Harmonikublaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 19

Harmonikublaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 19
Fréttir frá Harmonikufélagi Vestfirðinga Baldur, Villi Valli ogMagnús Reynir hafa löngum glatt Vestfirðinga með leik sínum Aðalfundargestir við veisluborðið Júlíus Hafsteinn Vilhjálmsson nýkjörinn formaður ásamt eiginkonunni Höllu Sigurðardóttur Starfsemi Harmonikufélags Vestfjarða hefur verið með rólegra móti í vetur eftir annasamt starf við undirbúning og framkvæmd 13. landsmóts SIHU sem fram fór á Isaftrði s.l. sumar. Mikill fjöldi harmonikuunnenda tók þátt í mótinu sem við í félaginu erum stolt og glöð með hvernig til tókst. I tengslum við landsmótið var opnuð sýning á harmonikum úr Harmonikusafni Asgeirs S Sigurðssonar í Safnahúsinu á ísafirði sem stóð yfir allt sumarið. Safnið fékk 5 nikkur landsmótsdagana til viðbótar í safnið og eru því yfir 230 harmonikur komnar í þetta frábæra safn sem Ásgeir hefur haft veg og vanda af. Lagfært lasnar harmonikur, skráð sögu þeirra og varðveitt og þar með komið í veg íyrir að margar af gömlu harmonikunum hafi glatast. Þetta framtak Ásgeirs er ómetanlegt til sögu harmonikunnar og á hann miklar þakkir fyrir, en safnið er það eina þeirrar gerðar í landinu. Diskana frá Landsmótinu á Isafirði, sem eru fimm af öllum viðburðum mótsins, er hægt að panta hjá Frummynd í tölvupósti. Netfang: frummynd@gmail.com A aðalfundi SlHU í september s.l. afhenti undirrituð f.h. Harmonikufélags Vestfjarða ýmislegt sem gefið var út í sambandi við landsmótið á Isafirði, eins og fána, dagskrá, auglýsingar og fleira til varðveislu í von um að stjórnin haldi til haga munum sem tengjast sögu sambandsins og landsmóta sem er stór þáttur í sögu SIHU. Það er orðið tímbært að huga að þessum munum svo þeir glatist ekki. Harmonikuleikarar félagsins hafa haft mikið að gera við að spila á ýmsum uppákomum á félagssvæðinu t.d. á Hjúkrunarheimilinu Eyri, á Hlíf íbúðum aldraðra á ísafirði, áramótagleði sem félagar í Kiwanisklúbbnum Básum halda fyrir eldri borgara, dansleikjum sem Rauði Krossinn stendur fyrir á sunnudögum einu sinni í mánuði að vetri. Aðalfundur félagsins vegna 2017 fór fram sunnudaginn 8. apríl s.l. í húsi Kiwanisklúbbsins Bása, fundurinn var vel sóttur. Við stjórnarkjör var nýr formaður Júlíus Hafsteinn Vilhjálmsson kosinn í stað Karitasar Pálsdóttur sem ekki gaf kost á sér áfram. Aðrir í stjórn eru Magnús Reynir Guðmundsson, Hólmgeir Pálmason, Sigríður Gunnarsdóttir, Messíana Marselíusdóttir, í varastjórn Sigrún Sigurðardóttir og Elínbjörg Snorradóttir. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf var boðið upp á kaffihlaðborð með ýmsu góðgæti sem fundarmenn gerðu góð skil. Að síðustu var slegið upp balli þar sem þeir spiluðu af sinni alkunnu snilld Baldur Geirmundsson, Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) og Magnús Reynir. Veturinn hefur verið okkur Vestfirðingum hagsæll og vorveðrið í mars og apríl brætt þann litla snjó sem hér var. Bestu sumarkveðjur, Karitas M Pálsdóttir Hinn árlegi harmonikudansleikur Harmonikufélags Héraðsbúa verður íValaskjálf á Egilsstöðum laugardaginn 25. ágúst. Allir velkomnir. Stjórnin T X <y CD HERAÐSBUA 19

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.