Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2020, Page 30

Víkurfréttir - 16.09.2020, Page 30
„Þetta var sannkallað draumahögg því boltinn stefndi beint á pinnann allan tímann,“ segir Snæbjörn Guðni Valtýsson, kylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja, en hann fór holu í höggi á 8. braut Hólmsvallar í Leiru síðasta föstudag. Snæbjörn sló með 9-járni og hitti boltann vel. „Ég sá hann ekki fara ofan í en var með góða tilfinningu þegar ég gekk upp brautina að flöt og var þokkalega bjartsýnn þegar ég sá ekki boltann við pinnann. Þá var hann í holunni,“ segir Snæbjörn sem hefur einu sinni áður farið holu í höggi, á 16. braut Leirunnar. Snæbjörn Guðni gerði sér síðan lítið fyrir í næsta hring sem hann fór daginn eftir og lék þá 8. brautina á fugli. Okkar maður greinilega sjóð- heitur enda duglegur kylfingur. Draumahögg hjá Snæbirni Guðna í Leirunni Snæbjörn Guðni á 8. flötinni á Hólmsvelli. Aron Ómarsson er kominn með aðra höndina á þriðja Íslandsmeistaratitil sinn í þolakstri Aron Ómarsson úr Vélhjólaíþróttafélagi Reykjaness keppti í þolakstri á torfæruhjólum um síðustu helgi, keppnin fór fram á Hellum í Landssveit og voru 110 keppendur skráðir til leik. Aron stóð uppi sem sigurvegari í keppninni en hann hefur sigrað í öllum keppnum sumarsins og leiðir Ís- landsmótið á fullu húsi stiga. Þann 10. október verður lokakeppnin haldin á Flúðum og þar nægir Aroni að enda í fimmta sæti til að tryggja sér þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð. En hvað er þolakstur? Víkurfréttir spurðu Aron nánar út í íþróttina. – Það liggur beinast við að spyrja, er ekki bara formsat- riði að klára keppnina? „Ég segi það nú ekki, það getur allt gerst. Hjólið gæti bilað eða eitthvað óvænt komið upp á en þetta lítur vel út,“ segir Ómar. – Segðu mér aðeins frá þo- lakstri, út á hvað gengur hann? „Þolakstur er afbrigði af mótorkrossi. Í mótorkrossi keyrir maður alltaf sama hringinn, yfirleitt lítill tveggja mílna hringur, en í þolakstri getur hringurinn verið allt að tuttugu kílómetrar í alls kyns landslagi; upp um fjöll, yfir ár o.þ.h. Þetta er hálf- gert fjallarall mætti segja, þar sem er keppt í níutíu mínútur í senn – það reynir á svona gamla menn eins og mig.“ – Hvernig byrjaðir þú í þessu sporti? „Ég byrjaði bara þegar ég var ungl- ingur á skellinöðrum og svo koll af kolli. Við Suðurnesjamenn erum með eitt flottasta svæðið á landinu, út við Seltjörn, sem er nánast opið allan sólarhringinn nema þegar snjóar – en við hjólum eiginlega líka þegar snjóar. Félagið okkar, Vélhjóla- íþróttafélagi Reykjaness, er með eitthvað yfir tvö eða þrjú hundruð meðlimi og við erum sennilega næst- stærsti klúbburinn á landinu.“ Aron er einn þeirra sem stofnaði félagið, þá fjórtán ára, og hann situr í stjórn félagsins. Aron segir að þó svæðið sé eitt það flottasta á landinu þá vanti talsvert upp á aðstöðu og tækjabúnað félagsins. Mikið jarðrask fylgir mótorkrossinu og því er þörf á jarðvinnuvélum til að lagfæra og endurgera brautir, slík tæki á klúbb- urinn ekki og treystir á að geta leigt þau þegar á þarf að halda – með öllum þeim kostnaði sem því fylgir. „Þegar við héldum Íslandsmótið í fyrra komum við út í tveggja milljóna tapi því við þurftum að leigja jarðýtu og þetta eru háar upphæðir fyrir lítið félag. Það er ekki nóg að vera með hrífu þegar það er búið að spóla upp brautirnar,“ segir Aron. „Flestir klúbbar eiga litlar gröfur eða jarðýtur sem þeir hafa fjárfest í en okkur hefur ekki tekist að eignast svona litla vél þótt við þyrftum að eiga eina þannig til að geta haldið svæðinu við. Það hefur aftrað okkur frá því að viðhalda svæðinu eins vel og við viljum. Svo höfum við komið útvegað að okkur gömlum gámum sem við höfum reynt að koma okkur upp að- stöðu í en við höfum ekki aðgang að vatni eða rafmagni svo við náum aldrei að gera þetta eins flott og það þyrfti að vera. Þeir styrkir sem við fáum hrökkva skammt þegar kemur að uppbyggingu félagsaðstöðunnar. Það var aðeins auðveldara að sækja styrki til fyrirtækja og einstaklinga fyrir hrun en núna.“ Vélhjólaíþróttafélagið Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness er í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar og heyrir undir MSÍ, Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands, sem er æðsti aðili um öll mál mót- orhjóla- og snjósleðaíþrótta innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands (ÍSÍ). Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands er aðili að Alþjóða vélhjólaíþróttasam- bandinu, FIM. „Í mótorkrossi og þolakstri eru haldnar í kringum tíu keppnir til Íslandsmóts á hverju ári auk bikar- móta svo það er nóg að gera,“ segir Aron. „Menn geta verið í þessu nánast allar helgar yfir sumar- tímann. Yfirleitt leggja menn áherslu á aðra hvora greinina en svo er allur gangur á því. Það er erfitt að elta þetta allt saman.“ – Hvernig hefur keppnistíma- bilið verið í ár, hefur ástandið ekki haft áhrif á mótahaldið? „Jú, þetta ætti að vera búið núna. Yfirleitt byrjum við í byrjun maí en byrjuðum ekki að keppa fyrr en um miðjan júlí, tafðist um einn og hálfan mánuð. Samt sluppum við ágætlega miðað við margar aðrar íþróttir. Þetta er ekki snertisport, við erum bara hver á sínu hjóli og með lokaða hjálma. Þetta er ekki eins og í fótboltanum, við snertum lítið hvern annan. Þannig að það var auðveldara fyrir okkur að halda úti æfingum þótt við hefðum þurft að fresta keppnunum.“ – Hvert ættu þeir að snúa sér sem hafa áhuga á þessum íþróttum? „Það er allt komið á Facebook, við erum með Facebook-síðu (Vélhjóla- íþróttafélag Reykjaness) og þar er hægt að spyrja um allt sem fólki dettur í hug. Svo er msisport.is síða Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasam- bandsins og þar er líka upplýsingar að fá,“ segir Aron að lokum. Aron er hér á fleygiferð á hjólinu, hann er með góða forystu í keppni um Íslandsmeistaratitilinn í ár. GRINDVÍKINGAR ÍSLANDS- MEISTARAR Í 5. FLOKKI Grindvíkingar fögnuðu innilega þegar 5. flokkur UMFG varð Íslandsmeistari A-liða í knatt- spyrnu. UMFG lagði Breiðablik í skemmtilegum og mjög spenn- andi leik sem lauk með 3:2 sigri heimamanna síðasta föstudag. Eysteinn Rúnarsson skoraði tvö mörk, þar á meðal sigurmarkið á lokamínútunum. Blikar komust yfir en Andri Karl Júlíusson Hammer jafnaði. Staðan var 1:1 í hálfleik. Í seinni hálfleik komumst heimamenn yfir með frábæru skallamarki Eysteins Rúnarssonar. Blikar jöfnuðu að bragði en sigurmark heimamanna kom í blálokin þegar Eysteinn skoraði úr vítaspyrnu. Bæði lið áttu hættuleg marktæki- færi á síðustu mínútunum, Blikar áttu sláarskot og heimamenn áttu skot í stöng. Fögnuður Grindvík- inga var mikill þegar flautað var til leiksloka. Á heimasíðu UMFG kemur fram að þetta séu tvö bestu lið landsins í þessum aldursflokki en þessi sömu lið mættust í úr- slitum á N1-mótinu fyrr í sumar. Þar hafði Breiðablik betur. Frábær umgjörð var í kringum úrslitaleikinn. Settur upp var sér- stakur átta manna völlur fyrir framan stúkuna á aðalvellinum í Grindavík. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína á Grindavíkurvöll til að fylgjast með þessum frábæra leik sem einnig var sýndur í beinni á GrindavíkTV. Íslandsmeistaralið Grindavíkur 2020: Arnar Eyfjörð Jóhannsson Orri Sveinn Á. Öfjörð Sölvi Snær Ásgeirsson Breki Þór Editharson Hafliði Brian Sigurðsson Helgi Hafsteinn Jóhannsson Andri Karl Júlíusson Hammer Reynir Sæberg Hjartarson Caue Da Costa Oliveira Eysteinn Rúnarsson Þjálfarar: Anton Ingi Rúnarsson Nihad Hasecic Þegar rýnt er í sögubækurnar má til gamans geta að Breiðablik lék við Keflavík í sama aldursflokki til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn árið 1972 og var leikurinn sýndur í Ríkissjónvarpinu og Ómar Ragnarsson lýsti. Þá sigruðu Blikar 3:1 eftir að Keflavík hafði náð forystu með marki Ragnars Margeirssonar. Aron hársbreidd frá Íslandsmeistaratitli í þolakstri 30 // vÍKURFRÉTTIR á sUðURNEsJUM Í 40 áR

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.