Freyr - 15.11.1967, Qupperneq 25
Haustiö 1918 fór Vigfús til Danmerkur til fram-
haldsnáms í búfræði við Landbúnaðarháskólann í
Kaupmannahöfn og þaðan Iauk hann kandidats-
prófi vorið 1920. Veturinn eftir dvaldi Vigfús í
Reykjavík og hlýddi á fyrirlestra í Háskóla íslands.
Á árinu 1921 dvaldi Vigfús nokkra mánuði í Eng-
landi og Skotlandi og kynnti sér sauðfjárrækt.
Haustið 1921 var Vigfús skipaður kennari við
Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal, og því starfi
gegndi hann til ársins 1963, er hann hætti vegna
aldurs. Árið 1927 sigldi Vigfús til Noregs og fór
námsferð um Norðurlönd það ár. Þá dvaldi hann
nokkurn tíma við framhaldsnám í búvísindum og
garðrækt við háskólann í Frankfurt am Main í
Þýzkalandi á árunum 1928 og 1929.
Með þessum námsferðum og námsdvölum erlendis
sýndi Vigfús mikinn áhuga og elju við að efla hú-
fræðiþekkingu sína.
Þegar Vigfús var skipaður kennari á Hólum, var
kennslustarfið aðeins vetrarstarf. Að sumrinu varð
þá að finna önnur verkefni. Sumrin 1923 og 1924
starfaði Vigfús við mælingar á Flóaáveitusvæðinu,
og á árunum 1926 til 1937 var hann trúnaðarmaður
Búnaðarfélags fslands í Skagafjárðarsýslu og í
Húnavatnssýslu 1925.
Þetta starf var fólgið í því að fara á alla bæi í
þessum byggðarlögum og taka út unnar jarðarbæt-
ur. Jafnframt var bændum leiðbeint um eitt og
annað viðvíkjandi búskap. A þessum árum voru
ekki bílarnir, og ferðuðust trúnaðarmennirnir á
hestum. Átti Vigfús góða hesta til þessara ferða-
laga.
Vigfús Helgason var þreklega vaxinn, tæplega í
meðallagi hár, rammur að afli og ágætur íþrótta-
maður á sínum yngri árum.
Leiðir okkar Vigfúsar lágu fyrst saman fyrir 32
árum, eða haustið 1935. Veturinn 1935 til ’36 var
snjóþungur í Hjaltadal, og var snjórinn óspart not-
aður til skíðaferða, af skólapiltum og fleirum. Vig-
fús tók þátt í þessari íþrótt sem öðrum. Hann var
góður skíðamaður. knattspyrnumaður og ágætur
leikfimismaður. í knattspyrnunni tók hann þátt
mörg ár eftir að ég kom að Hólum.
í Ieik og starfi var Vigfús glaður og hress. Hann
tók virkan þátt í félagsskap nemenda, svo sem mál-
fundum og skemmtunum. Stundum lék hann í leik-
þáttum, sem se'ttir voru á svið og þótti það ávallt
mikill fengur, því hann var góður leikari.
Vigfús hafði mikið yndi af veiðiskap. Hann kunni
vel að fara með skotvopn til tófu- eða fuglaveiða
eða stöng til að veiða með lax og silung.
Það liggur mikið kennslustarf eftir Vigfús Helga-
son. Hann kenndi í 42 ár við Bændaskólann á Hól-
um, að undanskildum þeim stuttu leyfum, sem
hann fékk til utanferða og notaði til frekara náms.
Hann kenndi margar námsgreinar á Hólum og
ekki alltaf þær sömu allan sinn starfstíma. Hann
var víðlesinn og fróður kennari. Hafði víða dvalið
og gat notfært sér bækur á mörgum tungumálum.
Stærðfræðingur var hann ágætur. Af nemendum
var hann vinsæll, enda beitti hann ekki þeirri
hörku, sem þarf til að fá alla nógu vel með. Þeir
nemendur, sem voru áhugasamir og vildu læra,
lærðu vel hjá Vigfúsi.
Nemendahópurinn er orðinn stór eftir svo langan
starfstíma. í sumum tilfellum tvær eða jafnvel þrjár
kynslóðir.
Þessi fjölmenni nemendahópur er dreifður um
allt Iand, og mér er óhætt að fullyrða, að nemendur
Vigfúsar minnast hans allir með þakklæti og vin-
semd.
Einn var sá þáttur í fari Vigfúsar, sem ég minnist
með þakklæti, en það var lagni hans við að finna
lausn á misklíðarefnum, sem stundum komu upp í
skólanum, á þann hátt, að allir gátu vel við unað.
Hann var tillögugóður og lagði gott til allra mála
og dæmdi málefni og menn af hófsemi og sanngirni.
Frá um 1940 hafði Vigfús smábúskap á Hólum. Bú
sitt hirti hann af alúð. Garðrækt hans var til fyrir-
myndar, enda var hann góður garðyrkjumaður og
hafði ávallt fjölbreytta útigarðrækt. Allar skepnur
hans voru vænar og afurðagóðar svo að af bar.
Árið 1932 keypti Vigfús nýbýlið Varmahlíð í
Seyluhreppi. Hann hóf sama ár þar allmikla garð-
rækt í Reykjarhólsgarði. Garðrækt þessa rak Vig-
fús í 6 ár og stundaði Iíka nokkurn annan búskap
á jörðinni. Ymsar umbætur gerði Vigfús í Varma-
hlíð, meðal annars reisti hann þar veitingaskála.
Hann dvaldi þessi ár í Varmahlíð á sumrin.
Um þetta leyti var rætt um héraðsskólabyggingu
í Skagafirði. Varmahlíð var af mörgum talin til-
valinn skólastaður, sökum legu sinnar og jarðhita.
Vigfús var tregur að selja og gerði það ekki, fyrr
en frumvarp um eignanámsheimild um Varmahlíð
hafði verið lagt fram á Alþingi og vissa lá fyrir um,
að það yrði samþykkt. Á Varmahlíð varð því þving-
uð sala.
í umbætur I Varmahlíð hafði Vigfús lagt mikið.
Það fékk hann borgað, en ári seinna hófst heims-
styrjöldin og verðbólga, sem gerði þessa peninga
lítilsvirði.
Það gætti alltaf nokkurra sárinda hjá Vigfúsi að
hafa misst Varmahlíð með þeim hætti, sem það varð,
þó hann ræddi fátt um.
Árið 1935, 10. ágúst, kvæntist Vigfús eftirlifandi
konu sinni, Elínu Helgu Helgadóttur frá Núpum í
Fljótshverfi í Vestur-Skaftafellssýslu, hinni ágæt-
ustu konu, sem alltaf kom fram til góðs á heimil-
inu. Þau eignuðust 8 börn, eru 7 þeirra á lífi, gott
og mannvænlegt fólk.
Með Vigfúsi Helgasyni er góður maður genginn.
Kristján Karlsson.
F R E Y R
461