Freyr

Årgang

Freyr - 15.11.1967, Side 23

Freyr - 15.11.1967, Side 23
Danjal Danjalsen og búnaðarmálastjóri ræða um hrútana, sem þeir voru að skoða á sýningunni á Berg- hyl, en Joannes Patursson og Karsten Rassmussen hiýða á. Djurhuus, er sæti á í landsstjórn (lögþingi) Færeyja, en hann fer þar með málefni land- búnaðarins, en aðrir í nefndinni voru: Thomas Joensen, formaður Búnaðarfélags- ins og kona hans, Danjal P. Danjalssen, for- maður jarðráðsins, bóndi á Velbastad, Joannes Patursson, varaformaður Búnaðar- félagsins, bóndi í Kirkjubæ, Vilhjálmur Patursson, stjórnaraðili í jarðráði, Oliver Aaberg, forstjóri og Karsten Rasmussen, skrifstofustjóri í jarðráði. Hér var Færeyingunum veitt tækifæri til að kynnast bændasamtökunum og at- höfnum þeirra. Á vegum Sláturfélags Suð- urlands skoðuðu þeir sláturhús um Suður- land, heimsóttu Skálholt og fleira, og marga aðra fyrirgreiðslu fengu þeir á veg- um þeirrar stofnunar. Þeir heimsóttu Bún- aðarfélag íslands, Stéttarsamband bænda, Framleiðsluráð landbúnaðarins og fóru í Borgarnes á vegum þess, skoðuðu hið nýja tilraunasláturhús þar og dvöldu dagsstund á Hvanneyri í sömu ferð. Þá skoðuðu þau Mjólkurstöðina í Reykjavík og bóndabæi í Mosfellssveit og Biskupstungum og víðar, en í Mjólkurstöðinni vakti sérlega eftirtekt þeirra rannsóknarstofan með tilheyrandi heilbrigðis- og hreinlætiseftirliti og ráð- stöfunum, sem að er unnið í sambandi við hana. Þá buðu bændur í Hrunamannahreppi þessum frændum okkar í heimsókn, þar sem þeim veittist tækifæri til að vera við- staddir er fram fór hrútasýning í sveitinni. Þá má og geta þess, að komið var við á Teiknistofu landbúnaðarins og þar fengnir uppdrættir að útihúsum þeim, sem nú eru mest byggð. q Hvað af því, sem séð var og skoðað, getur orðið til fyrirmyndar í Færeyjum, er ekki létt að segja fyrirfram. Aðstaða þar til bú- F R E Y R 459

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.