Feykir - 02.10.2019, Blaðsíða 12
Hafist var handa við að koma upp ærslabelg við
sundlaugina á Sauðárkróki sl. föstudag þegar
drengirnir hjá Þ. Hansen hófu jarðvegsvinnu þá sem
þeir ætla að leggja til þessa samfélagsverkefnis.
Belgurinn er til en hann verður ekki blásinn upp fyrr
en búið er að fjármagna verkefnið.
Einar Karlsson, innflytjandi ærslabelgja, segir þennan
vera þann 78. sem settur er upp á Íslandi en innflutning
hóf hann á þeim árið 2005. Tveir aðrir belgir eru
staðsettir í Skagafirði, á Hofsósi og í Varmahlíð. Allir
eru þeir fjármagnaðir af almenningi, fyrirtækjum og
stofnunum.
Þrátt fyrir að vel hafi gengið að fjármagna belginn
vantar enn þó nokkuð upp á og er almenningur hvattur
til að leggja sitt á vogarskálarnar.
„Margt smátt gerir eitt stórt. Hægt er að styrkja
verkefnið með því að leggja inn á reikning Local Heart,
kt. 561216-0450, rk.nr. 0161-26-005612, Leikum á
Króknum,“ segir á FB-síðunni Ærslabelgur á Sauðár-
krók en þar er hægt að fylgjast með framvindu mála. /PF
Sauðárkrókur
Ærslabelgurinn tilbúinn
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
37
TBL
2. október 2019 39. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Margt var um manninn í Hjaltadalnum um
síðustu helgi þegar um 500 hrossum var smalað
af Kolbeinsdal og til réttar í Laufskálarétt.
Talið er að smalamenn hafi verið álíka margir
og hrossin, ef ekki fleiri, en auk þess mætti
margmenni að réttinni.
Réttarstörf gengu mjög vel fyrir sig og að sögn
lögreglunnar á Norðurlandi vestra tókst vel til með
réttina og viðburði sem henni tengdust.
Hrossaréttir voru einnig í Þverárrétt í Vesturhópi
sl. laugardag og í Deildardalsrétt og Árhólarétt í
Unadal var réttað á föstudag.
Meðfylgjandi myndir eru teknar í Árhólarétt og
Laufskálarétt á föstudag og laugardag. /FE
Góðviðri og gott mannlíf
Stóðréttir síðustu helgar
Rekið úr Kolbeinsdal yfir í Hjaltadal. MYNDIR: FE
Efri myndirnar sex eru úr Laufskálarétt en tvær neðstu úr Árhólarétt. MYNDIR: FE
Einar Karlsson, innflytjandi ærslabelgja, og Gunnar Smári Reynaldsson
hjá Þ. Hansen, hófu uppsetningu belgsins í síðustu viku. MYND: PF
Þeir félagar Hákon Unnar Þórarinsson og Sævar Örn
Guðmundsson, sátu í rigningunni utan við skrifstofu
Feykis fyrir stuttu og biðu eftir því að tími þeirra
hæfist í Þreksport, sem er við hliðina. Þeir voru í góðu
skapi enda rigningin góð, sögðu þeir.
„Við erum að fara í Þreksport, erum úti í rigningunni
núna, erum að bíða. Ætlum að taka á því á eftir,“ sögðu
þeir en í ræktina fara þeir tvisvar í viku.
Þeir segjast hafa mjög gaman af því að fara í líkams-
ræktina og skemmtilegast þykir þeim að hjóla og lyfta.
Þeir jánka því að þeir eigi eftir að verða þrususterkir
eftir þessar æfingar.
Verst þótti þeim að sundlaugin væri ekki opin en þeir
stunda sundlaugina á Sauðárkróki mikið en einnig fara
þeir bæði í Hofsós og Varmahlíð. /PF
Sauðárkrókur
Beðið eftir ræktinni
Hákon og Sævar láta rigninguna ekki hafa áhrif á sig. MYND: PF