Harmonikublaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 11

Harmonikublaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 11
Landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda verður haldið á Isafirði dagana 29. júní til 2. júlí nk. í boði Harmonikufélags Vestfjarða Segja má að mótið hefjist með opnun Harmonikusains Asgeir Sigurðssonar í Safnahúsinu (Gamla sjúkrahúsinu) klukkan 17:00 á fimmtudaginn. Um kvöldið geta mótsgestir síðan dansað á veitingastöðunum Krúsinni í Alþýðuhúsinu, Húsinu við Hrannargötu 2 og Edinborgarhúsinu, Aðalstræti 7. Þessir staðir verða einnig opnir á föstudagskvöldið. Landsmótið verður síðan sett fyrir sunnan Iþróttahúsið klukkan 14:00 ef veður leyfir. Tónleikadagskrá hefst í Iþróttahúsinu klukkan 15:00. Aðgangseyrir verður kr. 10.000- á alla tónleika og lokadansleik í Iþróttahúsinu en á stöku tónleika kr. 3.000.- Aðstaða fyrir ferðahýsi - húsbíla er á til þess gerðu svæði á Suðurtanga, við safnasvæðið í Neðstakaupstað, á vegum Kagrafells ehf., sími 862-8623 . Nóttin pr. mann kr. 1.000.- + rafmagn kr. 800.-. Aðaltjaldstæði Isafjarðar er í Tungudal, sími 894-1500, nóttin á mann kr. 1.700., rafmagn kr.1.000,- , 25% afsláttur fyrir öryrkja og aldraða, frítt fyrir yngri en 17 ára. Fjórða nóttin frí, ef keyptar eru fjórar nætur saman. Svefnpokagistingu er hægt að fá hjá Gamla Gistihúsinu Mánagötu, sími 456-4146 og Skíðaskálanum í Tungudal, Kvennabrekku, sími 860-5560. Einnig verður hægt að tjalda við Menntaskólann, sími 444-4960. Verið velkomin á Harmonikuhátíð fjölskyldunnar í félagsheimilinu Asbyrgi, Laugabakka Miðfirði sem haldin verður 16. -18. jtfiií 2017 og laugardagskvöld kl. 21:00 - 01:00. Föstudagskvöld: Nikkólína. Laugardagskvöld: Hljómsveit Sveins Sigurjónssonar Skemmtidagskrá, happdrætti og kaffihlaðborð á laugardeginum frá kl. 14:00. Aðgangseyrir yfir helgina kr. 6.000.- Nánari upplýsingar gefa Melkorka s. 434-1223 / 869-9265 og Sólveig s. 452-7107 / 856-1187. Harmonikufélagið Nikkólína og Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum 11

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.