Feykir - 02.10.2019, Blaðsíða 1
Við þjónustum bílinn þinn!
Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570
Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga
og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða-
menn með áralanga reynslu.
Nýttu þér
netverslun
Skoðaðu vöruúrvalið
á lya.is
Holræsa- og stífluþjónusta
Bjóðum alhliða lagnahreinsun
og lagnamyndun
Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958.
Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is37TBL
2. október 2019
39. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BLS. 6–7
BLS. 10
Helga Bjarnadóttir í Varmahlíð
hleypir lesendum í Bók-haldið
Dalalíf ómetanleg
heimild um líf fólks
á liðnum tíma
BLS. 5
Járnkarlarnir Yngvi og Rafnkell
úr Skagafirði teknir tali
„Draumur allra þrí-
þrautarkappa að
keppa á Havaí“
Meirapróf - Vinnuvélanámskeið
Ökunám - Endurmenntun
Birgir Örn Hreinsson
Ökukennari
S: 892-1790
bigh@simnet.isHÁEYRI 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4400
HEIMILISMATUR Í HÁDEGINU
Heitur matur kr. 1.490 | Súpa og brauð kr. 1.100
www.ommukaffi.is
Jón Stefán Jónsson
kveður Krókinn
„Ef allir róa í sömu átt
gerast stórir hlutir“
Þann 13. ágúst bar fyrir augu
óvenjulega sjón á túninu á Mælifelli
í Skagafirði en þá var til sýnis
svonefnd Centaur-dráttarvél, árgerð
1934, áður í eigu sr. Bjartmars
Kristjánssonar, sóknarprests á
Mælifelli, sem nú hefur verið
gerð upp af syni hans, Kristjáni
Bjartmarssyni, verkfræðingi.
Að sögn sr. Ólafs Hallgrímssonar á
Mælifelli, kom vélin, sem er amerísk
að gerð, upphaflega ný í Jódísarstaði í
Eyjafirði, en sr. Bjartmar eignaðist hana
í kringum 1950 og notaði til sláttar á
Mælifelli um tíu ára skeið, eða framundir
1960. Vélin er tæpt tonn á þyngd, búin
tveimur stórum járnhjólum og áfastri
sláttuvél með greiðu og vélinni stjórnað
úr sæti á sláttuvélinni.
Í tilefni af því, að lokið var við
að gera vélina upp, var ákveðið að
koma með hana norður í land til
Gamall traktor heimsótti æskustöðvarnar í sumar
„Kentaur“ á Mælifelli
Kristján Bjartmarsson á Kentaurnum á Mælifellstúni 13. ágúst 2019. MYND: ÓLAFUR HALLGRÍMSSON
Körfuknattleiksdeild Tindastóls
Nú er loksins komið að því að lið
Tindastóls hefji leik á ný í körfunni
eftir það sem mörgum fannst of langt
sumarfrí.
Það eru strákarnir sem ríða á vaðið
en lið Tindastóls fær Keflvíkinga í heim-
sókn í Síkið fimmtudagskvöldið 3. októ-
ber og hefst leikurinn kl. 19:15.
Stelpurnar eru sömuleiðis komnar í
gírinn og fyrsti leikur þeirra verður hér í
Síkinu næstkomandi laugardag kl. 18:00
en þá kemur lið Fjölnis í heimsókn. /ÓAB
Fyrsti leikurinn annað kvöld
sýningarhalds. Var vélin fyrst til sýnis
á handverkssýningunni á Hrafnagili
helgina 10.–11. ágúst, en þaðan kom
hún í Mælifell.
„Öll börn sr. Bjartmars, sex að tölu,
mættu á Mælifelli til að verða vitni að
atburði þessum, auk þess nokkrir gamlir
sveitungar frá fyrri árum. Teknar voru
myndir og allir fengu að prófa vélina
suður á svonefndum Brúnastaðavelli,
einnig var gerð tilraun með að slá með
sláttuvélinni, en gekk brösuglega, enda
grasið blautt eftir mikla rigningu,“ segir
Ólafur.
Geta má þess, að vélin mun vera eina
heila eintakið í dag af Kentaurnum,
en átta slíkar vélar voru fluttar til
landsins. Ólafur segir að Kristján Bjart-
marsson hafi varið nokkrum árum í
að gera upp vélina, sem verður vistuð
á Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri
framvegis. /PF