Feykir


Feykir - 02.10.2019, Blaðsíða 6

Feykir - 02.10.2019, Blaðsíða 6
6 37/2019 Þeir einstaklingar sem eru í aldursflokkum fá tækifæri til að koma sér inn í keppnina í Cona með því að enda í efstu sætum líkt og hjá Rafnkeli. Þar gáfu tvö efstu sætin heimild til að keppa á heimsmeistaramótinu á Havaí „Það er draumur allra þessara þríþrautarkappa að keppa þar. En þá þarf að svara því innan sólarhrings hvort viðkomandi vilji taka sætið eða ekki því að þetta er gríðarlega dýrt, eða um tvær milljónir með öllu,“ segir Yngvi. Keppnin sem þeir sóttu fór fram í Hamborg 28. júlí sl. og segir Rafnkell að það hafi verið ræs klukkan 6:30 um morguninn. „Það gekk mjög vel, miðað við að það var gríðarlega heitt, 31 gráða sem er fullheitt fyrir Íslendingana Ironman, eða Járnkarlinn upp á okkar ylhýra, er afsprengi þrí- þrautaríþróttarinnar þar sem keppt er í sundi, hjólreiðum og kapphlaupi. Farin er tiltekin vegalengd án hlés, þannig að tíminn á milli greina telst með í heildartímanum og reynir sérstaklega mikið á þol keppenda. Þríþraut varð til í Frakklandi á 3. áratug síðustu aldar en hin staðlaða „ólympíuvegalengd“ var búin til af bandaríska keppnisstjóranum Jim Curl um miðjan 9. áratuginn. Al- þjóða þríþrautarsambandið var stofnað árið 1989 til að reyna að koma íþróttinni að sem ólympíugrein og tókst það árið 2000 þegar fyrst var keppt í henni á Ólympíuleikunum í Sidney í Ástralíu. Járnkarlinn er líklega þekkt- asta langþríþrautarkeppnin en hún hófst á Hawaii árið 1977. Þar fer fram árleg keppni sem er VIÐTAL Páll Friðriksson Þeir eru margir sem taka upp á því á gamals aldri að fara í einhvers konar líkamsrækt sér til heilsubótar, synda, skokka eða hjóla. Flestir láta sér nægja létta hreyfingu rétt til að fá hjartað til að dæla örlítið hraðar og brenna nokkrum kaloríum. Þeir eru líka til sem fara lengra og jafnvel svo langt að þeir fara langt fram úr sjálfum sér. Ég veit ekki hvort megi segja það um þá Yngva J. Yngvason, rafvirkja á Sauðárkróki og Rafnkel Jónsson, staðarumsjónarmann á Hólum í Hjaltadal, en þannig virkaði það á spyrjanda. Þeir skelltu sér í sumar í þá miklu keppni Ironman sem margir kannast við, Yngvi í fyrsta skiptið en Rafnkell í það þriðja. Feyki langaði að vita meira um þessa þrekraun kappanna, sem margir reyna við en ná ekki að ljúka. Fræknir kappar við Alster vatnið í Hamborg. Fv. Jón Oddur Guðmundsson, þjálfari og margreyndur Járnkarl úr þríþrautardeild Njarðvíkur, Rafnkell Jónsson og Yngvi J. Yngvason. AÐSENDAR MYNDIR Járnkarlarnir Yngvi og Rafnkell úr Skagafirði teknir tali „Draumur allra þríþrautar- kappa að keppa á Havaí“ Þrír Járnkarlar í Hamborg í sunddressinu. eins konar heimsmeistaramót en þangað stefna allir sterkustu þríþrautarmenn og konur heims. Íþróttin á ekki langa sögu hér á landi en á Vísi.is árið 2015 var sagt frá því að Járnmaðurinn hafi þá verið haldinn utandyra í fyrsta sinn á Íslandi. Þá voru vegalengdirnar hálfur Ironman. Yngvi og Rafnkell segja að í rauninni séu tvö fyrirtæki sem geri út á þessa áskorun á heimsvísu, Ironmen og Challange family, og eru keppnir haldnar alls staðar í heiminum á þeirra vegum. Annars vegar eru atvinnumenn og svo áhugamenn í aldurs- tengdum hópum sem sækja keppnina og svo er það heims- meistarakeppnin sem er haldin einu sinni á ári á Cona á Havaí. Helstu vegalengdir í þríþraut eru: SPRETTÞRAUT: 400 m sund, 10-12 km hjól og 2-3 km hlaup. (e. super-sprint) HÁLF ÓLYMPÍSK: 750m sund, 20 km hjól og 5 km hlaup (e. sprint) ÓLYMPÍSK VEGALENGD: 1,5 km sund, 40 km hjól og 10 km hlaup (e. olympic distance) HÁLFUR JÁRNMAÐUR: 1,9 km sund, 90 km hjól og 21,1 km hlaup (e. half ironman) JÁRNMAÐUR: 3,8 km sund, 180 km hjól og 42.2 km hlaup (e. ironman) Rafnkell sprækur í hlaupi sem fram fór í Árósum 2014.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.