Harmonikublaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 2

Harmonikublaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 2
Ávarp formanns Ágæti harmonikuunnandi Eg vona að vetrarstarf aðildarféiaganna hafi verið gott og gefandi öllum þeim er tóku þátt í því og að aiiir séu glaðir og sælir eftir veturinn. Ég hef fylgst með nokkrum félögum sem haldið hafa úti dansleikjahaldi og öðrum viðburðum, sem er gott til að vita. Það hefur verið hefð í gegn um árin að sambandið standi fyrir æfingabúðum að Reykjum í Hrútafirði fyrir ungmennin okkar og var farið í þetta verkefni upp úr áramótum og var haft samband við flestalla harmonikukennara og tónlistarskóla vegna þessa verkefnis. Það er skemmst frá því að segja að ekki fékkst næg þátttaka til þess að halda þessar æfingabúðir og er það miður. Þetta hefur verið reynt núna í þrjú skipti, án þess að þátttaka hafi verið nóg og er það spurning hvort eigi að reyna halda þessu verkefni áfram eða hætta hreinlega við. Ég hef aila tíð verið talsmaður þess að eitthvað sé gert til þess að laða unga fólkið að aðildarféiögunum og fá þau til að verða virkir félagar innan þeirra. Það er nú einu sinni svo að í gegnum árin hefur verið mikil umræða um það hvernig við fengjum unga fólkið til að samlagast og vera virkt innan félaganna og var þetta verkefni liður í því af hálfu stjórnar sambandsins. Starf stjórnar SIHU hefur verið með hefðbundnum hætti þennan veturinn og símafundir haldnir reglulega þar sem hin ýmsu mál hafa verið rædd, svo sem lokun sjónvarpsstöðvarinnar INN, en við lokun stöðvarinnar hættu útsendingar á harmonikuþættinum „HARMONIKAN HEIÉÉAR“ sem þar var sýndur. Það er nokkuð ljóst að ekki verða harmonikuþættir á dagskrá í sumar, en hvað verður í haust er til skoðunar og þá í samvinnu við aðra sjónvarpsstöð. Einnig hefur stjórn rætt mikið um næsta landsmót árið 2020, hvar það skuli haldið. Ekki hafa borist neinar umsóknir frá aðildarfélögunum um að taka að sér næsta landsmót. Komið hefur tillaga til stjórnar um að halda harmonikutónleika í haust í tilefni af fullveldisafmælisári og er lagt til að bestu harmonikuleikarar landsins komi fram á þessum tónleikum. Stjórn sambandsins er með þessa tillögu til skoðunar og vonandi getur orðið af þessum tónleikum. Sumarið er alitaf tilhlökkunarefni harmo- nikuunnenda. Harmonikumótin fara af stað hvert á fætur öðru og þetta sumarið verður engin breyting á því. Þessi mót eru eintóm skemmtun þar sem tónleikahald og dansleikir eru í forgrunni. Þarna hittist fólk með sama áhugamál og tónar harmonikunnar hljóma um móts- svæðin. Vonandi verða þessi harmo- nikumót vel sótt og veðurguðirnir mótshöldurum hagstæðir. Harmo- nikumótin eru aug- lýst í þessu blaði, þannig að allir geta byrjað að skipuleggja sig fyrir átökin. Þessi pistill verður sá næst síðasti sem ég skrifa í Harmonikublaðið sem formaður sambands- ins. Eg hef komið þeim skilaboðum til stjórnar og annarra að ég gef ekki kost á mér til formennsku á næsta aðalfundi sam- bandsins sem haldinn verður í boði Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð í byrjun október 2018. Það er von mín að sumarið verði okkur öllum gjöfult og gott og að Harmonikudagurinn, laugardagurinn 5. maí gefi tóninn fyrir það sem koma skal í sumar. Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegs sumars. Gunnar Kvaran, formaður Heiðursborgari ísafjarðar Villi Valli hefur verið gerður að heiðursborgara Isafjarðarbæjar. Þetta er mikill heiður fyrir listamanninn, sem orðinn er hálfgerð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Þetta mun vera fyrsti íslenski harmonikuleikarinn sem hlýtur þennan heiður. Villi Valli fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 26. maí 1930. Strax á barnsaldri var ljóst að Villi Valli bjó yfir óvenjulegum tónlistarhæfileikum og lék td. í fyrsta sinn á harmoniku fyrir dansi á Flateyri aðeins tólf ára gamall. Harmonikuunnendur þekkja best til Villa Valla með nikkuna, en hann er einnig prýðilegur saxófónleikari. Árið 1950 flutti Villi Valli til Isafjarðar og nam hárskera- og rakaraiðn og varð það hans aðalstarf í ríflega sextíu ár. Hann hefur starfað með Harmonikufélagi Vestfjarða frá upphafi þess félags og verið einn af burðarásum þess. Alla tíð hefur jazz verið í uppáhaldi hjá Villa Valla og fáir sem snarstefja betur, eins og Jón Múli hefði orðað það. Hann hefur komið að stofnun fjölmargra hljómsveita af ýmsum stærðum og gerðum í gegn um tíðina. Villi Valli er ágætis lagasmiður og tveir diskar hafa komið út með tónlist hans. Guðný Magnúsdótdr eiginkona Villa Valla lést á síðasta ári en þau eignuðust fjögur börn. Villi Valli hefur alla tíð verið í miklum metum meðal harmonikuunnenda. Friðjón Hallgrímsson Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggöasafni Vestfjarða. Sími: 456 3485 qg 844 0172. Netfang: assigu@intcrnct.is Vcffang: www.ncdsti.is BvsgiWiaín 2

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.