Feykir


Feykir - 02.10.2019, Blaðsíða 2

Feykir - 02.10.2019, Blaðsíða 2
Íbúar bæjarins hafa flestir orðið varir við verkefnið okkar ,,Heilsudagar á Blönduósi“ sem stóðu yfir frá 23.-28. september. Markmiðið með þessum flottu dögum var einfalt. Að hvetja fólk til að huga vel að heilsunni og hreyfa sig markvisst sem tókst ágætlega og ná til allra aldurshópa í samfélaginu og stuðla þannig að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum. Aðstaðan sem við höfum á Blönduósi og í nágrenni bæjarins er eins og best verður á kosið til að stunda fjölbreytta hreyfingu, bæta heilsuna eða viðhalda góðri heilsu. Við eigum frábæra aðstöðu til íþróttaiðkunar og höfum fjölbreytt íþróttastarf fyrir alla aldurshópa. Hér á staðnum er einnig gott sjúkrahús og starfsfólk sem skiptir okkur bæjarbúa miklu máli. Umhverfið er einstakt, ótal útivistarmöguleikar, stutt í fallegar göngu- og hjólaleiðir svo eitthvað sé nefnt. Við fundum fyrir mikilli jákvæðni bæjarbúa á þessum dögum og ferðamenn sem komu til okkar voru einnig mjög ánægðir með að vera boðið í sund og fá ferska ávexti í heita pottinn. Einstaklingar, fyrirtæki og íþróttafélög lögðu öll sitt af mörkum og allir tilbúnir að taka þátt. Þetta er í þriðja sinn sem Heilsudagar eru haldnir á Blönduósi og hefur þátttaka ykkar og viðtökur farið fram úr björtustu vonum. Það er von okkar að þessir dagar séu komnir til að vera og verði hér eftir viðburður sem eigi síðan eftir að stækka og dafna. Að lokum viljum við nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komið hafa að þessum dögum, einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og stuðningsaðilum. Án ykkar hefði þetta ekki verið hægt. Verum stolt af bænum okkar og fólkinu okkar. Tölum bæinn okkar upp og höfum já- kvæðni að leiðarljósi. Blönduós er heilsueflandi bær og með áframhaldandi vinnu getum við gert margt saman og gert bæinn okkar enn betri á margan hátt. Gerum gott bæjarfélag enn betra. /Heilsuhópurinn: Erla, Róbert og Steinunn. Nú er búið að rugla mig algjörlega í ríminu. Og ég sem hélt ég væri nokkuð skýr í hugsun og var bara nokkuð örugg með mig þar til ég fylgdist með kvöldfréttum sjónvarps á sunnudagskvöldið. Og ekki batnaði það þegar ég hlustaði á morgunútvarp Rásar tvö á mánu- dagsmorgun. Hingað til hef ég ekki átt í neinum sérstökum vanda með að flokka rusl. Mér hefur meira að segja þótt það frekar einfalt mál, allavega þegar ég er heima hjá mér. Ég verð reyndar að viðurkenna að flokkunarfræðin getur vafist svolítið fyrir mér þegar ég dvel í öðrum flokkunarhér- uðum. En annars hefur þetta gengið svo til þrautalaust fyrir sig og ég hef lagt mig alla fram við að flokka eins og best ég get. Samt get ég aldrei skilið af hverju flokkunarstöðvarnar geta ekki haft sömu reglur, það gerði lífið svo mikið auðveldara fyrir marga. En hvað gerist svo? Allt í einu er plast ekki lengur plast og þó að plastið sér kannski plast á ekki að meðhöndla það eins og annað plast. Í hinu svo til stéttlausa samfélagi plastíláta er nú allt í einu komin einhver forréttindastétt sem þarf að fá sérstaka meðhöndlun. Í sjónvarpsfréttum á sunnudagskvöld var fjallað um tómatadollur sem eru úr plasti en eiga að fara í ruslið, eða svo sagði sérfræðingurinn hjá Sorpu sem rætt var við. Þegar ég les svo utan á umbúðirnar stendur þar að þær eigi að flokkast með lífrænum úrgangi. Morguninn eftir heyri ég svo í útvarpinu að það sé ekki rétt, plastið eigi að fara í óflokkaða ruslið. Af þessu öllu dreg ég bara þann einfalda lærdóm að það sé ekki gáfulegt að vera að borða tómata. Og svo eru það blönduðu umbúðirnar með áláferðinni innan á sem Ómar í Flokku segir að eigi bara að fara í ruslið, nú eru þær allt í einu orðnar plast. Allt frá því Flokka hóf starfsemi sína hef ég notast við þetta einfalda ráð: ef maður krumpar umbúðirnar og þær spretta í sundur aftur eru þær ekki úr áli og eiga að fara í almennt sorp. Nei, nei, sérfræðingurinn í sjónvarpsfréttunum segir að þær eigi að flokkast sem plast. Er nema von að maður viti ekki í hvorn fótinn maður á að stíga? Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Rugl í ruslinu Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, nyprent@nyprent.is Áskriftarverð: 555 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 685 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Blönduós Heilsueflandi bær Gönguæfing á Heilsudögum með Vilborgu Örnu Gissurardóttur. MYND: RÓBERT DANÍEL Í vikunni sem leið var tæpum 170 tonnum landað á Skagaströnd og var Steinunn SF 10 aflahæst með tæp 53 tonn. Á Sauðárkróki var Drangeyjan aflahæst með rúm 206 tonn en þangað bárust tæplega 657 tonn. Á Hofsósi lönduðu tveir bátar tæpum ellefu tonnum og var það dragnóta- báturinn Njáll frá Ólafsfirði sem átti uppi- stöðuna í þeim afla eða slétt tíu tonn. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra var 836.848 kíló. /FE Aflatölur 22. – 28. sept. 2019 á Norðurlandi vestra Drangey með 206 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 206.108 Fjölnir GK 157 Lína 77.416 Gammur SK 12 Þorskfiskinet 1.309 Guðrún GK 47 Lína 28.249 Hafborg SK 54 Þorskfiskinet 7.543 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 55.196 Kristín GK 457 Lína 69.085 Maró SK 33 Handfæri 1.494 Málmey SK 2 Botnvarpa 167.802 Már SK 90 Handfæri 3.397 Onni HU 36 Dragnót 23.714 Steini G SK 14 Handfæri 2.814 Sævík GK 757 Lína 11.131 Vinur SK 22 Handfæri 1.507 Alls á Sauðárkróki 656.765 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 1.540 Blíðfari HU 52 Handfæri 3.411 Dóra HU 225 Handfæri 4.989 Dúddi Gísla GK 48 Lína 14.907 Elfa HU 191 Handfæri 3.946 Geirfugl GK 66 Landbeitt lína 10.550 Gunna Beta ST 60 Handfæri 2.001 Hafdís HU 85 Handfæri 2.300 Hafrún HU 12 Dragnót 28.029 Hrund HU 15 Handfæri 2.855 Loftur HU 717 Handfæri 1.579 Ólafur Magnússon HU 54 Þorskfiskinet 1.778 Sara KE 11 Handfæri 3.784 Steinunn SF 10 Botnvarpa 52.910 Straumey HF 200 Lína 10.831 Sæunn HU 30 Handfæri 1.854 Sævík GK 757 Lína 22.003 Alls á Skagaströnd 169.267 HOFSÓS Ásdís ÓF 250 Handfæri 816 Njáll ÓF 275 Dragnót 10.000 Alls á Hofsósi 10.816 Sveitarfélagið Skagafjörður er reiðubúið til að endurnýja samning við öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra um samstarf um þjón- ustu við fatlað fólk á öllu svæðinu eftir því sem fram kemur í fundargerð sveitar- stjórnar Svf. Skagafjarðar í síðustu viku. Áður hafði byggðarráð Svf. Skagafjarðar ákveðið að draga sig út úr samstarfinu þar sem ljóst var að Húnaþing hugðist gera það einnig. „Samstarf þetta hefur verið í gildi sl. 20 ár og verið farsælt. Ábyrgð sveitarfélaganna í mála- flokknum er ríkuleg gagnvart fötluðu fólki á svæðinu sem þarf á þjónustunni að halda,“ segir í fundargerðinni. Þar segir einnig að þjónusturáðið leggi áherslu á að þjónustuþegar á svæðinu finni sem minnst fyrir þeirri breytingu sem nýtt fyrir- komulag hafi í för með sér og telji mikilvægt að unnið verði faglega að úrlausn mála þannig að yfirfærslan verði þjónustuþegum farsæl. „Þjónusturáðið leggur til við sveitarstjórnir viðkomandi sveitarfélaga að skipaður verði starfs- hópur með fulltrúum allra sveitarfélaga til að vinna að yfirfærslu verkefna og þjónustu.“ /PF Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra Skagafjörður vill öll sveitarfélögin að borðinu 2 37/2019

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.