Feykir - 02.10.2019, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is
Jónsi kveður Krókinn
„Ef allir róa í sömu átt gerast stórir hlutir“
Tindastóll slúttar tímabilinu
Viðurkenningar veittar
fyrir ýmis afrek
Meistaraflokkar Tindastóls héldu lokahátíð
sína sl. föstudagskvöld með pompi og prakt
á Mælifelli á Sauðárkróki. Snæddur var góður
matur og viðurkenningar veittar. Leikmenn og
þjálfarar völdu innan sinna raða liðsmanninn,
efnilegasta leikmanninn og þann besta.
Liðsmaðurinn hjá stelpunum var valin Bryndís
Rut Haraldsdóttir, efnilegust var Laufey Harpa
Halldórsdóttir og Murielle Tiernan þótti best.
Hjá strákunum var Ísak Sigurjónsson valinn
liðsmaðurinn og bróðir hans Arnar Ólafsson efni-
legastur. Bestur þótti Tanner Sica, en þar sem hann
var farinn til síns heima og tveir bræður komnir
upp á svið fannst stjórninni tilvalið að kalla þann
þriðja upp, Þorberg Ólafsson, og fá hann til að taka
við bikar fyrir Tanner.
Murielle best og markahæst
Við þetta má bæta að Fótbolti.is kynnti lið ársins í
Inkasso kvenna 2019 á dögunum og þar sem
Murielle var með fullt hús stiga. Á bekknum voru
valdar Bryndís Rut og Jacqueline Altschuld. Aðrar
sem tilnefndar voru í lið ársins voru Lauren-Amie,
Laufey Harpa og Vigdís Edda Friðriksdóttir.
Tilnefningu sem þjálfari ársins fengu þeir
félagar Jón Stefán Jónsson og Guðni Þór Einarsson
þjálfarar Tindastóls. Þá varð Murielle Tiernan
markahæst í deildinni með 24 mörk og að sjálf-
sögðu var hún valin besti leikmaður Inkasso-
deildarinnar. /PF
Jón Stefán Jónsson, sem starfað
hefur sem framkvæmdastjóri
knattspyrnudeildar undanfarin
misseri og verið annar þjálfari
meistaraflokks kvenna, hefur
látið af störfum fyrir félagið.
Óhætt má segja að aðkoma
Jónsa að félaginu hafi verið því
heilladrjúg þau ár sem hann
hefur verið á Króknum en árið
2013 var hann ráðinn þjálfari m.fl.
karla og síðar framkvæmdastjóri
meðfram þjálfun kvennaliðsins.
En nú er komið að tímamótum
og segist Jónsi í færslu á FB-síðu
stuðningsmanna skilja liðið eftir
í góðum höndum Guðna Þórs
Einarssonar, samþjálfara síns.
Feykir hafði samband við Jónsa og
lagði fyrir hann nokkrar spurningar.
Sú fyrsta snýr að því hvernig tíminn í
Skagafirðinum hafi farið með hann.
„Tíminn hefur verið umfram allt
ánægjulegur og mjög lærdómsríkur.
Ég myndi vera að ljúga ef ég segði að
þetta hefði alltaf verið auðvelt. Það
hafa komið upp ótrúleg mál á þessum
tíma mínum hér, mál sem er full
langt að fara að tyggja hér. En þeim er
allavega lokið og fyrir mér stendur
eftir öflug knattspyrnudeild með
verulega spennandi framtíð fyrir
höndum.“
Þeim góða árangri sem kvenna-
liðið náði í sumar vill hann þakka
þeim sjálfum fyrst og fremst. „Þær
voru tilbúnar fyrir tveimur árum að
setja markmiðið hærra og leggja
meira á sig, það er jú lykillinn að
öllum árangri. Við ákváðum strax þá
að temja okkur hugarfar og ákveðna
hópmenningu sem myndi sæma
úrvalsdeildarliði. Þær nálguðust þá
hugsun mjög vel flestar, en það má
alltaf bæta við. Agi, samstaða og góð
æfingamenning er forsenda alls
árangurs ásamt því að vera tilbúin að
setja þetta áhugamál í fyrsta sæti, á
undan skemmtanalífi og því miður
oft fjölskyldu.“
Það er alltaf ef og hefði
Spennan hjá toppliðunum í Inkasso-
deildinni hélst allt til lokaumferð-
arinnar og þá sérstaklega milli Tinda-
stóls og FH þar sem bæði lið áttu
möguleika á því að fylgja Þrótti upp í
efstu deild. Það fór svo að FH hafði
það með tveimur stigum betur en
Stólar. Þegar svo litlu munar að
komast í deild hinna bestu, er líklega
freistandi fyrir þjálfarann að spyrja,
hvar gat liðið gert betur í sumar.
„Guð minn góður jú, ég hef staðið
Jón Stefán Jónsson hefur gert góða hluti hjá Tindastóli allt frá því hann kom fyrst að félaginu
2013 sem þjálfari meistaraflokks karla. MYND: ÓAB
mig að því óþægilega oft að hugsa ef
og hefði því þegar uppi var staðið
munaði þetta jú bara þessum tíu
mínútum á móti FH í Kaplakrika um
mánaðarmótin júlí ágúst. Við vorum
4-1 yfir á móti þeim þegar 25 mínútur
voru eftir. En það er svo sem endalaust
hægt að telja og barma sér yfir þessu.
Skulum ekki gleyma því að hin liðin
geta hugsað eins, þannig er nú bara
þessi bransi. Mér fannst við ekki nýta
tækifærið í félagskiptaglugganum
heldur til að styrkja liðið okkar með
einum leikmanni og þori alveg að
segja það fullum fetum að það voru
mistök, sérstaklega miðað við þau
meiðsli sem á liðið herjuðu. En á móti
kemur þá fengu í staðinn stelpur, sem
örugglega fyrir stuttu létu sig ekki
dreyma um að spila í Inkasso-
deildinni, tækifæri til að láta ljós sitt
skína, svo við skulum ekki gleyma því
að fátt er svo með öllu illt að ekki
hljótist eitthvað gott af. Ég ber
virðingu fyrir þeim skoðunum eða
ástæðum sem gefnar voru fyrir því að
liðið var ekki styrkt og vil síður en svo
að fólk pirri sig yfir þessu núna. Það er
alltaf ef og hefði í þessu.“
Jónsi segist telja að ef Tindastól
takist að halda sama leikmannahóp,
eða svo gott sem, og bæti við einum til
tveimur leikmönnum gætu þær slegist
allhressilega um að láta úrvalsdeildar-
drauminn verða að veruleika. „Það er
ekki alltaf sem félagið er svona stutt
frá því og ég skora á þá sem að félaginu
koma að láta slag standa og verða hluti
af því sögulega afreki að koma Tinda-
stól í efstu deild. Það væri þrekvirki
sem seint væri leikið eftir með hóp sjö
til níu heimakvenna í byrjunarliðinu í
hverjum leik. Þær voru átta til níu í
sumar og yrðu aldrei færri en sjö á
næsta ári. Skulum ekki gleyma því
heldur að stelpurnar eflast með hverj-
um vetrinum því liðið er kornungt,
með enn betri umgjörð er líka hægt að
efla liðið mikið innan frá og ég veit að
stjórn og þjálfari eru stórhuga í þeim
málum, sem gleður mig mikið.“
Sögur hafa heyrst um að Jónsi hafi
hætt hjá Tindastóli til að taka við
kvennaliði Þórs/KA af Donna, Hall-
dóri Sigurðssyni, sem lét af störfum
eftir tímabilið. Hann tekur lítt undir
það og segist ekki vita til þess að það
standi til. „Ég mun vissulega skoða
mín mál sem þjálfari hér í Eyja-
firðinum en ástæða þess að ég hætti
hjá Tindastól er fyrst og fremst sú að
ég er í nýrri vinnu sem íþróttafulltrúi
hjá Þór á Akureyri og sú vinna
einfaldlega krefst þess að ég sé meir
inn á Akureyri. Ég hef líka verið á
svoddan flakki í fjögur ár og ákvað að
þrátt fyrir að hafa alltaf góðan stuðn-
ing fjölskyldunnar þá færu þau í fyrsta
sæti núna. Einnig fannst mér fjarvera
mín í sumar ekki nógu gott mál fyrir
liðið og kominn tími til að Guðni og
stelpurnar fengju mann eða konu í
teymið sem væri alltaf á staðnum en
eins og margir vita var ég mikið fjar-
verandi í sumar.“
Eitthvað sem þú vilt koma á fram-
færi? „Ég vil bara þakka kærlega
fyrir minn tíma hjá Tindastól og
þá sérstaklega mínum kæra vini og
meðþjálfara, Guðna Þór Einarssyni,
sem er gullmoli fyrir félagið að eiga.
Ég vil nota þetta tækifæri líka til að
hrósa ykkur á Feyki fyrir frábæra
umfjöllun um liðin okkar og félagið
sjálft. Umfjöllunin er akkúrat eins og
hún á að vera, jákvæð en gagnrýnin
þegar það þarf, ykkar framlag er
ofboðslega mikilvægt.
Að lokum til allra Tindastóls-
manna. Það væri ekkert gaman ef allir
væru sammála en ef allir róa í sömu
átt gerast stórir hlutir. Standið þétt við
bakið á stjórn knattspyrnudeildarinn-
ar og nýlega stofnuðu unglingaráði,
þetta er frábært fólk sem hefur unnið
þrekvirki við virkilega erfiðar að-
stæður. Framtíðin er verulega björt á
Króknum með þann efnivið og
aðstöðu sem nú er fyrir hendi. Takk
fyrir mig.“
Bryndís Rut Haraldsdóttir, Murielle Tiernan og Laufey Harpa
Halldórsdóttir. MYNDIR: TINDASTÓLL.IS
Flottir bræður á sviðinu, Ísak Sigurjónsson, Arnar og Þorbergur
Ólafssynir sem tók við bikar fyrir hönd Tanners.
Að lokum var stuðningsmaður nr. 1 kallaður á svið, Atli Freyr Kolbeins-
son, og honum þakkaður stuðningurinn en Atli mætir á alla leiki.
37/2019 5
VIÐTAL
Páll Friðriksson