Harmonikublaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 8
Landsmótið á Isafirði
dagana 29. júní til 2. júlí 2017
Landsmót S.Í.H.U. verður haldið á Isafirði dagana 29. júní til 2.
júlí nk. Það er Harmonikufélag Vestfjarða sem sér um mótið að
þessu sinni í samvinnu við S.I.H.U., en landsmót hefúr ekki verið
haldið á ísafirði síðan árið 2002. Karitas Pálsdóttir, formaður
Harmonikufélags Vestfjarða, segir að undirbúningur hafi gengið
vel og vonast sé til að mótið heppnist eins vel og árið 2002, en það
mót er mörgum enn í fersku minni.
Landsmótið fer að mestu fram í íþróttahúsinu á Torfnesi þar sem
spilarar hinna ýmsu harmonikufélaga munu flytja dagskrár sínar á
föstudag og laugardag. Þar verða einnig aðaltónleikar gesta mótsins,
en þeir eru að þessu sinni íslenskir ungliðar, sem stundað hafa nám í
Það var góðþátttaka í dansinum á ísafirði 2002, sœllar minningar
Danmörku undanfarið ár. Þeir eru: Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir,
Jón Þorsteinn Reynisson og Jónas Asgeir Ásgeirsson og kalla þau sig
íTríó.
A fimmtudag og föstudag verða dansleikir og uppákomur í þremur
samkomuhúsum á ísafirði, Edinborgarhúsinu, Krúsinni og Húsinu,
þar sem harmonikan verður að sjálfsögðu í aðalhlutverki. A þessum
dansleikjum munu hljómsveitir aðildarfélaga S.I.H.U. láta ljós sitt
Þekkirðu þessa?
Nokkrir lesendur höfðu samband við blaðið vegna myndarinnar,
sem birtist í síðasta tölublaði, m.a. Ingimar Einarsson, Gunnar
Gauti Gunnarsson og Jón Olafsson.
Þessir glaðlegu félagar léku á dansleikjum í Borgarfirði og nágrenni
á árunum upp úr 1960 og þóttu afbragðs góðir. Sá sem lék á
harmonikuna var Ólafur Guðmundsson (1927-1985) kennari við
bændaskólann á Hvanneyri, en auk þess var hann tónlistarkennari
um árabil. Af mörgum talinn einn besti harmonikuleikari landsins.
Bassaleikarinn hét Haukur Gíslason (1932-2010) og starfaði sem
rakari í Borgarnesi, auk þess sinna tónlistarkennslu í Borgarnesi.
Trommuleikarinn var Viðar Loftsson (1942-1985) Hann þótti
ákaflega fær trommari og er haft fyrir satt að þegar hann var í
siglingum á svipuðum tíma og myndin var tekin, hafi hann eitt sinn
leyst trommara af í Hamborg. Sá hét Pete Best og aðrir í hljómsveitinni
voru þeir John Lennon, Paul McCartney og George Harrison. Síðar
tók Ringo Starr við trommunum. Þá þekkja allir.
8
Þröngt máttu sáttir sitja á Isafirði 2002
skína og ókeypis verður á þessa viðburði sem verða á vegum
mótshaldara.
Harmonikufélag Vestfjarða sendi nýlega frá sér bréf þar sem gerð var
grein fyrir gistimöguleikum á svæðinu, en þar fyrir utan verður
margvísleg aðstaða fyrir húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi og tjöld víðs vegar
í kaupstaðnum.
I tengslum við landsmótið verður opnuð sýning í Safnahúsinu á
Isafirði þar sem sýnt verður úrval harmonika úr safni Asgeirs
Sigurðssonar, en hann hefur safnað á þriðja hundrað harmonikum
víðs vegar að af landinu og einnig erlendis frá.
ísafjarðarbær, sem samanstendur nú af hinum gamla Isafirði og
þorpunum fyrir vestan, Þingeyri, Flateyri og Suðureyri og
Hornstrandafriðlandinu norðan ísafjarðardjúps, hefur upp á margt
að bjóða. Bærinn er rótgróinn menningarbær sem tekur vel á móti
gestum sínum, hvort heldur íslenskum sem erlendum og til marks um
aðdráttarafl bæjarins má benda á, að í sumar munu á annað hundrað
skemmtiferðaskip heimsækja Isafjörð.
Aðgangseyrir fyrir alla tónleika mótsins og hátíðardansleik á
laugardagskvöld er kr. 10.000, en hægt verður að kaupa miða á einstaka
tónleika.
Magnús Reynir Guðmundsson. Myndir: Sigurður Harðarson