Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 20

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 20
244 LÆKNAblaðið 2020/106 Y F I R L I T S G R E I N munn, teriflúnómíð (Aubagio®) og dímetýlfúmarat (Tecfidera®), eru dæmi um önnur lyf í flokki 1 (sjá töflu II). Fyrirbyggjandi áhrif dímetýlfúmarats á MS eru meiri en hjá interferón beta og glatíra- merasetati.34 Algengustu aukaverkanir eru húðroði og hitakennd, og meltingarfæraóþægindi geta komið fyrir í upphafi meðferðar og hamlað áframhaldandi notkun. Vegna fæðar á eitilfrumum sem getur orðið á dímetýlfúmarat-meðferð er mælt með blóðprufum fjórum sinnum á ári. Þekkt eru örfá tilvik heilabólgu (sjá neðar) sem hafa tengst mikilli eitilfrumufæð. Fyrirbyggjandi árangur ter- iflúnómíðs er svipaður og hjá eldri sprautulyfjunum, lítil áhætta er á alvarlegum aukaverkunum nema að lyfið getur valdið skaðlegum áhrifum á fóstur35 og vegna mögulegra áhrifa á lifur kallar teríflún- ómíð á blóðprufur aðra hverja viku í byrjun. Meginviðmiðið er að sjúklingur fari í fyrstu á eitthvert lyf í flokki 1 en dugi það ekki til að hefta sjúkdómsvirkni er skipt yfir í lyf í flokki 2.36 Til lyfja í þeim flokki er reyndar stundum gripið strax í byrjun ef sjúkdómsvirkni er mikil, til dæmis ef sjúklingur hefur fengið tvö fatlandi köst á innan við einu ári.37 Þessi lyf (eins og lyf í flokki 1) hafa öll með einum eða öðrum hætti áhrif á ónæm- iskerfi sjúklings. Sum hefta för hvítra blóðkorna úr blóðrás yfir í miðtaugakerfi og varna með því bólguviðbrögðum (natalízumab). Viss lyf hefta flutning eitilfrumna úr eitlum inn í blóðrásina (fingolimod) og önnur tilurð eitilfrumna (rítúxímab). Með tilkomu natalízúmabs (Tysabri®) 2006 urðu viss straumhvörf í meðferð MS38 en það var þá fyrsta viðbót við eldri sprautulyfin sem getið er að ofan. Natalízumab er árangursrík meðferð, gefin í æð mánaðar- lega, en getur líka valdið hættulegri heilabólgu af völdum JC-veiru (progressive multifocal leucoencephalpathy, PML). Þessarar tegundar heilabólgu hefur líka orðið vart hjá öðrum lyfjum (dímetýlfúmarat og fingolimod) en ekki í sama mæli. Hægt er að mæla mótefni í sermi gegn JC-veirunni og séu þau ekki til staðar eru hverfandi líkur á umræddri heilabólgu og talið óhætt að halda áfram nata- lízumab-meðferð. Rannsóknir í grannlöndum okkar sýna að um helmingur fólks hefur smitast af JC-veirunni. Við meðferð með natalízumabi eru blóðprufur teknar tvisvar á ári, meðal annars til að fylgjast með hugsanlegri tilkomu JC-mótefna hjá áður neikvæðum sjúklingum. Fingolimod (Gilenya®) er töflumeðferð sem hefur betri sjúkdóms- hemjandi áhrif en interferón beta og glatíramerasetat.39 Auka- verkanir eru meðal annars fækkun hvítra blóðkorna, sérstaklega eitilfrumna, sem kallar á reglubundnar blóðprufur, og getur aukið hættu á sýkingum, meðal annars umræddri heilabólgu en miklu sjaldnar en hjá natalízumabi. Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur verið hætta á alvarlegum hjartsláttartruflunum og á þetta sérstak- lega við eftir fyrsta lyfjaskammt. Sjúklingar eru því undir sérstöku eftirliti fyrstu klukkustundirnar eftir að meðferð er hafin. Verði af einhverjum ástæðum hlé á lyfjagjöf getur þurft að hafa sama hátt- inn á þegar meðferð hefst að nýju. Rétt er að benda á að samfara fingolimod-notkun á ekki að nota lyf sem áhrif hafa á leiðslukerfi í hjarta. Viss hætta er á bólgu í sjónhimnu (macular edema) sem kemur aðallega fram hjá sjúklingum með sykursýki. Þetta kallar á augn- botnaeftirlit eftir þriggja mánaða meðferð. Rítúxímab (MabThera®, Blitzima®, Truxima®) er eldra lyf sem einkum hefur verið notað við ýmsum gigtar- og blóðsjúkdómum. Lyfið hefur ekki gengið í gegnum stóra fasa-3 rannsókn við MS en á undanförnum árum hafa Svíar engu að síður mjög beitt þessari meðferð við MS með mjög góðum árangri40 og höfum við hér á landi gert slíkt hið sama. Svíar hafa gert viðamiklar rannsóknir á rítúxímabi sem sýna góðan árangur og gott öryggi í samanburði við önnur MS-lyf.40 Helstu aukaverkanir eru innrennslistengdar (gefið í byrjun í æð tvisvar á ári) auk vissrar áhættu á sýkingum vegna ónæmisbæl- ingar. Ocrelizumab (Ocrevus®) er hins vegar nýrra lyf sem svipar mjög til rítúxímabs. Bæði bæla lyfin B-eitilfrumur. Auk góðrar virkni á kastasjúkdóm MS41 er ocrelizumab fyrsta lyfið sem rann- sóknir hafa sýnt að skilar árangri í MS við frumkomna síversnun.42 Þó hafði fyrri rannsókn á rítúxímab einnig sýnt fram á árangur hjá sjúklingum með frumkomna síversnun væru þeir undir 50 ára aldri og merki væru um virkan sjúkdóm á segulómun.43 Ocrelizumab er tiltölulega nýlega komið á markað á Íslandi en greiðsluþátttaka liggur þó eingöngu fyrir varðandi notkun þess við frumkomið síversnunarform MS. Alemtuzimab (Lemtrada®) er eldra lyf sem hefur verið notað í allmörg ár en þó ekki hér á landi.44 Gjöf þess er nokkru flóknari en hinna og aukverkanir, ekki síst frá skjaldkirtli, eru algengar. Kladríbín (Mavenclad®) er krabbameinslyf sem var nýlega skráð sem MS-lyf á Íslandi og er gefið í tveimur kúrum á ári á tveimur árum, svo er beðið átekta með frekari lyfjagjöf næstu tvö árin. Rannsóknir hafa sýnt að lyfið er áhrifaríkara en beta-interferón og glatíramerasetati, virðist þolast vel og lítið um aukaverkanir nema helst hætta á ristli (varicella zoster).45 Stofnfrumumeðferð með blóðmyndandi frumum (hematopoietic stem cell transplantation) hefur verið beitt við MS. Þegar um yngri sjúklinga er að ræða með mikla bólguvirkni og fjölda kasta sem ekki ræðst við með hefðbundinni lyfjameðferð, virðist fátt eins áhrifaríkt og stofnfrumumeðferð en hún er ekki hættulaus og reynir á sjúklinginn.47 Stofnfrumumeðferð hefur ekki skilað ár- Tafla II. Fyrirbyggjandi lyf við MS á Íslandi og virkni þeirra á kastaform sjúkdóms- ins.3 aEngar tvíblindar slembiraðar fasa 3 rannsóknir með lyfleysuhóp hafa farið fram. Árangur gegn köstum (í samanburði við lyfleysu nema ocrelizumab) Beta-interferón 30% Flokkur 1 IFNB-1b (Betaferon®) 30% IFNB-1a (Avonex®) 30% IFNB-1a (Rebif®) 30% Glatíramerasetat (Copaxone®) 30% Teriflúnómíð (Aubagio®) Um 30% Dímetýlfúmarats (Tecfidera®) Um 50% Natalizumab (Tysabri®) 68% Flokkur 2 Fingolimod (Gilenya®) 54% Rituximab (Mabthera®) ?a Kladribin (Mavenclad®) 58% Ocrelizumab (Ocrevus®) 47% (í samanburði við interferón β-1a)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.