Feykir


Feykir - 14.08.2019, Side 11

Feykir - 14.08.2019, Side 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Pollur Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Feykir spyr... Hvað gerðir þú um verslunarmanna- helgina? Spurt á Facebook UMSJÓN : Eysteinn Ívar „Ég eyddi verslunarmanna- helginni í blíðskapar- veðri í bústað tengda- fjölskyldunnar í Skorradal. Fjallganga, Skorradalsleikar og mikið af góðum mat.“ Brynjar Þór Björnsson Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ótrúlegt - en kannski satt... Hinn 1. janúar 2019 voru landsmenn 356.991, samkv. tölum Hagstofunnar og hafði þá fjölgað um 8.541 frá sama tíma árið áður eða um 2,4%. Konum (174.154) fjölgaði um 1,9% og körlum (182.837) fjölgaði um 2,9%. Ótrúlegt, en kannski satt, þá er líklegast að barn komi í heiminn á þriðjudögum. Meðlæti með grillmatnum Að þessu sinni ætlar Feykir að mæla með meðlæti fyrir grillrétti sumarsins. Þar er af mörgu að taka og er það sem hér varð fyrir valinu tekið sitt úr hverri áttinni en uppskriftirnar eiga það sameiginlegt að umsjónarmaður hefur fengið vatn í munninn við að lesa þær þó að vísu hafi hann ekki prófað þær allar. ( Feykir mælir með) frida@feykir.is Tilvitnun vikunnar Aumingja er maðurinn sem ánægjuna ráðast af leyfi annars /Madonna UPPSKRIFT 1 Kryddlögur Uppskriftin að þessum kryddlegi er fengin af netinu en nú er gleymt af hvaða síðu. Þessi kryddlögur hentar vel með lambakjöti. ½ dl þurrt sérrí 1 dl ólívuolía 1 dl sojasósa safi úr einni sítrónu 3 msk púðursykur 3 msk Dijon-sinnep 3 stönglar rósmarín, saxið nálarnar salt og pipar Aðferð: Blandið öllu saman og veltið kjötinu vel upp úr kryddleginum. Látið kjötið marinerast í að minnsta kosti 2-3 klukkustundir áður en það er grillað. UPPSKRIFT 2 Ofnbakaðar sætar parmesan kartöflur Þessi uppskrift er fengin af síðunni Ljúfmeti og lekkerheit. 2 sætar kartöflur 2 tsk pressaður hvítlaukur 1 msk ólífuolía 2 msk smjör, brætt 4 msk rifinn parmesan ostur ½ tsk hvítlaukssalt ½ tsk ítölsk kryddblanda Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Afhýðið kartöflurnar og skerið í 2 cm teninga. Setjið hvítlauk, olíu, smjör, hvítlaukssalt, parmesan og ítölsku kryddblönduna í plastpoka og blandið vel. Bætið sætu kartöflunum í pokann og hristið hann vel, þannig að kartöflurnar verði hjúpaðar olíu-, smjör- og ostablöndunni. Setjið álpappír yfir ofnplötu, spreyið léttilega yfir með olíu og dreifið kartöflunum yfir. Bakið í um 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn. „Var heima i firðinum fagra og kíkti einnig í bústað í Hegranesinu.“ Halldór Jón Sigurðsson Kryddsósa og mangó- og lárperusalsa. MYND: FE „Ég var nú bara að vinna og flaug svo til Þýskalands á mánudeginum.“ Áróra Árnadóttir „Ég fór á Eina með öllu á Akureyri, skellti mér í Sjallann og skemmti mér geggjað vel. Skál fyrir því!“ Dagmar Lilja Hreiðarsdóttir UPPSKRIFT 3 Kryddsósa með grillmatnum 1 dós sýrður rjómi, 10 eða 18% 2 msk majónes 1 msk Dijon sinnep 1 tsk sítrónsafi 1 tsk sykur 2-3 hvítlauksrif, marin 2 msk söxuð steinselja Aðferð: Blandið saman sýrðum rjóma og majónesi. Blandið öðru hráefni saman við. Látið bíða um stund. Þessi sósa er mjög góð með grilluðu kjöti, bökuðum kartöflum og grænmeti. UPPSKRIFT 4 Mangó- og lárperusalsa Þessi uppskrift er fengin úr gömlu Gestgjafablaði. Salsað er mjög gott með grillmat, bæði kjöti og fiski. Þeir sem ekki eru hrifnir af kóríander geta sleppt því, þó mér finnist það setja punktinn yfir i-ið, og í staðinn mætti t.d. nota steinselju. 1 þroskað mangó 1 þroskuð lárpera (avókado) ½ rauðlaukur ¼ rautt chili safi úr ½ - 1 límónu 1 msk ólífuolía ½ tsk (gróft) salt eða eftir smekk 1 dl ferskur kóríander Aðferð: Skerið mangó og lárperu í smábita. Saxið rauðlauk og chili í mjög smáa bita og blandið saman við. Kreistið safann úr límónunni yfir ásamt ólífuolíunni og sáldrið salti yfir. Saxið kóríander og bætið við. Bætið við límónusafa og salti ef óskað er. Það fer eftir smekk hvers og eins hve salsað er haft fínt skorið. Verði ykkur að góðu! 30/2019 11 Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Á Ísafirði er ég stór. Ofursmár í kýlunum. Milli landa liggur sjór. Leikvangur hjá sóðunum.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.