Feykir


Feykir - 21.08.2019, Page 7

Feykir - 21.08.2019, Page 7
kannski einhver gusa. En líkt og með Spaugstofuna forðum, sem hneykslaði suma, þá kom aldrei vel út ef fólk kvartaði. Ég held að eftir Spaugstofuna hafi valdamenn séð að það borgaði sig að segja ekki neitt,“ segir Grímur og ítrekar að um skáldskap sé að ræða. Myndin hefur verið í almennri sýningu í um viku í bíóhúsum landsins en sl. mánudagskvöld var hún sýnd í Króksbíói fyrir fullu húsi. Uppselt er á morgun, fimmtudag, og síðast þegar fréttist eru örfáir miðar eftir á sunnudagssýninguna. Myndin á flakk um heiminn Undirritaður var viðstaddur sýningu myndarinnar sl. mánudag í Króksbíói í troðfullum sal. Það má leiða að því líkum að umfjöllun um tengingu Kaupfélags Skag- firðinga við myndina hafi haft áhrif á aðsókn, þannig var mannvalið í salnum. Allir virtust spenntir að vita hvaða útreið félagið fengi. Best er að upplýsa strax að hér er ekki um neina heimildar- mynd um KS að ræða. Sögð er saga Ingu sem missir manninn sinn, sem hafði verið sannur kaupfélagsmaður, eins og segir í myndinni. Þau eru stórskuldug vegna fjárfestingar í nýju róbótafjósi og hrunið leikur þau grátt og Inga situr ein uppi með fjósið, skuldirnar og völina um að halda áfram eða bregða búi. Kaupfélagið vill aðstoða en það kostar. Gjaldið er, eins og kannski einhverjir þekkja: Þú verslar við kaupfélagið! Undir þá einokun er Inga ekki tilbúin að gangast og gerir uppreisn gegn ægivaldinu og reynir að fá fólk með sér sem gengur ekki allt of vel. Sú vegferð endar bara á einn veg. Myndin er ágæt að mörgu leyti og efalaust má finna einhverja samsvörun í Kaupfélagi Skagfirðinga ef fólk leitar að henni, eða þá í hvaða kaupfélagi sem er, þó þau séu mörg hver búin að leggja upp laupana. Myndin er hæg og dramatíkin mikil, aðalpersónurnar sterkar og vel leiknar. Arndís Hrönn Egilsdóttir sýnir afbragðs leik í aðalhlutverkinu sem Inga kúabóndi og Sigurður Sigur- jónsson, sem Leifur kaup- félagsstjóri. Þau tvo bera myndina uppi en aðrir leikarar gera einnig vel þó ekki sé það sérstaklega nefnt hér. Og talandi um að kaupfélögin í landinu hafi týnt tölunni: Kannski hafði Leifur kaupfélagsstjóri rétt fyrir sér í myndinni er hann sagði að samstaða yrði að ríkja í samfélaginu annars gæti illa farið. Þó myndin sé í heildina nokkuð þung og dramatísk má alveg brosa að mörgum senum og jafnvel skella upp úr. Senurnar sem áður hefur verið minnst á, þegar kúadellan lendir á framrúðu aðstoðar- kaupfélagsstjórans og mjólkur- atriðið með skítadreifarann, kitluðu hláturtaugarnar þrátt fyrir að um háalvarlegt atriði hafi verið að ræða. En hvaða væntingar skyldi höfundur hafa til myndarinnar og gengis hennar. „Ég vonast eftir því að fá góða aðsókn í bíó og að hún fái góðar viðtökur og veki athygli. Það er búið að bjóða henni á Torontó kvikmyndahátíðina og er að fara á flakk um heiminn, verður sýnd í hinum ýmsu löndum. En ég vonast eftir að sem flestir sjái hana.“ Grímur segir það eiga eftir að koma í ljós hvort kaupfélagið í Erpsfirði, eða jafnvel í Skagafirði, eigi eftir að verða heimsfrægt. „Myndin Hrútar gekk a.m.k. vel og fór út um allt. Það á eftir að koma í ljós hvernig þessari mynd á eftir að vegna.“ Það er ekki hægt að segja að Hollywood-hasar einkenni myndir Gríms. Hann er lunkinn við að sýna mannlegar og tilfinningaþrungnar senur sem virðist heilla áhorfendur. Fólk er hrifið af því rólega og framandlega umhverfi sem birtist í myndum eins og í Hrútar og Héraðið. Svona myndir ganga vel og vekja athygli eins og dæmin sanna. „Já, ég held að það sem var sérstætt við Hrúta var þetta samband mannsins við sauðkindina og vakti mesta athygli, held ég, og umhverfið. En þetta með sauðkindina var það sem gerði að verkum að myndin Hrútar ferðaðist svona mikið. Héraðið er miklu minna um húsdýrin þannig, miklu meira um samfélagið og að því leytinu ólíkari en það er samt þessi sami hægi stíll í Héraðinu og í Hrútum. Það er einfaldleikinn sem virkar,“ segir Grímur í lokin. Feykir óskar honum góðs gengis með Héraðið bæði hérlendis sem erlendis. rekin og hafa mikil völd á svæðinu. Þetta getur alveg átt við það.“ Grímur segist telja sig sósíalista eða félaghyggjumann og er alveg sammála kaupfélagshugsjóninni í grunninn. Þegar hann kom til Skagafjarðar fyrst þá hafi hugmyndin verið að gera heimildamynd. Hann segist hafa reynt að fá sögur eða upplýsingar hjá fólki en það hafi ekki alltaf verið auðvelt. Fólk hafði frá ýmsu að segja en vildi ekki koma fram undir nafni. Hann segist ekki hafa talað við æðstu stjórnendur Kaupfélagsins en gott samtal átti hann við bónda og fyrrverandi stjórnarmann KS og fleiri sem eru handgengnir Kaupfélaginu. „Ég var ekkert að fara að trufla Þórólf í sínum störfum!“ Grímur er ekki alveg ókunnugur landbúnaðar- eða samvinnumálum en faðir hans, Hákon Sigurgrímsson, vann fyrir íslenskan landbúnað, var m.a. framkvæmdastjóri Stéttar- sambands bænda og síðar skrifstofustjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu á árum áður. Hann segist hafa fengið ákveðna innsýn og ágætis þekkingu á kaupfélögum á Íslandi og hvernig þau virka. Eins og fram kemur fyrr í viðtalinu var myndin tekin upp á Blönduósi og Hvammstanga og segir Grímur það hafa hentað betur en að taka upp á Sauðárkróki sem er of stórt samfélag fyrir myndina. „Ég vildi minnka samfélagið og ástæðan er sú að einfaldleikinn virkar oft betur í bíómyndum. Þetta hérað sem er í myndinni er bara uppdiktað og heitir Erpsfjörður og er miklu minna en Skagafjörður. Við tókum upp í Búðardal, Blönduósi og Hvammstanga og þetta er mixað saman í einhvern graut. Við notum t.d. kaupfélagshúsið á Hvammstanga að utan en svo tókum við upp inni í kaupfélaginu á Blönduósi, gömlu kaupfélagsskrifstof- unum fyrir ofan Samkaup. Við völdum það sem kom best út í mynd.“ Grímur segist ekki hafa fengið neinar athugasemdir eða símtöl frá kaupfélagsmönnum en telur ekki útilokað að einhver láti í sér heyra eftir að myndin hefur verið sýnd í Skagafirði. „En það er bara nýbyrjað að sýna myndina þannig að það eru ekki margir búnir að sjá hana. Það kemur Ingu finnst áburðurinn full dýr hjá Kaupfélagi Erpsfirðinga. Grímur leikstjóri á tökustað ásamt samstarfsmanni. Eins gott að ramma þetta vel inn. Siggi Sigurjóns fer með hlutverk Leifs kaupfélagsstjóra. Inga ákveður að hætta að leggja mjólk inn í KE. Eftir hrun hækkuðu skuldir bændanna í Dalsmynni. Á fundi Félags kúabænda í Erpsfirði. Inga komin úr fjósagallanum. 31/2019 7

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.