Vígholtsstöðum, 371 Búðardalur
S: 434 1223 / 869 9265
Meðstjórnandi: Filippía Sigurjónsdóttir
8208834@internet.is
Hólatúni 16,600 Akureyri
S: 462 5534 / 820 8834
Varamaður: Pétur Bjarnason
peturbjarna@internet.is
Geitlandi 8, 108 Reykjavík
S: 456 4684 / 892-0855
Varamaður: Haraldur Konráðsson
budarholl@simnet.is
Búðarhóli, 861 Hvolsvöllur
S: 487 8578 / 893 4578
Kt. SÍHU: 611103-4170
Ritstj ór aspj all
Gleðilegt sumar.
Nú fer landsmót í hönd. Þá mæta aðildarfélög
SIHU og tjalda því besta sem til er, í þeirra
tónlistarflutningi. Æfingar hljómsveita hafa
staðið yfir í mörgum tilvikum frá haustdögum
og það er tilhlökkunarefni að fá að hlýða á
árangurinn á Isafirði. Það eru Vestfirðingar
sem halda mótið við Skutulsfjörð, en þar var
síðast haldið landsmót árið 2002. Það mót
er mörgum í fersku minni, enda þótti það
takast með miklum ágætum. Ekki spiliti
veðrið, sem lék við gesti alla mótsdagana.
Að þessu sinni verða tónleikar félaganna á
föstudag og laugardag. Á undanförnum
mótum hefur fimmtudagurinn einnig verið
notaður, en ekki er þörf á því að þessu sinni.
Astæðan er sú að þátttökufélögunum fer nú
fækkandi. Ekki man ég hversu mörg þau
hafa flest orðið, en trúlega gæti talan fimmtán
verið nærri lagi. I sumar koma fulltrúar tíu
félaga fram á tónleikum SÍHU. Á árunum
upp úr 2000 urðu landssambandsfélögin
flest eða nítján, þó aldrei sendu þau öll
fulltrúa á sama landsmót. Þarna sést í
hnotskurn hvernig dregið hefur úr starfsemi
harmonikufélaganna á undanförnum árum.
Harmonikufélag Rangæinga og Harmo-
nikufélag Selfoss, sem komu fram sitt í hvoru
lagi á síðasta landsmóti, sameinast nú á
Isafirði um að koma fram, en þessi félög hafa
síðustu misseri starfað saman, meðal annars
að mótshaldi á sumarhátíð. Eitt elsta félag
landsins Harmonikuunnendur Vesturlands,
tekur ekki þátt á Isafirði og er það í annað
skipti síðan 1984 sem
þeir eru ekki með.
Ástæðurnar fyrir
þessum breytingum
eru trúlega nokkrar, en
fljótt á litið hefur sá
hópur sem stofnaði
harmonikufélögin á
sínum tíma lítið
endurnýjast og frum-
kvöðlarnir margir farnir síðustu ferðina. Þeir
sem eru í forsvari fýrir félögin í dag leggja
sig alla fram við að halda starfinu með
svipuðum brag og áður, en það verður
erfiðara með hverju árinu. Hluti af þessu
starfi er að halda harmonikumót og dansleiki,
sem laða að skemmtilegt fóik, sem viil blanda
geði við annað fólk með sömu áhugamál. Þá
er töiuvert um að félagar í harmonikufélögum
leiki fyrir fólk á barnaheimilum og
öldrunarheimilum. Harmonikan gengur svo
sannarlega frá vöggu til grafar. Að leggja árar
í bát er hins vegar ekki til í orðabókum
margra og því munu harmonikuunnendur
fjölmenna á Isafjörð um mánaðamódn júní
- júlí. Þeir sem þar eru í forsvari fyrir
landsmótið eru flestir komnir af léttasta
skeiði en ungir í andanum og það gerir
gæfumuninn. Þeir hafa skipulagt mótið af
kostgæfni og þeirra vinna mun skila sér í
skemmtiiegu landsmóti á ísafirði, sem
harmonikuunnendur um allt land munu
njóta og leggja inn í minningabankann.
í fréttum var þetta helst
Hin kunni harmonikuleikari og gleðigjafi
til margra ára hjá FHUR, Flemming Viðar
Valmundsson mun í haust hefja fram-
haldsnám við Tónlistarháskólann í
Kaupmannahöfn. Hann fetar þar með í
fótspor þeirra Helgu Kristbjargar, Jóns
Þorsteins og Jónasar Ásgeirs, sem þar hafa
stundað nám nokkur undanfarin ár. Blaðið
óskar Flemming velfarnaðar á nýjum
tónlistarstigum og vonast til að njóta
hæfileika hans þó síðar verði.
Á komandi landsmóti í ísafirði munu
Harmonikufélag Rangæinga og Selfoss kom
fram sameinuð. Ekki hafa þó féiögin verið
sameinuð, en starfa í sitt hvoru lagi, en leggja
saman í púkkið þegar mikið liggur við.
Nokkrir Hornfirðingar með Hrefnu
Magnúsdóttur í fararbroddi hafa stofnað
Félag harmonikuunnenda í Hornafirði.
Harmonikufélag Hornafjarðar starfaði frá
1994, en var síðast skráð í Harmonikublaðinu
í september 2012 og var Björn Sigfússon
(Böddi á Brunnavöllum) formaður allan
tímann.
Þingeyingurinn snjaili Ásta Soffía
Þorgeirsdóttir, sem nú stundar við nám við
Tónlistarháskólann í Osló er á leið heim tii
tónleikahalds. Með henni í för verða tveir
framúrskarandi samnemendur hennar, þau
Kristina Björdal Farstad og Marius Berglund.
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík hefur
nú ákveðið að söðla um með hátíðina „Nú
er Iag“. Síðustu fimm árin hefur félagið verið
á Varmalandi í Borgarfirði. Næstu
verslunarmannahelgi verðu hátíðin að Borg
í Grímsnesi.
( “ ; ý
Heiðursfélagar SÍHU
Aðalsteinn Isfjörð, Baldur
Geirmundsson, Bragi Hlíðberg og
Reynir Júnasson.
3