Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.11.1967, Qupperneq 21

Freyr - 15.11.1967, Qupperneq 21
ið, að „matvælakreppan hefði aldrei orðið, ef drátt- arvélarnar hefðu komið tveim árum fyrr“ eins og brezkur talsmaður komst að orði. HELZTU VIÐBURÐIR f SÖGU FORD OG FORDSON DRÁTTARVÉLA ERLENDIS 1907 Henry Ford smíðar sína fyyrstu henzíndrifnu drátt- arvél, sem kölluð var „mótorplógurinn" af því að hún gat dregið einskera plóg. 1907—16 Henry Ford smíðar á þessu tímabili meira en fimmtíu mismunandi tilraunadráttarvélar í þeirri von, að einhver reynist hæf til fjöldaframleiðslu. 1917 Brezka ríkisstjórnin fer þess á leit við Henry Ford, að hann taki að sér smíði 7000 dráttarvéla fyrir Bretland, þar sem hrýn nauðsyn var á aukinni mat- vælaframleiðslu vegna hafnbannsins í fyrri heims- styrjöldinni. 1917—28 Framleiðsla Fordson dráttarvéla í Bandaríkjunum nemur 739.977 á þessum árum. Mörg þessara ára smíðar verksmiðjan meira en þrjá fjórðu hluta allra dráttarvéla þar í landi. 1933 Dagenham verksmiðjan í Bretlandi er reist til fjöldaframleiðslu á Fordson dráttarvélum. 1945 „Fordson Major E 27“ sér dagsins ljós, en það var fyrsta dráttarvélin eftir stríð, sem útbúin var með þrítengibeizli og vökvakerfi. 1957 f Dagenham verksmiðjunni í Bretlandi rennur 100 þúsundasta dráttarvél verksmiðjunnar af færiband- inu og jafnframt 500 þúsundasta diesel dráttarvélin og milljónasta Fordson dráttarvél verksmiðjanna allra. 1964 Brezka verksmiðjan er flutt frá Dagenham til Basil- don í Essex og einnig er nafni dráttarvélanna breytt í Ford úr Fordson. Dráttarvélarnar í heild eru auknar og endurbættar og framleiddar í mörgum stærðum og gerðum. 1966 Verksmiðjan í Basildon framleiðir rúmlega 55,000 dráttarvélar. Dráttarvélarnar eru framleiddar fyrir ÖII lönd heims nema Efnahagsbandalagslöndin og Bandaríkin. HELZTU VIÐBURDIR f SÖGU FORD OG FORDSON DRÁTTARVÉLA Á ÍSLANDI Fyrsta dráttarvélin af Fordson gerð var flutt til íslands árið 1920 og var það önnur hjóladráttarvél- Fyrsta Ford-dráttarvélinn in, sem flutt var til landsins. Sú fyrsta var af „Avary" gerð og kom árið 1918. Það var Páll Stef- ánsson frá Þverá, sem flutti þessa fystu dráttarvél til Iandsins. Engin jarðvinnslutæki fylgdu dráttar- vélinni og því var hún lítið reynd við jarðvinnslu og kom því að Iitlum notum fyrst um sinn. Páll gaf svo Halldóri Vilhjálmssyni skólastjóra á Hvann- eyri dráttarvélina árið 1927 og var hún notuð þar fram til ásins 1945. Á áratugunum 1920—30 seldi Páll frá Þverá rúm- lega 20 Fordson dráttarvélar og Sveinn Egilsson, bifreiðasali nokkrar. Síðan Iá sala niðri fram til ársins 1946 en þá voru fluttar til landsins 22 drátt- arvélar frá Bretlandi. Árið 1949 var flutt inn fyrsta dráttarvélin af gerðinni „Fordson 8N“, sem ætluð var fyrir verkfæri, sem stjórnað er með vökva- lyftu og tengd við dráttarvélina á þann hátt. Þetta var eina vélin, sem flutt var inn það árið, en næstu tvö árin voru fluttar inn 14 slíkar vélar til viðbótar. Dráttarvélarnar voru ýmist á hjólbörðum eða járnhjólum og að minnsta kosti 4 voru á hálfbelt- um. YFIRLIT UM INNFLUTNING FORD OG FORD- SON DRÁTTARVÉLA TIL ÍSLANDS 1920—41 Fluttar eru inn 29 dráttarvélar, næstum allar á ár- unum 1926—31 og kom þar til, að Búnaðarfélag ís- lands veitti hreppahúnaðarfélögum styrki til drátt- arvélakaupa, allt að 1250 kr. hverju félagi. Var fé- lögunum því kleift að leggja í þessi vélakaup. A fyrrnefndu tímabili, 1926—31, voru nær eingöngu Fordson og International Harvester dráttarvélar, sem fluttar voru inn og var Fordson fyrsta dráttar- vélin, sem inn var flutt í nokkru magni. Alls hafa nú verið fluttar til íslands 520 dráttar- vélar af Ford- og Fordson-gerðum á árunum 1920 —1966. F R E Y R 457

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.