Freyr - 15.11.1967, Qupperneq 3
FREYR
BÚNADARBLAD
Freyr nr. 22 — nóvember 1967
63. árgangur
Útgefendur:
BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS
STÉTTARSAMBAND BÆNDA
Útgáfustiórn:
EINAR ÓLAFSSON
HALLDÓR PÁLSSON
PÁLMI EINARSSON
Ritstjórn:
AGNAR GUÐNASON
GÍSLI KRISTJÁNSSON
(ábyrgðarmaður)
Heimilisfang:
PÓSTHÓLF 390, REYKJAVÍK
BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK
Prentsmiðja Jóns Helgasonar
Reykjavík - Sími 38740
Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og
auglýslngar:
Bœndahöllinni, Reykjavík — Simi 19200
EFNI:
Um veturnœtur
Kostamesta sauðféð
Sauðnautið og sauðkindin
Hjarðmaðurinn
Mat á heyjum
Ford og Fordson
Bœndaleiðtogar Fœreyinga
Vigfús Helgason, minning
Stálgrindahús
Molar
Um veturnætur
Sumarið 1967 er horfið á hak við tímans tjald. Vetur er
genginn í garð. Enginn veit Invað hann færir okkur af
gagni og gæðum, vá eða vanda. Hitt er þó vist, að mann-
leg atorka og nýting vitsmuna, í baráttunni fyrir tilver-
unni, hlýtur að verða miklu ráðandi um, hversu fer um
velferð mann og málleysingja.
Þetta er engin ný saga, en er þó alltaf ný: að fyrir-
hyggja og skynsamlegar athafnir þurfa að vera ofarlega
í huga og athöfn, ef slys og vá skal haldið langt frá borði
á fleyi lífsins, er flytur okkur öll að einhverju endamarki.
Fyrir bóndann er það sitt af hverju, sem hugleiða ber
um veturnætur, eins og endranær og ekki síður en vant
er. Fyrirhyggja um hag og velsæld manna og skepna, er
þá ofarlega í huga. Með afrakstur sumarsins mætir hann
vetri, sem enginn veit hvort reynist örðugur eða ágœtur.
Hinn takmarkaði fengur, sem í þetta sinn hefur aflast,
hrekkur of stutt, ef veturinn reynist þungur í skauti og
lengri en í meðalári. Fr þá víst að mikla fyrirhyggju þarf
til að komast vel af og geta að vetri loknum litið til baka
með sigurgleði í huga.
Fóðurfengur bœnda er lítill að þessu sinni, en efa-
laust betri en í meðallagi að fóðurgildi. Það léttir ékki
vandann að nýta hið litla vel. Það orkar varla tvímœlis,
að langflestir verða að byrja strax á haustnóttum að spara
hey, beita öllum skepnum eins lengi og gengið getur og
gefa þeim kraftfóður með beitinré.
Nú vill svo vel til, að innlent próteinfóður er miklu
ódýrara en um undanfarin ár, en beitargrös eru jafnan
próteinsnauð; því er gott að hafa innlenda uppbótarvöru
að fóðra með. En gætið þess, bœndur góðir, að ekki sé
rotvarnarefni i því síldarmjöli, sem þið kaupið, og kaupið
því aðeins, að ábyrgð um það fylgi. Og kaupið ekki brúnt
og brankað síldar- eða fiskimjöl nema með afföllum, því
að slík vara getur verið líiils virði.
Og útlent kjarnfóður er nú fáanlegt með sœmilegu eða
góðu verði. í fyrra voru það ýmsir, sem keyptu ómalaðan
maís og fóðruðu með honum þannig. Þetta er vanhyggja,
því að ómalað korn nýtist lakar en kurlað, fóðurgildið
vex að mun við að mala, af því að þá meltist það betur.
Sparið því heyin framan af vetri og notið kjarnfóður og
kraftfóður svo að öruggt verði að ekki skorti hey í vor.
G.
F R E Y R
439