Harmonikublaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 15

Harmonikublaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 15
hvorki verður mæld í vindstyrk né vatnsmagni, heldur í vináttu, kærleika og gleði. Þetta er það sem sameinar félögin í dag. Þetta er að mínu mati stærsti og áhrifaríkasti viðburður sem framkvæmdur hefur verið af einstaklingum um framgang harmonikunnar. Fleiri hundruð ef ekki þúsundir sækja þessar útihátíðir, hitta gamla vini og eignast nýja. Kalla má þetta lffstíl hjá stórum hópi fólks. Það væri full ástæða tii þess að skrá þetta sérstaklega sem heimildir í bækur sögunnar. Hjartans þakkir fyrir framtakið félagar. Harmonikuþættirnir hans Gunnars Kvaran á INN hafa verið mjög góðir og ég veit að þeir hafa fengið mikið áhorf, nú þarf bara að snúa sér að Hringbraut og hvernig væri að gefa ungu fólki tækifæri til að stjórna svona þætti, það gæti verið tilbreyting í því og jafnvel vakið áhuga hjá yngri kynslóðinni. Nú í ár fögnum við 100 ára fullveldi Islands, þetta er kjörið tækifæri fyrir SIHU að blása til sóknar og gera eitthvað verulega skemmtilegt af þessu tilefni, við eigum alltaf að vera vakandi og taka þátt í hvers konar viðburðum sem í boði eru með harmonikuna að vopni. Að þessu sögðu finnst mér staðan vera nokkuð góð, en það er farið að molna undan kjarnanum og við því þarf að bregðast. Harmonikufólk um land allt gleðilegt sumar. Lifið heil! 9. apríl 2018, Guðrún Guðjónsdóttir Harmonikufélagi Reykjavíkur Skoflifl timaritis og flettið harmonikublöðum frá 1986 Þórir Magnússon f. 25. febrúar 1938 - d. 29. janúar 2018 Þórir Magnússon trommuleikari er fallinn frá tæplega áttræður að aldri. Genginn er merkis maður, bæði sem tónlistarmaður og góðmenni. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða all lengi en var lunkinn að halda sínum áætlunum án þess að kvarta. Ég kynntist þessum öðlingi fyrir rúmum 40 árum er við tókum þátt í stofnun Félags harmonikuunnenda Reykjavík árið 1977. Er hópurinn stækkaði og við tókum að hittast á ýmsum viðburðum, varð manni Ijóst hversu þekktur Þórir var innan tónlistargeirans. Hann hafði verið þátttakandi sem trommari með mörgum hljómsveitum og hefúr svo verið allar götur síðan. Ekki nóg með það, í okkar félagsskap höfum við til fjölda ára boðið erlendum harmonikusnillingum m.a. á árshátíðir og hefur þá Þórir ávallt verið fenginn til að spila með þeim. Án undantekninga hafa þessir menn borið á hann lof fýrir góðan og taktfastan trommuleik. Er ég kom fýrst á Hjallaveginn þar sem hann bjó með móður sinni, sagði hún mér að þegar reynt var fýrst að kenna Þóri hefðbundna borðsiði, svo sem að nota hnífapör við borðhaldið, hafi stráksi strax beitt þeim sem trommukjuðum af miklum móð svo undirtók. Einn daginn hringdi Þórir sem oftar í mig, þá vegna bilunar í hitakerfi íbúðar hans á Hjallaveginum. Plötu var smellt á fóninn með fjörugri harmoniku- tónlist. Þegar kerfið tók að hitna, renndi minn maður á könnuna af rómaðri gestrisni, með brosi og kærleika. Hljóm- plötusafn trommarans er digurt að vöxtum, en hann keypti allar harmoniku- hljómplötur og diska innlenda sem erlenda það best ég veit og kunni líka að njóta þeirra. Þá var hann áskrifandi að blaðinu Harmonikan er fýrst kom út 1986 og síðar Harmonikublaðinu eftir að hið fýrra lagði upp laupana. Þórir fýlgdist vel með því sem var að gerast í harmonikumálum og eftir að harmonikumótin hófust stundaði hann þau af miklum móð með vini sínum Guðmundi E. Jóhannssyni sem var bíleigandi. Eitt sinn er þeir félagar komu saman á mót Harmonikunnar í Galta- lækjarskógi sagði Guðmundur heldur súr á svip að Þórir hafi nánast sofið í bílnum á leiðinni austur, þrátt fýrir að fjörug harmonikutónlist hafi hljómað um bílinn. Þórir átti auðvelt með láta sér renna í brjóst. Þórir og Guðmundur voru báðir starfsmenn hjá Reykjavíkurborg, voru góðir vinir með sömu áhugamál þó ólíkir væru. Þeir vinirnir þeystu á Lödunni milli móta á sumrin, þótt farartækið sýndi oft ýmsa lesti á löngum ferðum, held þó að hljómflutningstækin hafi skipt höfuðmáli í hinni rússnesku fjórhjóla tónleikahöll. Þórir hafði yndi af að ferðast, innanlands sem utan. Á góðri stund hafði hann gaman af að segja frá, var minnugur á staðháttu, hafði skemmtilegan og lúmskan húmor. Þá kom fram sérstakur grallarasvipur og bros er líka sást í tilþrifúm við trommurnar. Félag harmonikuunnenda Reykjavík var hans stóra lán í lífinu, þar fann hann sig velkominn, stundaði allar samkomur þess, var trommari á öllum böllum og átti innan félagsins góða og trausta vini. Hann var sæmdur silfurmerki félagsins 1997 og gerður heiðursfélagi 2008. Þessi sómakæri maður sem aldrei vildi vera fýrir neinum hefur nú öðlast frið og hvíld, en minningin um góðan trommuleikara og gull af manni mun lifa. FHUR sendir samúðarkveðjur til systkina Þóris, ættingja og annarra ástvina. Hilmar Hjartarson 15

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.