Feykir - 02.10.2019, Blaðsíða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Belgur.
Feykir spyr...
Varstu plastlaus
í september?
Spurt á Facebook
UMSJÓN frida@feykir.is
„Ég hafði fullan hug á því
að taka þátt í plastlausum
september þangað til að seinni
sláttur hófst en þá neyddist ég
til að vefja heyrúllurnar með
rúlluplasti. Það verður vafalaust
endurunnið næsta ár. Ég vildi
gjarnan minnka plastnotkun og
bíð eftir handhægum pappírs
ruslapokum í staðinn fyrir
innkaupapokana sem ég nota nú í
heimilissorptunnuna. Við þurfum
að bæta nýtingu og umgengi okkar
þegar kemur að notkun plasts.“
Halldór Gunnar Hálfdansson
„Nei. Ég hef verið að reyna
að minnka notkun á einnota
plasti en notaði óvenju mikið af
plastpokum í september.“
Kristín Bjarnadóttir
„Ég náði nú ekki að vera alveg
plastlaus en ég held áfram að
nota eins lítið plast og ég get
og nota nánast alltaf fjölnota
innkaupapoka til dæmis.“
Ragnheiður Sveinsdóttir
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
Krossgáta
Tilvitnun vikunnar
„Aldrei segja fólki hvernig það á að gera hlutina. Segðu því hvað það
á að gera og það mun koma þér á óvart með hugvitssemi sinni.“
– George Patton
Sudoku
Ótrúlegt – en kannski satt...
Geimfarar fara ekki í sturtu í þyngdarleysinu sem ríkir á ferð þeirra
um geiminn vegna þess að vatn svífur, líkt og annað í geimfarinu,
í stað þess að falla á gólfið eða í einhverja aðra átt. Ótrúlegt, en
kannski satt, geta geimfarar ekki grátið vegna þess að tár renna
ekki heldur í þyngdarleysinu.
„Nei ég var ekki plastlaus í
september en ég er að reyna
að minnka plastið, nota alltaf
fjölnota burðapoka og líka undir
ávexti og grænmeti. En það er
plast utan um ótrúlega margar
vörur. Ég þarf að gera betur.“
Svanhvít Gísladóttir
Matgæðingar vikunnar, þau Guðlaugur Skúlason og Sigrún
Ólafsdóttir, eru bæði innfæddir Skagfirðingar, Guðlaugur frá
Sauðárkróki og Sigrún úr Lýtingsstaðahreppnum. Þau búa á
Króknum ásamt tveggja ára syni þar sem Guðlaugur starfar hjá
Kaupfélagi Skagfirðinga og Sigrún hjá Arion banka.
„Við ákváðum að henda í þægilega rétti fyrir haustið og vonum
að þið njótið,“ segja þau.
UPPSKRIFT 1
Fiskisúpa
fyrir 6-8
500 g hörpskel
500 g þorskur, skorinn í bita
300 g rækjur (má sleppa)
4 hvítlauksrif, söxuð mjög smátt
4 meðalstórar gulrætur,
skornar í sneiðar
1 stk. laukur, saxaður
1 rauð paprika, skorin í bita
1 gul eða appelsínugul paprika,
skorin í bita
2-3 msk tómatpúrra
1 dós niðursoðnir hakkaðir
tómatar
3 dl vatn
1 teningur (eða 1 msk)
fiskikraftur
½ teningur (eða ½ msk)
kjúklingakraftur
1-2 tsk tandoori masala
½-1 tsk karrí
salt og pipar
u.þ.b. 5-7 sólþurrkaðir tómatar,
sneiddir smátt
4 msk mango chutney
1 dl sweet chilisósa
1 líter matreiðslurjómi og/eða
kókosmjólk (mæli með að hafa
kókosmjólkina með, gefur
smá extra bragð)
Aðferð: Ein matskeið olía hituð í
potti og hvítlaukurinn steiktur í
skamma stund. Áður en hann
byrjar að brenna er hann tekinn
upp úr og settur til hliðar. Tveimur
matskeiðum af olíu bætt við í
sama pott og gulrætur, laukur og
paprika brúnað. Því næst er
tómatpúrru, niðursoðnum tómöt-
um, vatni, fiskikrafti, kjúklinga-
krafti, tandoori masala og karríi
ásamt hvítlauknum bætt út í. Strax
á eftir eru sólþurrkuðu tómatarn-
ir sneiddir niður og þeim, ásamt
mango chutney, sætu chilisósunni
og rjómanum, bætt út í. Smakkað
til með salti, pipar og meira kryddi
ef með þarf, látið malla í um það
bil fimmtán mínútur (því lengur
því betra). Þá er þorsknum og
hörpuskelinni bætt út í og leyft að
malla í súpunni í nokkrar mínútur.
Rétt áður en súpan er borin fram
er rækjum bætt út í.
Gott er að bera súpuna fram
með góðu brauði.
UPPSKRIFT 2
Tortillalasagna
fyrir 3-4
1 kg hakk
1 pakki tortillakökur
(þarf u.þ.b. 5 kökur)
1 lítil dolla kotasæla
1 lítil krukka salsa
1 poki rifinn ostur
krydd eftir smekk
Aðferð: Brúnið hakkið og kryddið,
bætið kotasælu og salsa út í. Setjið
kökur í botninn á eldföstu móti,
klippið þær til eftir þörfum. Setjið
hakk ofan á kökurnar og smá
rifinn ost. Endurtakið þangað til
hakkið klárast. Setjið stærri
skammt af rifnum osti ofan á efsta
lagið, líka er gott að hafa snakk en
ekki nauðsynlegt.
Gott að bera fram með sýrðum
rjóma og ostasósu.
UPPSKRIFT 3
Mjólkurhristingur
fyrir 3-4
½ poki Tyrkisk pepper molar
1 lítri ís úr vél
nýmjólk
Aðferð: Kurlið molana í blandara.
Ísnum blandað saman við. Ný-
mjólk bætt við þar til rétt þykkt er
komin.
Gott að bera fram með þeytt-
um rjóma ofan á og smá afgangs-
kurli til skrauts.
Verði ykkur að góðu!
Við skorum á Björn Ólafsson og
Hrund Malín Þorgeirsdóttur á
Krithóli.
Þægilegir réttir
fyrir haustið
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is
Guðlaugur og Sigrún matreiða
Sigrún og Guðlaugur. MYND: ÚR EINKASAFNI
37/2019 11
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Finna skal út eitt orð
úr línunum fjórum.
FEYKIFÍN AFÞREYING
Grýla mig um byggðir bar.
Bent ég get á lóðirnar.
Tengdur flugi fyrrum var.
Frumatriði smiðjunnar.