Harmonikublaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 4
AfVestfirðingum
Starfið hjá Harmonikufélagi Vestfjarða hefur
verið með hefðbundnum hætti að viðbættum
undirbúningi fyrir landsmótið í sumar. Það
hefur verið spilað fyrir eldri borgara á Hlíf
og Eyri og eins á ýmsum samkomum og
viðburðum á félagssvæðinu eins og t.d. Rauða
Kross dansleikjum á sunnudögum.
Félag eldri borgara á Isafirði og nágrenni hélt
árshátíð sína, sem þeir nefna Töðugjöld, í
október sl. A dansleiknum léku félagar í
Harmonikufélagi Vestfjarða. Æfingar voru
haldnar einu sinni í mánuði í haust en í
janúarlok hófust æfingar að nýju og æft
vikulega til undirbúnings fyrir landsmótið.
Félagið náði þeim merka áfanga að verða 30
ára 16. nóvember sl. Ekki vannst tími til að
fagna þá, en ákveðið að minnast afmælisins á
Þrír góSir að vestan
aðalfundinum sem fram fór 26. febrúar sl.
með veglegu kaffisamsæti og spilamennsku.
Magnús Reynir las upp úr fundagerð
stofnfundar og gat um tilurð þess að 19
einstaklingar stofnuðu félagið að frumkvæði
ogeftir sameiginlegan kvöldverð var haldinn
dansleikur fyrir fullu húsi, Sigvaldi Jónsson
skrifaði þessa vísu í gestabókina af þessu
tilefni:
Öll ég virði viðmót hlý
vinahót og kæti,
er þó vanur veislum í
að vera með drykkjulœti.
Félagið fékk Guðríði Guðmundsdóttur
skáldkonu á Isafirði til að gera vísur í tilefni
30 ára afmælis félagsins og voru þær fluttar á
aðalfundinum.
I gegnum árin hefur félagið staðið fyrir
mörgum skemmtunum, kynningu og
dansleikjum í þessi 30 ár og spilað á ótal
samkomum fyrir unga og aldna á
félagssvæðinu, verið með
kynningar í leikskólum og
fært tónlistarskólunum
kennsluharmonikur fyrir
börn. Allt starf félagsins
hefur byggst á samstöðu og
öflugum félagsmönnum sem
unnið hafa að vexti félagsins
og miklu harmonikustarfi í
gleði og sorg. Stór partur af
starfinu hefur verið að
standa fyrir skemmtiferðum
félaganna. Minnisstæðar eru
t.d. ferðir sem félagið hefur
farið til Borgarfjarðar,
Reykhóla, Stykkishólms og
Húsavíkur til að hitta félaga í öðrum
harmonikufélögum, kynnast og efla tengslin,
en ekki síður að eiga með þeim gleðistundir
við harmonikuspil. HV hefur tekið þátt í
öllum landsmótum sem haldin hafa verið frá
Frá afmœlisfundinum. Guðmundur Ingvarsson les fólki pistilinn
Ásgeirs S. Sigurðssonar sem kosinn var
formaður og gegndi hann því í 21 ár enda
aðal kjölfesta félagsins í þessi 30 ár. Gripið var
niður í ýmsum gömlum fundagerðum sem
gaman var að heyra um, meðal annars
heimsóttu Þingeyingar okkur heim árið 1995
4
stofnun félagsins bæði verið með á tónleikum
og leikið fyrir dansi. Félagsmenn okkar hafa
verið duglegir að mæta á landsmót, en þar
hafa oft verið 40-70 manns frá HV.
Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir sem HV
er mjög stolt af, hefur iðulega komið fram
fyrir hönd félagsins bæði á tónleikum og
ýmsum uppákomum, haldið einkatónleika
og með öðrum á Isafirði og víðar um land.
Hún hóf ung að læra á harmoniku í
Tónlistarskóla Isafjarðar og er búin að ljúka
námi í Listaháskóla íslands þar sem hún var
fyrsti harmonikunemandinn. Vorið 2016 lauk
Helga mastersnámi í Kaupmannahöfn þar sem
hún býr nú og spilar auk þess að leika víða á
meginlandinu. Helga er frábær harmo-
nikuleikari sem hefur náð langt með sínum
áhuga, dugnaði og frábærri spilamennsku.
Magnús Reynir rýnir ígamlar jundargerðir
Félagið hefur tekið á móti og staðið fyrir
tónleikum bæði með íslenskum og erlendum
harmonikuspilurum í gegn um tíðina. Ekki
er hægt að telja upp alla þá sem komið hafa
í heimsókn en t.d. komu 2. júní árið 2009
harmonikuhljómsveitin Ljao Landesjugend-
akkordeonorchester frá Bayern í Bæjaralandi
í Þýskalandi og hélt frábæra tónleika í
Hömrum á Isafirði, en Guðmundur
Samúelsson hafði veg og vanda af komu
þeirra til Islands. Hljómsveitina skipuðu 30
ungir harmonikuleikarar, einleikari var
Konstantin Ischenko, stjórnandi var Stefan
Hippe. Þessir tónleikar vöktu mikla og
verðskuldaða hrifningu tónleikagesta sem
höfðu fyllt salinn og ætlaði fagnaðarlátum
aldrei að linna. Harmonikukvintettinn í
Reykjavík, undir stjórn Guðmundar
Samúelssonar, sem skipaður var frábærum
ungum harmonikuleikurum, þeim Álfheiði
Gló Einarsdóttur, Hauki Hlíðberg, Halldóri
Pétri Davíðssyni, Flemming Viðari
Valmundssyni og Jónasi Ásgeiri Ásgeirssyni,
hélt tónleika í Hömrum á Isafirði 1. október
2011. Var gaman að heyra unga og efnilega
harmonikuleikara spila og var þeim vel fagnað.
Kveðja,
Karitas Pálsdóttir
Myndir Marzelltus Sveinbjörnsson