Freyr

Volume

Freyr - 15.11.1967, Page 11

Freyr - 15.11.1967, Page 11
ofninn. Konan í fjallabyggðinni lítur á þetta sem sjálfsagðan hlut. —o— Köldum svita sló út um öldunginn, hann rauk upp með andfælum úr svefni, er líkt- ist martröð. Nú dugir ekki að sofa. Hann hafði staðið á barmi hengiflugsins og hékk í taug yfir hyldýpinu fyrir neðan. Uppi á brúninni situr maður og heldur í endann en niðri í berginu er fé í sjálfheldu á hillu og kemst hvorki fram eða aftur, og þangað vill sá, er hangir í tauginni, komast til hjálpar. Hann hrópar til þess er uppi situr óg biður um meiri kaðal, en svo langt er í milli að þeir heyra naumast hvor annars raust. Hann fær svo langt sig að hann kemst á hilluna og til fjárins, og þá er um að gera að vera snar og koma snörunni um hálsana. Tilbúið: Reipið er fest og merki gefið um að nú megi draga upp og þetta tekst, og þetta endurtekst. Martröðin kem- ur stundum, þegar ég vil sofna eða er rétt að sofna. „Það eru líklega minningar tauga- spennings frá fyrri árum, sem sækja að mér“, segir öldungurinn stilltur og alvar- legur. —o— Það er myrk septembernótt. Tveir hjarð- menn höfðu borðað kvöldmatinn, vatns- grautinn sinn, og vildu nú sofa á lyngbæl- inu í kofanum. Kyrrt og milt var úti og stöku sinnum heyrðust bjölluhljómar þeg- ar skepnur hreyfðu sig lítillega. í fjarska mátti heyra dyn fossins í fjarðarbotninum. Allt í einu var eins og óveður skylli yf- ir. Öskur og drunur, braml og brothljóð, þungt fótatak hristi jörðina og bjöllukliður fyllti loftið svo hjarðmennirnir þutu upp til handa og fóta. Annar þrífur framhlaðninginn, fer að glugganum, sem einnig er notaður sem dyr. Félaginn er á hælum hans. Eitthvað dökkt er úti fyrir. Skotinu er hleypt af, björninn öskrar og mennirnir geisast. Báð- ir voru þeir komnir út, en hvernig þeir kom- ust inn báðir, um svo lítið op, er torskilið. Byssan var hlaðin á ný í mesta skyndi og hinn greip öxina, nú skyldi búast til varn- ar. Nú má skepnan koma. En skepnan var HjarSmannakofinn heyrir að sjálfsögðu til fastri dvöl hirðanna, sem dvelja sumar eftir sumar á sömu slóðum. Kofarnir voru aðallega grjótbyrgi fyrr á tím- um, nú er meira til þeirra vandað og vistin öll gerð að sniði okkar tíma. F R E Y R 447

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.