Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - May 2020, Page 29

Læknablaðið - May 2020, Page 29
LÆKNAblaðið 2020/106 253 „Læknar þurfa meiri vernd,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Hann hefur sent fjórum ráðherrum bréf þar sem hann fer fram á að lækn- ar á heilbrigðisstofnun- um hafi sömu trygginga- vernd og læknar við störf í sjúkra- og þyrluflugi. „Læknum sem og öðru heilbrigðis- starfsfólki stafar hætta af COVID-19 sýkingum. Við þurfum að bjóða alla þá vernd sem hægt er til að minnka áhyggjur þeirra og fjölskyldna þeirra. Við þurfum að tryggja stöðu þeirra smitist þeir eða láti lífið af þessum völd- um,“ segir Reynir við Læknablaðið. Landspítali þarf aðeins að greiða út rúma eina milljón króna í bætur láti ógiftur og barnlaus læknir lífið nú í kórónuveirufaraldrinum. Eigi hann barn eru bæturnar rétt rúmar 7,7 millj- ónir króna. Sé læknirinn í hjúskap eru bæturnar tæplega 12,6 milljónir króna. Í bréfinu kemur fram að þann 7. apríl hafi 21 starfs- maður spítalans greinst með veiruna. „COVID-19 sýkingar geta í þessum hóp- um líkt og öðrum leitt til alvarlegra eftirkasta, örorku eða andláts eins og dæmin erlendis sýna. Upplýsingar um lækna sem hafa látist við störf sín ytra er áhyggjuefni svo og skortur á fullnægjandi öryggisvottuðum hlífðar- búnaði sem blasir við.“ Í bréfinu segir ennfremur að ófull- nægjandi tryggingavernd lækna hafi komist í hámæli meðal þeirra nú í COVID-19 faraldrinum. Áhyggjurnar hafi verið viðraðar í gegnum árin. Lofað hafi verið við kjarasamninga ríkisins og Skurðlæknafélags Íslands árið 2017 að skipaður yrði vinnuhópur til að fara yfir tryggingarnar. Af því hafi aldrei orðið. Bréfið var sent 8. apríl og óskað skjótra svara. Læknafélagið hafði engin svör fengið þegar fréttin var rituð. F R É T T A S Í Ð A N Litlar bætur láti læknar lífið vegna COVID-19 Valgerður áfram hjá SÁÁ Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, dró uppsögn sína á sjúkrahúsinu á Vogi til baka í apríl- mánuði. Hún hafði sagt upp vegna óánægju með hvernig stjórnin stóð að uppsögnum 8 starfsmanna á meðferðastofnuninni. Við ákvörðun Valgerðar dró framkvæmdastjórnin einnig til baka uppsagnir allra þeirra 8 starfs- manna sem sagt hafði verið upp. 1000 sótt um tímabundið starf á Karolinska Yfir þúsund höfðu þann 24. apríl sótt um tímabundið starf hjá Karólínska, sjúkrahúsinu sem Björn Zoëga stýrir. Á vef sjúkrahússins er þó enn leitað að fólki með ákveðna sérþekkingu. Til að mynda hjúkrunarfræðingum með sér- þekkingu í gjörgæslu og svæfingu. Einnig í mannauðsteymið til að fara yfir umsóknirnar. Japanir gefa lyf við COVID-19 Japönsk stjórnvöld ætla að gefa Landspítala 12.200 töflur af veirulyfinu Favipiravir. Það er einnig þekkt undir nafninu Avigan. Talið er að töflurnar nýtist í meðferð 100 sjúklinga er veikst hafa illa af kórónaveirunni. Tilkynnt var um gjöfina 20. apríl 2020. „Framan af dró úr álagi á geðsviði. Það voru laus pláss á geð- deildinni sem við höf- um ekki séð í mörg ár,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúk- dómadeildar Landspít- ala sem einnig situr í farsóttanefnd spítalans við Læknablaðið, spurður um fregnir um mismikið álag á deild- um spítalans í faraldrinum. Hann bendir á að minna hafi til að mynda verið að gera hjá skurðlækning- um en hjá lyflækningadeild þar sem starfsemi eins og valaðgerðir hafi legið niðri. Eftir að tilkynnt hafi verið um að höftum yrði aflétt 4. maí hafi aðsókn á spítalann aukist. „Fólk hefur verið að passa sig og haldið sig til hlés.“ Vonandi án afleiðinga. Már segir að hann búist við að nú þegar fari að draga úr far- aldrinum verði starf- semin líkari því sem áður var. „Við erum áfram á brems- unni. Farsóttanefnd er með tilslakanir hægt og bítandi og þegar valstarfsemin fer af stað breytist margt,“ segir hann. „Svo er fíllinn í herberginu. Hvað gerist þegar tilslakanirnar verða? Kem- ur bakslag í veirufaraldurinn?“ Álagið mismikið á deildum Landspítala Mynd/gag.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.