Læknablaðið - maj 2020, Qupperneq 24
248 LÆKNAblaðið 2020/106
mín súrefnis í hvíld, sem féll enn frekar við hóstaköst og áreynslu.
Öndunartíðni var í kringum 20/mín en blóðþrýstingur og hjart-
sláttartíðni voru innan eðlilegra marka. Vegna versnandi ástands,
áhættuþátta verri útkomu COVID-19-sjúkdóms og vaxandi bólgu-
myndunar í blóði (CRP og ferritín) var ákveðið að flytja sjúkling
á gjörgæsludeild. Næstu klukkustundirnar hélt klínískt ástand
áfram að versna og barkaþræðing með innri öndunarvélarmeðferð
var yfirvofandi. Hann var talinn vera með boðefnafár (cýtókín
S J Ú K R A T I L F E L L I
Tafla I. Blóðrannsóknir fyrsta sólarhring innlagnar. D-dimer mældur seinna
reyndist vera 6,14 (viðmið 0,5 mg/L).
Blóðrannsókn niðurstöður viðmið eining
Hvít blóðkorn 12,6 4-10,5 x109/L
Hemóglóbín 138 134-171 g/L
Neutrófílar 10,9 1,9-7 x109/L
Eitilfrumur 1 1-4 x109/L
Mónócytar 0,5 0,3-0,9 x109/L
Eósínófílar 0 <0,5 x109/L
Basófílar 0 <0,2 x109/L
APTT 53,5 29-44 sek
PT 16,5 12,5-15 sek
INR 1,1 0,8-1,1
Fíbrínógen 7,3 1,5-4 g/L
Natríum 132 137-145 mmól/L
Kalíum 2,8 3,5-4,8 mmól/L
Kreatínín 81 60-100 mmól/L
Gaukulsíunarhraði >90 >60 ml/mín/1,73m2
Ferritín 2180 30-400 µg/L
CRP 220 <10 mg/L
ALP 55 35-105 U/L
ASAT 24 <45 U/L
ALAT 19 <70 U/L
Prókalsítónín 0,16 <0,05 µg/L
Tafla II. Bólguboðefni við innlögn á gjörgæsludeild. Einnig voru mæld IL-2, IL-4,
IL-5, IL-10, IL-12, IL-12p70, IL-13, IL-15, IL17A, IL-17E, GM-CSF og IFN-γ sem
öll voru undir staðalkúrfu.
Ónæmisrannsókn Niðurstöður (pg/ml) Viðmið (pg/ml)
IL-6 22,04 <3,66
CD40L 5861 <4336
MIP-3a 25 <4
IL-1β 0,74* <0,34
TNFa 6,75* <5,95
*Gildi undir staðalkúrfu
storm) og að höfðu samráði smitsjúkdóma- og gjörgæslulækna var
ákveðið að hefja meðferð með tocilizumab (IL-6 hemill), 400 mg
í æð. Fyrir upphaf meðferðar voru bólguboðefni mæld (17 efna
pakki). Þar kom í ljós hækkun á IL-6 (22,04 pg/ml, viðmið <3,66
pg/ml), CD40L (5861 pg/ml, viðmið <4336 pg/ml) og MIP-3a (25 pg/
ml, viðmið <4 pg/ml). Önnur bólguboðefni, þar með talið IL-1β og
TNFa, voru eðlileg (tafla II). Á fyrstu klukkustund eftir lyfjagjöf
fór líðan hans batnandi og hann varð hitalaus. Í kjölfarið fóru önn-
ur lífsmörk batnandi og blóðprufur snérust til betri vegar. Á 20.
degi var hann fluttur aftur á smitsjúkdómadeild. Sjúklingur þurfti
þá 5 L/mín súrefnis í nös til halda súrefnismettun yfir 93%. Hann
var inniliggjandi í 5 daga til viðbótar og á þeim tíma jókst þrek
hans smám saman og lífsmörk og blóðprufur löguðust. Í kjölfar
útskriftar var honum fylgt eftir af COVID-teymi Landspítala og
hann var orðinn einkennalaus 34 dögum eftir að veikindi hófust.
Umræða
Á síðustu tveimur áratugum hafa orðið þrír faraldrar sem nýjar
kórónuveirur hafa valdið. COVID-19 faraldurinn er sá eini sem
hefur orðið að heimsfaraldri, en hinir tveir voru SARS (Severe
Acute Respiratory Syndrome) árin 2002-2004 og MERS (Middle Eastern
Respiratory Syndrome) sem greindist fyrst 2012 og er enn að skjóta
upp kollinum.2,3
Mynd 1. Tölvusneiðmynd tekin við innlögn sjúklings. Útlægar hélubreytingar, lungnablöðruíferðir og loftberkjukort. Mynd úr sjúkraskrá.