Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1967, Síða 27

Freyr - 15.11.1967, Síða 27
Á síðastliðnu sumri var reist stálgrindahús við Náttúrulækningaheimilið í Hveragerði. Þetta hús var framleitt hjá vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík. Húsið er 5.86x15 m og kostaði kr. 98 þúsund. Það er klætt báru- járni og báruplast gluggar eru í gafli og á hliðum. Þeir hjá Héðni hafa fullan hug á, að hefja fjöldaframleiðslu á stálgrindahúsum, sem fyrst og fremst yrði notuð sem verk- færageymslur. Stálgrindahúsið við heilsuhæli Náttúrulækninga- félagsins í Hveragerði. í þeim vélum, sem þeir hafa nú, geta þeir smíðað hús, sem eru 9 m breið, lengdin fer eftir óskum kaupandans. Miðað við ákveðna stærð, sem er 12.0 mx5.86 m, er verðið kr. 86.500, en hver 3ja m viðbót kostar 12.500,00 kr., þá er allt bárujárn, plast í gluggum, festingar og hurð, innifalið í verðinu. Hægt er að velja um, hvort tekinn eru fúavarinn langbönd úr tré eða járn-langbönd. Talið er, að bændur muni fremur kjósa tré-lang- böndin, þar sem það yrði auðveldara fyrir þá sjálfa að reisa húsin þannig. En ákveð- ið er, að þeir, sem kaupa stálgrindahús, geti fengið vana menn hjá fyrirtækinu til að reisa þau. Það tók 3 menn tvo daga að reisa fyrrnefnt hús í Hveragerði. Hér á landi hefur enn sem komið er, lít- ið verið byggt af stálgrindahúsum, en með fjöldaframleiðslu og mikilli sölu, lækkar verðið að sjálfsögðu. Væri það ekki athugandi fyrir félög bændanna úti á landsbyggðinni, að leita tilboða í ákveðinn fjölda húsa? Þetta hefur gefizt vel í kaupum á sjón- varpstækjum, því ekki að gera slíkt sameig- inlega á fleiri sviðum? F R E Y R 463

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.