Freyr

Årgang

Freyr - 15.11.1967, Side 16

Freyr - 15.11.1967, Side 16
Magnúsar Ketilssonar, eða 83 pund í ten- ingsalin þ. e. 125 kg í rúmmetra. Við samanburð Búalaga frá ýmsum tím- um virðist augljóst, að þessi þungi hafi verið lagður til grundvallar, enda mun hafa skapazt nokkuð föst regla um það, hversu heyið skyldi sezt, svo takandi væri í mælihlass (málfaðm). En stæðist taðan þetta mál og mat, var hún á föstu verði þ. e. málfaðmur á 1 hundrað (kúgildi). Sama mun hafa verið um úthey. Því mun hafa fylgt sú kvöð, að það skyldi lamb- gæft. Málfaðmur slíks heys, „skal hálfur vera höggfastur og hálfur dráttarfastur“, segja Búalög, svo fullgildur væri. Þannig seztur var hann metinn á 72 álnir eða % töðuverðs. Þegar þessir molar eru frá, mun fátt í Búalögum, sem máli skiptir í þessu efni. Annarra heimilda frá þessum tímum hefi ég ekki leitað. En hið einkennilega er, að frá okkar öld mun furðu fátt til um mál á heyi miðað við þunga, sem tiltækilegt má telja, síst samstæðra heimilda. Verður því hér drepið á fátt. Þegar forðagæzlulögin höfðu verið stað- fest 1913, mun hafa risið nokkur andúðar- alda gegn þeim. Einn af höfundum laganna Tímarnir breytast. Baggar og heybandslest tilheyra horfnum dögum. Eins er eðlilegt, að mat á heyjum sé annað nú þegar ekki er sett í stakka og tyrft yfir eins og fyrr gerðist. var Guðjón Guðlaugsson frá Ljúfustöðum. Hann skrifaði grein, sem birtist í Búnaðar- ritinu 1914, sem hann nefndi „Um forða- mál, einkum heyja“. Greinin virðist að öðr- um þræði tilraun til að meta hey eftir máli til fóðurgildis, — leggur til að m3 sé grund- völlurinn og skipar hverjum m3 niður í einn af fimm flokkum eftir áætluðu fóður- gildi. Telur hann í bezta heyi 5 forðamál í m3 en 2.3—2.5 í hinu lakasta. Þunga heys í m3 nefnir hann ekki. Jafnframt samdi hann form að allfjölþættri skoðunar- skýrslu. Varð hún vísir að skoðunarbókum þeim, er um skeið skyldu færðar í sveitum, en voru víst heldur illa séðar. Þó að grein þessi bæri höfundi sínum vott um góðvilja og glöggskyggni, mun á- hrifa hennar hafa lítið gætt. Má telja víst, að matsreglna þeirra, er hann freistaði að skapa, hafi lítið gætt í reynd, þegar frá er tekið að mæla heyið í rúmmetrum í stað álna áður. Að vísu er sú viðleitni hans að flokka heyið eftir verkun, þroskastigi því er grasið stóð á þegar slegið var, gróðurfé- lagi því, sem heyið er myndað af o. s. frv., sígilt og verður ævarandi viðfangsefni þótt flokkunarreg'lur hans hafi ekki hlotið viðurkenningu að fullu um land allt, enda 452 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.