Freyr - 15.11.1967, Qupperneq 9
arnir gætt hjarða bændanna, sumar eftir
sumar, allt frá því þær voru reknar úr
heimabyggð í gróanda vori, unz vetrarríki
fjalla og öræfa knúði til heimfara á haust-
nóttum. Að sjálfsögðu er ekki hægt að
rekja hér atburðaröð, sem nefnd bók segir
frá, á meira en 400 síðum í stóru broti. Röð
sú gerist á nefndum slóðum, sem að sjálf-
sögðu eru okkur íslendingum framandi, en
margt af því, sem þar er til frásagnar, er
svo nauðalíkt sem við, gömlu smalarnir ís-
lenzku, höfum komizt í kynni við fyrr á
tímum á smalaárum okkar og svo í smala-
mennskum og í göngum og leitum, að
gamlar minningar rifjast upp, þegar um-
rædd bók er lesin.
En fróðlegt er að grípa niður í inngangi.
Meira þarf ekki til þess að komast á bylgju-
lengd við efnið og færazt inn í þá veröld,
sem var og er hjarðmannsins og smalans,
rétt eins hvort sem hann er af Jaðrinum
í Noregi eða úr Hrunamannahreppi, Svarf-
aðardal, eða enn öðrum stöðum á íslandi.
En hér er frásögnin norsk og eftirfarandi
gripið úr miklu efni til birtingar hér í
þýðingu.
—o---
Bólið er orðið volgt eftir margra nátta
notkun. Á jörðina var fyrst raðað hellum
og ofan á þær lagður mosi, og þetta er það
hátt, að vatn rennur ekki í bólið þó að
rigni, heldur streymir það framhjá sem
smálækir. Á hlóðunum er sótugur ketill,
gljáandi svartur af elli og notkun. Borðið
er steinn og steinar eru sæti, en á þeim sitja
ungur maður og öldungur og talazt við.
„Þegar yfir lýkur skalt þú ekki hafa fyr-
ir því að flytja mig héðan. Þú býrð mér
bara hinztu hvílu undir trénu þarna, það
er alltof erfitt að flytja mig til byggða.
Hér uppi á heiðinni á ég heima. Hvergi er
svo gott að hvíla í gröf sinni eins og hérna“.
Það er öldungurinn, sem mælir svo um
leið og hann bendir út um glufu á kofa-
veggnum og hönd hans titrar og varir hans
bifast svo, að naumlega sést því að munn-
urinn er að mestu hulinn miklu skeggi.
Öldungurinn liggur kyrr, unz hann heyrir
lambið kalla á móður sína, sem svarar með
því að hrista bjölluna, svo að hljómur berst
langt í kvöldkyrrðinni, en jafnframt svar-
ar hún á sínu máli, þó að hún hafi munn-
inn fullan af grængresi svo að röddin
hljómar fölsk.
En svarið er heyrt. Lambið kemur hopp-
andi og hleypur þangað, sem það veit
spenann sinn vera og hnippir í. Karri rop-
ar í kjarrinu. Öldungurinn hefur lifnað við
þegar þessar raddir bárust og hann spyr
i
Víst er þessi mynd í bókinni
eins og hinar. Þetta gæti alveg
eins verið íslenzk hjörð til að sjá,
en þegar betur er að gáð er
margt af fé þessu með langan
dindil, og svipurinn á ýmsum
kindum í hjörðinni er ekki úr
okkar sauðahúsum.
I