Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1967, Blaðsíða 32

Freyr - 15.11.1967, Blaðsíða 32
mOj_Ar Yfirnefnd Eins og allir bændur muna var og er til hin svo- nefnda sex manna nefnd, er reiknar árlega verðlag búvöru. Ef ekki verður samkomulag milli fulltrúa framleiðenda og neytenda í nefndinni var málinu áður vísað til yfirnefndar, þar sem hagstofustjóri var oddamaður, en sinn fulltrúi frá hvorum, fram- leiðendum og neytendum, voru meðdómendur. Með breytingu á þeim lagafyrirmælum, sem unn- ið var eftir, er nú svo fyrir mælt, að núverandi sex manna nefnd kjósi sjálf yfirnefnd, er skeri úr, þegar ekki verður samkomulag um verðlagið. Þetta hefur skeð að þessu sinni og í yfirnefnd eru kjörnir: Há- kon Guðmundsson, borgardómari, Árni Yilhjálms- son, prófessor og Ingi Tryggvason, bóndi á Kárhóli í S.-Þingeyjarsýslu. Var yfirnefnd þessi að starfi um það leyti, sem þetta hefti FREYs fór í prentun. Uppeldi nútímans „Hvað á maður eiginlega að gera, þegar krakk- arnir fara í sorptunnuna, taka þar dót og drasl, sem þau svo hera inn í stofur og leika sér að því þar?“ Svar: Auðvitað segja þeim að bera það út í tunn- una aftur eða að minnsta kosti að leika sér að því úti. „En ef þau eru nú ófáanieg tii þess?“ Svar: Þá er eiginlega ekki annað að gera en að sætta sig við það. „En hvað ef krakkarnir koma þjótandi með exi, Iemja útvarpstækið og eyðileggja það?“ Svar: Það er ekkert að gera annað en að sætta sig við það, því að svona lagað fylgir því að eiga börn. „Og hvað ef Nonni litli er beðinn að skreppa í búð og honum fengnir aurar til að kaupa fyrir, en Nonni svarar stuttlega: „Ég fer ekkert, þú getur farið“. Hvað á þá að gera?“ Svar: Þá verður mamman bara að fara sjálf og kaupa það, sem hana vanhagar um til heimilisins. Rússnesk sláturhús Dönsk sendinefnd hefur nýlega verið í Rússlandi til þess að kynna sér slátrun og vinnslu sláturaf- urða þar í landi. Þegar nefndin kom heim aftur, hafði hún sitt af hverju að segja í fréttum, sumt nýstárlegt, annað hversdagslegt. Um tæknibúnað sagði nefndin, að hann væri nákvæmlega eins og sá, er notaður hafi verið og notaður er um Norður- Evrópu, sumt af nýrri gerð, annað gamalt, rétt eins og sláturhúsin eru sum ný, önnur eru gömul og verða endurnýjuð. í öllu landinu eru talin vera um 800 sláturhús, og er því auðskilið, að þau eru stór, en víða eru í sambandi við þau vinnslustöðvar, sem gjörnýta all- ar afurðir, enda er markaður ævinlega nógur og góður í landinu fyrir þessar vörur. Eitt sérlega eftirtektarvert hafði nefndin að segja og það var um menntun sláturhúsastarfsmanna, bæði verkfræðinga og tæknifræðinga. Hún er til sannrar fyrirmyndar, sögðu þeir, og allir verkamenn virtust kunna mjög vel til allra starfa. Harðviðarhurðir Á síðari árum hefur það orðið að reglu, að harðvið- arhurðir eru notaðar í stað þeirra, sem áður voru og oft þurfti að mála. Harðviðarhurðir (spónlagðar) eru lítið dýrari en aðrar og er miklu léttara að halda þeim við en hinum, er mála þarf. En auðvit- að geta harðviðarhurðir skemmst. Sænska málgagnið „Rád og Rön“ birti fyrir nokkru leiðarvísi í viðgerð harðviðarhurða, sem í styttu máli hljóðar þannig: Venjulega er nóg að viðhalda harðviðarhurðum með því að nudda þær með tekkolíu og síðan með hreinum klút. Hurðirnar verða ekki gljáandi frem- ur en áður við þessa meðferð, en tekkolían hreinsar og veitir spónlaginu eiginleika til meira viðnáms en ella, og svo jafnar hún smá-rispur. Hafi hurð fengið skrámu, t. d. af skó eða öðru, er oft hægt að bæta þann galla með því að slípa með stálull af fínustu gerð í lengdarstefnu viðarins og nudda vel með tekkolíuvættum klút. En munið að slípa ævinlega í lengdarstefnu viðarins. A miðri nóttu Hann var glaður og kátur labbandi eftir götunni þegar hann mætti lögregluþjóni sem spurði: — Hvert ætlar þú nú, væni minn? — Ég er á leiðinni að hlusta á prédikun, var svarið. — Varla á þessum tíma sólarhringsins, nú er lok- að alls staðar. — Ekki heima hjá kerlu minni, sagði sá káti. Fallegar kýr Á dýralæknaþingi í Macuto, stutt frá Caracas í Venezuela, var það staðhæft, að fegurð kúnna hefði mikil áhrif á ástalíf nautpenings og viss dr. K. J. Friss tjáði, að afkvæmin yrðu því betri, sem kýrnar væru fegurri. Fallegar kýr verka á nautin eins og segull, sagði hann. — Hvað þá um sæðingamennina? var spurt. 468 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.