Feykir


Feykir - 21.08.2019, Side 12

Feykir - 21.08.2019, Side 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 31 TBL 21. ágúst 2019 39. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Sveitasæla 2019 Alltaf gaman að sjá húsdýrin Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, setti Sveitasælu 2019 formlega. Hann rakti sögu Dísu í dalakofanum sem sungið hefur verið um, fyrst þegar hún bjó í dalnum forðum daga til þeirrar Dísu sem þeysist um heiminn í dag. Þannig breytist tíminn og landbúnaðurinn með. Myndir: PF. Á laugardaginn var haldin heljarmikil landbúnaðarsýning í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, Sveitasæla 2019. Þar var margt til skemmtunar og fróðleiks og létu gestir sig ekki vanta. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, setti dagskrána formlega og Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, ávarpaði gesti. Það vakti nokkra kátínu meðal þeirra er á hlustuðu að baulað var á forsetann er hann flutti setningaræðu sína. Þar var á ferðinni ein kýrin á sýningunni og augljóslega sammála forsetanum því baulið var glaðlegt og létt. Ýmislegt var í boði fyrir börnin sem ætíð hafa gaman af að sjá og heyra í húsdýrunum. Útsendari Feykis mætti með myndavélina og reyndi að fanga stemninguna. /PF www.skagafjordur.is Auglýsing um Skipulag í Sveitarfélaginu Skagafirði Deiliskipulag – Tengivirki við Varmahlíð. Tillaga að deiliskipulagi tengivirkis í Varmahlíð hefur fengið meðferð í samræmi við 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tengivirkið er á lóðinni Reykjarhóll lóð landnúmer 146062. Lóðin er samkvæmt aðalskipulagi iðnaðarlóð merkt I-5.2. Deiliskipulagið er fyrir nýtt 66 kV tengivirki sem mun taka við hlutverki 66 kV hluta tengivirkis á lóðinni sem lagt verður niður í kjölfarið. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá og með þriðjudegi 20. ágúst 2019 til og með 2. október 2019. Þá verður deiliskipulagstillagan aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Athugasemdir eða ábendingar við deiliskipulagstillöguna skulu vera skriflegar. Þær skulu berast í síðasta lagi 2. október 2019 til skipulags- og byggingarfulltrúa í Ráðhúsið Skagfirðingabraut 17-19 eða á netfangið: jobygg@skagafjordur.is. Sauðárkróki 9. ágúst 2019 Jón Örn Berndsen Skipulags- og byggingarfulltrúi

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.